Verðbólga í verkahring fjármálaráðherra samkvæmt lögum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. ágúst 2023 15:55 Þorbjörg situr í fjárlaganefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir fyrirætlanir fjármálaráðherra sem kynntar voru í gær ekki nýjar af nálinni. Sérstakt sé að fjármálaráðherra segi það ekki hlutverk ríkisfjármálanna að takast á við verðbólguna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram hagræðingarnar á blaðamannafundi í gær. Meðal þeirra aðgerða sem hann kynnti eru uppsagnir ríkisstarfsmanna og lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. Þá verði gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldi hækkuð. Með aðgerðunum segir hann ríkið koma til með að spara um sautján milljarða króna. Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður viðreisnar og meðlimur fjárlaganefndar, segir tillögur fjármálaráðherra ekki nýjar af nálinni. „Fjármálaráðherra er þarna að kynna sumar hugmyndir í þriðja sinn, alltaf sem nýjar. Til dæmis að það eigi ekki lengur að byggja við stjórnarráðið. Einhverjar tillögur um aðhald geta ekki verið nýjar þó þær séu endurfluttnar og endurteknar,“ segir Þorbjörg. Að auki segir hún mikið áhyggjuefni að millistéttin sem skuldi mest sé ekki tekin inn í dæmið. „Það er ekkert talað þarna um millistéttina, millistéttina á íslandi sem er að taka á sig þyngsta höggið af endalausum vaxtahækkunum.“ Seðlabankinn einn á báti Þorbjörg segir það sérstakt að fjármálaráðherra segi það ekki hans hlutverk að vinna gegn verðbólgunni. Skýrt standi í lögum um opinber fjármál að hlutverk fjármálaráðherra sé að sporna gegn verðbólgu. „Þar er kannski skýringin komin á því hvers vegna þetta gengur svona illa. Þegar fjármálaráðherra Íslands skilur ekki hvert hans starf er eða hver hans verkefni eru,“ segir Þorbjörg. Þá segir hún útskýringuna á því hvers vegna stýrivextir fari síhækkandi þrátt fyrir lækkandi verðbólgu vera að seðlabankinn standi einn í því sporna gegn verðbólgunni, án nokkurrar hjálpar frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin kastar inn handklæðinu, ekki bara neitar að sinna sínu hlutverki heldur virðist ekki átta sig á því að hún hefur hlutverki að gegna, og það er líka mikið áhyggjuefni,“ segir Þorbjörg. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram hagræðingarnar á blaðamannafundi í gær. Meðal þeirra aðgerða sem hann kynnti eru uppsagnir ríkisstarfsmanna og lækkun launakostnaðar hjá ríkinu. Þá verði gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldi hækkuð. Með aðgerðunum segir hann ríkið koma til með að spara um sautján milljarða króna. Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður viðreisnar og meðlimur fjárlaganefndar, segir tillögur fjármálaráðherra ekki nýjar af nálinni. „Fjármálaráðherra er þarna að kynna sumar hugmyndir í þriðja sinn, alltaf sem nýjar. Til dæmis að það eigi ekki lengur að byggja við stjórnarráðið. Einhverjar tillögur um aðhald geta ekki verið nýjar þó þær séu endurfluttnar og endurteknar,“ segir Þorbjörg. Að auki segir hún mikið áhyggjuefni að millistéttin sem skuldi mest sé ekki tekin inn í dæmið. „Það er ekkert talað þarna um millistéttina, millistéttina á íslandi sem er að taka á sig þyngsta höggið af endalausum vaxtahækkunum.“ Seðlabankinn einn á báti Þorbjörg segir það sérstakt að fjármálaráðherra segi það ekki hans hlutverk að vinna gegn verðbólgunni. Skýrt standi í lögum um opinber fjármál að hlutverk fjármálaráðherra sé að sporna gegn verðbólgu. „Þar er kannski skýringin komin á því hvers vegna þetta gengur svona illa. Þegar fjármálaráðherra Íslands skilur ekki hvert hans starf er eða hver hans verkefni eru,“ segir Þorbjörg. Þá segir hún útskýringuna á því hvers vegna stýrivextir fari síhækkandi þrátt fyrir lækkandi verðbólgu vera að seðlabankinn standi einn í því sporna gegn verðbólgunni, án nokkurrar hjálpar frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin kastar inn handklæðinu, ekki bara neitar að sinna sínu hlutverki heldur virðist ekki átta sig á því að hún hefur hlutverki að gegna, og það er líka mikið áhyggjuefni,“ segir Þorbjörg.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira