Vaðlaheiðagöng töpuðu 1,3 milljarði vegna hárra fjármagnsgjalda
Há fjármagnsgjöld leiddu til þess að Vaðlaheiðargöng voru rekin með miklu tapi í fyrra. Félagið þarf að greiða að lágmarki tvisvar á ári allt laust fé umfram 50 milljónir króna inn á verðbættan höfuðstól láns, samkvæmt viðauka við lánasamning sem gerður var síðasta sumar þegar fjárhagur þess var endurskipulagður og eignarhaldið færðist nær alfarið í hendur ríkisins.