Töfrandi listakona, dauð gaupa og undarlegt samband systra, meðal mynda á RIFF Íris Hauksdóttir skrifar 28. ágúst 2023 17:19 Dagskráin á Kvikmyndahátíðinni RIFF er fjölbreytt í ár. Kvikmyndahátíðin Reykjavík film festival, eða RIFF, verður haldin í tuttugasta skiptið í ár og fer fram dagana 28. september til 8. október. Hátíðin hefur fyrir löngu skipað sér sess sem ein eftirsóttasta kvikmyndahátíð Norðurlanda og því spennandi að sjá úrvalið í ár. Það er óhætt að segja fjölbreytt úrval prýði listann yfir þær heimildarmyndir sem verða til sýninga á hátíðinni en samkvæmt Ragnari Jóni Hrólfssyni upplýsingafulltrúa RIFF ættu áhugamenn ekki að láta hátíðina framhjá sér fara. „Myndirnar endurspegla það besta í heimildarmyndagerð víðsvegar um heiminn. Meginhlutverk RIFF er að tryggja víðtækt úrval af hágæða, óháðri kvikmyndaframleiðslu með áherslu á unga kvikmyndagerðarmenn. Að mínu mati tekst það vel til eins og undanfarin ár.“ Margverðlaunaðar heimildarmyndir Spurður hvaða myndir séu í persónulegu uppáhaldi nefnir Ragnar Jón heimildarmyndina Apolonia, Apolonia, eftir dönsku kvikmyndagerðarkonuna Lea Glob. „Þessi mynd hlaut aðalverðlaunin á heimildarmyndahátíðinni IDFA sem eru ein virtustu verðlaun sem heimildarmyndir geta hlotið. Myndin hefur hlotið fjöldamörg önnur verðlaun og verið lofuð af gagnrýnendum. Hún segir töfrandi sögu listakonunnar Apolonia Sokol sem fótar sig í heimi nútímalista.“ Hér má sjá stiklu úr myndinni. „Þá hlaut kvikmyndin And the King Said, What a Fantastic Machine, sérstök dómnefndar verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni,“ segir Ragnar Jón og heldur áfram. „Í henni snúa kvikmyndagerðarmennirnir Axel Danielson og Maximilien Van Aertryck myndavélum sínum að samfélaginu til þess að athuga kvikmyndaþráhyggju mannsins og þau áhrif sem kvikmyndir hafa haft á okkur í gegnum tíðina.“ Stiklu úr myndinni má sjá hér. Einnig nefnir Ragnar Jón myndina The Gullspång Miracle eftir Mariu Fredriksson. „Hún hlaut verðlaun á Tribeca kvikmyndahátíðinni en hún tekst á við undarlegt samband tveggja systra við konu með sem líkist systur þeirra sem lést þrjátíu árum áður.“ Hér má sjá stiklu. Ragnar Jón minnist líka á myndina Lynx Man eða Gaupumaðurinn sem segir frá Hannu sem býr einn á bóndabæ í Vestur-Finnlandi. „Þegar Hannu finnur dauða gaupu við vegkantinn áttar hann sig á því að villikötturinn, sem var talinn nánast útdauður, er snúinn aftur. Fullur af endurnýjuðum lífskrafti setur Hannu upp myndavélar um allt svæðið og byrjar að kynnast gaupunum persónulega.“ Sjá stiklu. Að lokum nefnir Ragnar Jón myndina The Castle en hann ítrekar að listinn sé alls ekki tæmandi og að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Eftir að hafa starfað sem ráðskona allt sitt líf, erfir Justina höfðingjasetur í miðju argentínsku gresjunnar frá fyrrverandi vinnuveitanda sínum. Það er aðeins eitt skilyrði: hún má aldrei yfirgefa húsið. Í þessu nútímaævintýri standa Justina og dóttir hennar frammi fyrir þeirri áskorun að halda það loforð.“ Stiklu úr myndinni má sjá hér. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér fjölbreytta dagskrá RIFF hér. RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Það er óhætt að segja fjölbreytt úrval prýði listann yfir þær heimildarmyndir sem verða til sýninga á hátíðinni en samkvæmt Ragnari Jóni Hrólfssyni upplýsingafulltrúa RIFF ættu áhugamenn ekki að láta hátíðina framhjá sér fara. „Myndirnar endurspegla það besta í heimildarmyndagerð víðsvegar um heiminn. Meginhlutverk RIFF er að tryggja víðtækt úrval af hágæða, óháðri kvikmyndaframleiðslu með áherslu á unga kvikmyndagerðarmenn. Að mínu mati tekst það vel til eins og undanfarin ár.“ Margverðlaunaðar heimildarmyndir Spurður hvaða myndir séu í persónulegu uppáhaldi nefnir Ragnar Jón heimildarmyndina Apolonia, Apolonia, eftir dönsku kvikmyndagerðarkonuna Lea Glob. „Þessi mynd hlaut aðalverðlaunin á heimildarmyndahátíðinni IDFA sem eru ein virtustu verðlaun sem heimildarmyndir geta hlotið. Myndin hefur hlotið fjöldamörg önnur verðlaun og verið lofuð af gagnrýnendum. Hún segir töfrandi sögu listakonunnar Apolonia Sokol sem fótar sig í heimi nútímalista.“ Hér má sjá stiklu úr myndinni. „Þá hlaut kvikmyndin And the King Said, What a Fantastic Machine, sérstök dómnefndar verðlaun á Sundance kvikmyndahátíðinni,“ segir Ragnar Jón og heldur áfram. „Í henni snúa kvikmyndagerðarmennirnir Axel Danielson og Maximilien Van Aertryck myndavélum sínum að samfélaginu til þess að athuga kvikmyndaþráhyggju mannsins og þau áhrif sem kvikmyndir hafa haft á okkur í gegnum tíðina.“ Stiklu úr myndinni má sjá hér. Einnig nefnir Ragnar Jón myndina The Gullspång Miracle eftir Mariu Fredriksson. „Hún hlaut verðlaun á Tribeca kvikmyndahátíðinni en hún tekst á við undarlegt samband tveggja systra við konu með sem líkist systur þeirra sem lést þrjátíu árum áður.“ Hér má sjá stiklu. Ragnar Jón minnist líka á myndina Lynx Man eða Gaupumaðurinn sem segir frá Hannu sem býr einn á bóndabæ í Vestur-Finnlandi. „Þegar Hannu finnur dauða gaupu við vegkantinn áttar hann sig á því að villikötturinn, sem var talinn nánast útdauður, er snúinn aftur. Fullur af endurnýjuðum lífskrafti setur Hannu upp myndavélar um allt svæðið og byrjar að kynnast gaupunum persónulega.“ Sjá stiklu. Að lokum nefnir Ragnar Jón myndina The Castle en hann ítrekar að listinn sé alls ekki tæmandi og að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Eftir að hafa starfað sem ráðskona allt sitt líf, erfir Justina höfðingjasetur í miðju argentínsku gresjunnar frá fyrrverandi vinnuveitanda sínum. Það er aðeins eitt skilyrði: hún má aldrei yfirgefa húsið. Í þessu nútímaævintýri standa Justina og dóttir hennar frammi fyrir þeirri áskorun að halda það loforð.“ Stiklu úr myndinni má sjá hér. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér fjölbreytta dagskrá RIFF hér.
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira