„Harðasta stjórnarandstaðan í landinu er inni í ríkisstjórninni“ Árni Sæberg skrifar 28. ágúst 2023 21:38 Eiríkur Bergmann segir Svandísi í þröngri stöðu. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir matvælaráðherra í mjög þröngri stöðu hvað varðar ákvörðun um hvalveiðar. Frestun á leyfi til hvalveiða rennur út á föstudag. Þá segir hann alvarlega bresti í ríkisstjórnarsamstarfinu komna í ljós. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í dag telja einsýnt að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju, enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Að óbreyttu hefjast hvalveiðar að nýju á föstudag, nema Svandís ákveði að fresta leyfi til þeirra aftur. Í dag afhenti starfshópur ráðherra skýrslu þar sem segir að hann telji mögulegt að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn leggur ekki mat á hvort að þær úrbætur sem gripið hefur verið til við veiðarnar samræmist löggjöf um velferð dýra. Því er ljóst að að matvælaráðuneytið getur ekki reitt sig alfarið á niðurstöðu hópsins þegar kemur að því að ákveða framhald hvalveiða. Það sem flækir stöðu Svandísar enn frekar eru ályktanir flokksráðs Vinstri grænna annars vegar og flokksráðs Sjálfstæðisflokks hins vegar um hvalveiðar. Flokkarnir á öndverðum meiði Gjáin sem hefur verið milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í hvalveiðimálinu svokallaða birtist glöggt í ályktunum flokksráðsfunda ríkisstjórnarflokkanna um helgina. Vinstri grænir lýstu yfir fullum stuðningi við ákvörðun matvælaráðherra um að banna veiðar á stórhvelum á sínum fundi. Sjálfstæðismenn ályktuðu hins vegar að ráðherrann hefði með fyrirvaralausri frestun hvalveiða hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, ræddi stöðuna á stjórnarheimilinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að Svandís sé í flókinni stöðu enda hafi ákvörðun hennar um að fresta hvalveiðum hafa verið í samræmi við stefnu Vinstri grænna í málaflokknum en í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar að einhverju leyti. Nú sé hún í sömu stöðu og hún var í vor. Flokkarnir hættir að vinna saman Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið í að verða sex ár en áður en hún var mynduð töldu margir óhugsandi að Sjálfstæðismenn og Vinstri græn gætu setið í sömu stjórn. „Auðvitað sjáum við bara að þessi ríkisstjórn nær endanna á milli, allavega í efnahagspólitísku samhengi og öðru hvað varðar stjórnmálin í landinu. Flokkarnir eru á öndverðum meiði,“ segir Eiríkur. Hann segir að það gleymist oft í umræðunni að árið 2017 hafi verið gríðarlegur óróleiki í stjórnmálunum og eftirspurn eftir einhvers konar sátt, einhvers konar ró. Síðan hafi faraldurinn komið og stjórnmálunum verið kippt úr sambandi. Nú á sjötta ári ríkisstjórnarsambandins séu brestir í því að koma í ljós, Sjálfstæðirflokkur og Vinstri græn séu gjörólíkir flokkar og hættir að vinna saman. „Þetta er ekki ríkisstjórn sem sest lengur niður og vinnur að málum, eins og við sjáum nú bara í fréttinni hérna áðan [um hvalveiðar], þá er harðasta stjórnarandstaðan inni í ríkisstjórninni sjálfri að einhverju leyti. Þannig að átökin munu magnast, myndi ég halda.“ Enginn vilji í kosningar en lítið þurfi til að fella stjórninna Eiríkur segist ekki endilega spá stjórnarslitum en þó gæti þurft lítið til þess að til þeirra komi. „Það er enginn þeirra sem augljóslega vill fara í kosningar núna, staða þeirra í könnunum er ekki þannig að það sé einhver ákaflega ákafur til þess. Hins vegar myndi ég halda að það þurfi ekki stór mál að koma fram til að fella ríkisstjórn, sem er orðinn svona plöguð af innri átökum og deilum. Þetta er nú eftir allt mannlegt, gremjan magnast upp og það getur vel verið að þúfan sem velti þessu hlassi á endanum verði nú bara svona agnarlítil og ómerkileg.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Sjá meira
Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í dag telja einsýnt að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju, enda hafi hún brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Að óbreyttu hefjast hvalveiðar að nýju á föstudag, nema Svandís ákveði að fresta leyfi til þeirra aftur. Í dag afhenti starfshópur ráðherra skýrslu þar sem segir að hann telji mögulegt að bæta veiðiaðferðir við veiðar á stórhvölum. Hópurinn leggur ekki mat á hvort að þær úrbætur sem gripið hefur verið til við veiðarnar samræmist löggjöf um velferð dýra. Því er ljóst að að matvælaráðuneytið getur ekki reitt sig alfarið á niðurstöðu hópsins þegar kemur að því að ákveða framhald hvalveiða. Það sem flækir stöðu Svandísar enn frekar eru ályktanir flokksráðs Vinstri grænna annars vegar og flokksráðs Sjálfstæðisflokks hins vegar um hvalveiðar. Flokkarnir á öndverðum meiði Gjáin sem hefur verið milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í hvalveiðimálinu svokallaða birtist glöggt í ályktunum flokksráðsfunda ríkisstjórnarflokkanna um helgina. Vinstri grænir lýstu yfir fullum stuðningi við ákvörðun matvælaráðherra um að banna veiðar á stórhvelum á sínum fundi. Sjálfstæðismenn ályktuðu hins vegar að ráðherrann hefði með fyrirvaralausri frestun hvalveiða hvorki virt stjórnsýslulög né gætt meðalhófs. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, ræddi stöðuna á stjórnarheimilinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir að Svandís sé í flókinni stöðu enda hafi ákvörðun hennar um að fresta hvalveiðum hafa verið í samræmi við stefnu Vinstri grænna í málaflokknum en í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar að einhverju leyti. Nú sé hún í sömu stöðu og hún var í vor. Flokkarnir hættir að vinna saman Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið í að verða sex ár en áður en hún var mynduð töldu margir óhugsandi að Sjálfstæðismenn og Vinstri græn gætu setið í sömu stjórn. „Auðvitað sjáum við bara að þessi ríkisstjórn nær endanna á milli, allavega í efnahagspólitísku samhengi og öðru hvað varðar stjórnmálin í landinu. Flokkarnir eru á öndverðum meiði,“ segir Eiríkur. Hann segir að það gleymist oft í umræðunni að árið 2017 hafi verið gríðarlegur óróleiki í stjórnmálunum og eftirspurn eftir einhvers konar sátt, einhvers konar ró. Síðan hafi faraldurinn komið og stjórnmálunum verið kippt úr sambandi. Nú á sjötta ári ríkisstjórnarsambandins séu brestir í því að koma í ljós, Sjálfstæðirflokkur og Vinstri græn séu gjörólíkir flokkar og hættir að vinna saman. „Þetta er ekki ríkisstjórn sem sest lengur niður og vinnur að málum, eins og við sjáum nú bara í fréttinni hérna áðan [um hvalveiðar], þá er harðasta stjórnarandstaðan inni í ríkisstjórninni sjálfri að einhverju leyti. Þannig að átökin munu magnast, myndi ég halda.“ Enginn vilji í kosningar en lítið þurfi til að fella stjórninna Eiríkur segist ekki endilega spá stjórnarslitum en þó gæti þurft lítið til þess að til þeirra komi. „Það er enginn þeirra sem augljóslega vill fara í kosningar núna, staða þeirra í könnunum er ekki þannig að það sé einhver ákaflega ákafur til þess. Hins vegar myndi ég halda að það þurfi ekki stór mál að koma fram til að fella ríkisstjórn, sem er orðinn svona plöguð af innri átökum og deilum. Þetta er nú eftir allt mannlegt, gremjan magnast upp og það getur vel verið að þúfan sem velti þessu hlassi á endanum verði nú bara svona agnarlítil og ómerkileg.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hvalveiðar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Sjá meira