Lífið

Martha Stewart fór á stúfana á Ís­landi með Dor­rit

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hin 81 árs gamla Martha Stewart hefur lengi verið aðdáandi Íslands og naut lífsins vel með vinkonu sinni Dorrit um helgina.
Hin 81 árs gamla Martha Stewart hefur lengi verið aðdáandi Íslands og naut lífsins vel með vinkonu sinni Dorrit um helgina. David Handschuh-Pool/Getty Images

Martha Stewart, at­hafna­kona og sjón­varps­drottning, var stödd á Ís­landi um helgina en virðist nú vera komin til Græn­lands ef marka má sam­fé­lags­miðla. Hún fór á stúfana með Dor­rit Moussa­i­eff, fyrr­verandi for­seta­frú og heim­sóttu þær ýmis fyrir­tæki, meðal annars Íslenska erfðagreiningu.

Það skildi engan undra enda Martha Stewart lík­lega frægust fyrir mat­reiðslu­bækur sínar og sjón­varps­þætti um matar­gerð. Árið 2004 komst það í heims­fréttirnar þegar Stewart lenti í fangelsi um fimm mánaða skeið fyrir hluta­bréfa­svindl.

Sjón­varps­drottningin eyddi tíma með for­seta­frúnni fyrr­verandi um helgina. Þær skelltu sér í heim­sókn í súkku­laði­verk­smiðjuna Omnom og til græn­metis­fram­leiðandans VAXA. Þær kíktu svo að sjálfsögðu í Íslenska erfðagreiningu þar sem þær virðast hafa hitt Kára Stefánsson ef marka má Instagram.

Þá skellti Stewart sér jafn­framt í Sky Lagoon í Kópa­vogi og virtist njóta sín vel, en þær létu það ekki duga heldur skelltu sér líka í þyrluferð frá Reykjavíkurflugvelli. 

Banda­ríska at­hafna­konan Hannah Milman, sem jafn­framt er rit­stjóri tíma­ritsins Martha Stewart Living, er með Mörthu og Dorrit í för og hefur verið dug­lega að birta myndir og mynd­bönd af heim­sókn þeirra hingað til lands á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×