DiCaprio hvetur Ísland til að banna hvalveiðar alfarið Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2023 09:02 Leonardo DiCaprio er þekktur umhverfisverndarsinni. Hann hefur meðal annars verið ötull málsvari gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Vísir Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hvetur íslensk stjórnvöld til þess að banna hvalveiðar til frambúðar í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem fleiri en sextíu milljónir manna fylgja honum. Tímabundið bann við hvalveiðum rennur út á föstudag. Í færslunni vekur DiCaprio athygli á að tímabundið bann sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, lagði við hvalveiðum í júní renni út um mánaðamótin. Ráðherrann tók ákvörðunina um bannið eftir að fagráð komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd hvalveiða við landið samræmdist ekki lögum um velferð dýra. „Íslenska ríkisstjórnin ætti að styðja vilja meirihluta Íslendinga sem vill núna stöðva hvalveiðar að eilífu,“ skrifar leikarinn til milljóna fylgjenda sinna. Ákall DiCaprio til íslenskra stjórnvalda birtist í svonefndu „story“ á Instagram.Skjáskot af Instagram Vísar DiCaprio til fréttar breska blaðsins The Guardian frá því í júní. Í henni er vísað í skoðanakönnun Maskínu frá því í byrjun júní sem benti til þess að rétt rúmur meirihluti væri andsnúinn hvalveiðum. Önnur könnun Maskínu, sem var gerð fyrir Náttúruverndarsamtök, sýndi að 42 prósent væru andsnúin hvalveiðum í gær. Svandís hefur ekki gefið út hvort hún ætli að framlengja bannið eða leyfa veiðar þegar tímabundna bannið rennur út á föstudag. Starfshópur, sem hún skipaði í júní til að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum í skýrslu sem var birt í gær. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Bann Svandísar hefur valdið mikilli togstreitu innan ríkisstjórnarinnar en sjálfstæðismenn hafa verið sérstaklega ósáttir við ákvörðunina. Teitur Björn Einarsson, þingmaður flokksins og fulltrúi í atvinnuveganefnd þingsins, sagði í gær að ef bannið yrði framlengt hefði það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Þá boðaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, að vantrausti yrði lýst á Svandísi ef hún sneri ekki banninu við. DiCaprio er ekki fyrsta erlenda stórstjarnan sem vekur athygli á hvalveiðimálum á Íslandi í sumar. Bandaríski leikarinn Jason Momoa hvatti fylgjendur sína til þess að mótmæla hvalveiðum Íslendinga í maí og stjórnvöld til þess að framlengja bannið nú í síðustu viku. Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Hollywood Tengdar fréttir Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Í færslunni vekur DiCaprio athygli á að tímabundið bann sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, lagði við hvalveiðum í júní renni út um mánaðamótin. Ráðherrann tók ákvörðunina um bannið eftir að fagráð komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd hvalveiða við landið samræmdist ekki lögum um velferð dýra. „Íslenska ríkisstjórnin ætti að styðja vilja meirihluta Íslendinga sem vill núna stöðva hvalveiðar að eilífu,“ skrifar leikarinn til milljóna fylgjenda sinna. Ákall DiCaprio til íslenskra stjórnvalda birtist í svonefndu „story“ á Instagram.Skjáskot af Instagram Vísar DiCaprio til fréttar breska blaðsins The Guardian frá því í júní. Í henni er vísað í skoðanakönnun Maskínu frá því í byrjun júní sem benti til þess að rétt rúmur meirihluti væri andsnúinn hvalveiðum. Önnur könnun Maskínu, sem var gerð fyrir Náttúruverndarsamtök, sýndi að 42 prósent væru andsnúin hvalveiðum í gær. Svandís hefur ekki gefið út hvort hún ætli að framlengja bannið eða leyfa veiðar þegar tímabundna bannið rennur út á föstudag. Starfshópur, sem hún skipaði í júní til að meta leiðir til að fækka frávikum við veiðar á langreyðum, telur mögulegt að bæta aðferðir við veiðar á stórhvölum í skýrslu sem var birt í gær. Hópurinn segir það þó utan verksviðs síns að meta hvort úrbætur væru til þess fallnar að færa velferð dýra við veiðar á stórhvölum í ásættanlegt horf út frá löggjöf sem um veiðarnar gilda. Bann Svandísar hefur valdið mikilli togstreitu innan ríkisstjórnarinnar en sjálfstæðismenn hafa verið sérstaklega ósáttir við ákvörðunina. Teitur Björn Einarsson, þingmaður flokksins og fulltrúi í atvinnuveganefnd þingsins, sagði í gær að ef bannið yrði framlengt hefði það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Þá boðaði Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, að vantrausti yrði lýst á Svandísi ef hún sneri ekki banninu við. DiCaprio er ekki fyrsta erlenda stórstjarnan sem vekur athygli á hvalveiðimálum á Íslandi í sumar. Bandaríski leikarinn Jason Momoa hvatti fylgjendur sína til þess að mótmæla hvalveiðum Íslendinga í maí og stjórnvöld til þess að framlengja bannið nú í síðustu viku.
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Hollywood Tengdar fréttir Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Hvetur Íslendinga til að framlengja hvalveiðibannið Bandaríski stórleikarinn Jason Momoa hvetur íslensk stjórnvöld til þess að framlengja veiðibann á stórhvelum og hætta hvalveiði alfarið. Hann segir Íslendinga hugrakka að hafa bannað hvalveiðar í sumar. 25. ágúst 2023 14:03
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent