Skáftárhlaup er hafið Jón Þór Stefánsson og Telma Tómasson skrifa 29. ágúst 2023 09:02 Í gærkvöldi fór rennsli í Skaftá við að aukast og það sama mátti segja um aukna rafleiðni. Hætta er á flóðum líkt og gerðist 2021, eins og sjá má á þessari mynd. Vísir/Ragnar Axelsson Skaftárhlaup er hafið. Þetta staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Rennsli og leiðni hefur aukist í ánni frá því í nótt í Skaftá við Sveinstind og tilkynningar um brennisteinslykt hafa borist frá landvörðum í Hólaskjóli. Stöðufundur um málið var haldinn í morgun. Líklegt er að hlaupið verði svipað og árið 2021. Árið 2015 var hins vegar stærra hlaup, en þá hafði safnast upp vatn í kötlunum í fimm ár. Venjulega er hins vegar hlaup í ánni á um það bil tveggja ára fresti og vatnsmagnið því minna. Mælitæki í morgun sýndu að hlaupið er að færa sig neðar í ánni, hækkun var við Eldvatn og örlítil hækkun er á mælinum við Kirkjubæjarklaustur. Talið er þó að einhverjir klukkutímar séu í að hlaupið nái hámarki svo neðarlega. Óvíst er hvort þurfi þá að grípa til vegalokana, en lögreglan á Suðurlandi vaktar það. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að í gærkvöldi hafi rennsli í Skaftá við Sveinstind farið að aukast og þá hafi aukin rafleiðni einnig aukist. Þá kemur fram að borist hafi tilkynningar um brennisteinslykt frá landvörðum í Hólaskjóli. Veðurstofan segir mikilvægt að íbúar og allir þeir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um þær aðstæður sem upp geta komið og að ferðamenn séu upplýstir um mögulega náttúruvá. Mögulega muni Skaftá flæða yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Og þá berist brennisteinsvetni með hlaupvatninu sem getur skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Sprungur munu myndast mjög hratt í kringum ketilinn, því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls og Tungnaárjökuls þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið Fréttin hefur verið uppfærð. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Almannavarnir Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Stöðufundur um málið var haldinn í morgun. Líklegt er að hlaupið verði svipað og árið 2021. Árið 2015 var hins vegar stærra hlaup, en þá hafði safnast upp vatn í kötlunum í fimm ár. Venjulega er hins vegar hlaup í ánni á um það bil tveggja ára fresti og vatnsmagnið því minna. Mælitæki í morgun sýndu að hlaupið er að færa sig neðar í ánni, hækkun var við Eldvatn og örlítil hækkun er á mælinum við Kirkjubæjarklaustur. Talið er þó að einhverjir klukkutímar séu í að hlaupið nái hámarki svo neðarlega. Óvíst er hvort þurfi þá að grípa til vegalokana, en lögreglan á Suðurlandi vaktar það. Í tilkynningu frá Veðurstofu segir að í gærkvöldi hafi rennsli í Skaftá við Sveinstind farið að aukast og þá hafi aukin rafleiðni einnig aukist. Þá kemur fram að borist hafi tilkynningar um brennisteinslykt frá landvörðum í Hólaskjóli. Veðurstofan segir mikilvægt að íbúar og allir þeir sem eigi leið um flóðasvæðið séu meðvitaðir um þær aðstæður sem upp geta komið og að ferðamenn séu upplýstir um mögulega náttúruvá. Mögulega muni Skaftá flæða yfir vegi sem liggja nærri árbökkum. Og þá berist brennisteinsvetni með hlaupvatninu sem getur skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi. Sprungur munu myndast mjög hratt í kringum ketilinn, því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum, sem og jöðrum Skaftárjökuls og Tungnaárjökuls þar sem hlaupvatn gæti brotið sér leið upp á yfirborðið Fréttin hefur verið uppfærð.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Almannavarnir Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira