Heitustu trendin í haust Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. september 2023 07:00 Lífið á Vísi fékk fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að deila heitustu trendunum í haust á þeirra sviðum. SAMSETT Septembermánuður er genginn í garð, litir náttúrunnar fara að taka breytingum, yfirhafnirnar eru orðnar þykkari og umferðin er farin að þyngjast. Það þýðir bara eitt, haustið er komið með sinni einstöku litadýrð, rútínu og tískubylgjum. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um hvað er heitast fyrir haustið í margvíslegum flokkum. Tíska Sigrún Ásta Jörgensen, stílisti: Stílistinn Sigrún Ásta er með puttann á púlsinum þegar það kemur að tískutrendunum.Aðsend „Hausttískan er að mínu mati er mjög fjölbreytt í ár. Litir á borð við bleikan og djúprauðan eru að koma mjög sterkt inn og ég reikna með því að vinsældir þeirra haldi áfram út næsta ár. Gallatískan, gallaefni ofan á gallaefni (e. denim on denim), heldur áfram vinsældum sínum sem mér finnst mjög skemmtilegt.“ Pharrell Willaims, listrænn stjórnandi tískurisans Louis Vuitton, rokkar denim on denim. Edward Berthelot/Getty Images „Öfgakennda gallatískan er líka enn í gangi þar sem gallaflíkurnar hafa verið klipptar til, þeim breytt í svokölluð extreme lúkk og blandað við önnur efni og áferðir og það finnst mér mjög smart. Það líka hægt að sjá tímabils innblástur (periot inspiration) hjá flestum stóru hönnuðunum og virðast þeir sækja mikið í sjöunda og áttunda áratuginn og næntís tískuna. Stórar útvíðar buxur eru líka að eiga gott móment núna.“ Bleiki liturinn heldur áfram vinsældum sínum inn í veturinn samkvæmt Sigrúnu. Christian Vierig/Getty Images Förðun Sunna Björk Erlingsdóttir, förðunarfræðingur stjarna á borð við Björk Guðmundsdóttur: Förðunarfræðingurinn Sunna Björk veit hvað hún syngur þegar það kemur að góðum förðunarráðum.Viðar Logi „Það er svo gaman að sjá hvernig 90’s trendið heldur áfram velli inn í haustið en þá með nýjum og ferskum áherslum. Áberandi varablýanturinn paraður saman með ljósari varalit er nú farinn að sjást með vott af rauðum tóni í miðjunni og augnförðunin jafnvel orðin aðeins dekkri og meira „edgy“.“ Sunna segir rauða litinn á vörunum vera að koma meira inn ásamt hinum ýmsu haustlitum. Þá er augnförðunin líka gjarnan að verða dekkri. Hér er förðun sem Sunna gerði á Björk fyrir tímaritið ICON Spain.Viðar Logi „Á tískupöllunum erum við að sjá enn meiri tilraunamennsku með „statement“ varir og þá er jafnvel varalínan dekkt til muna og sanseraðir glossar settir yfir. Tónarnir eru síðan í sannkölluðum haustlitum og aftur erum við að sjá fjólubláu- djúp plómu- og vínrauðu varirnar með haustinu.“ Haustlitaglossar eru vinsælir um þessar mundir. Förðun sem Sunna gerði á tónlistarkonuna Gugusar fyrir Yeoman.Saga Sig „Á samfélagsmiðlum hefur „Latte makeup“ náð miklum vinsældum, sem er í rauninni bara ný útfærsla af brúnu smokey augnförðuninni. Mismunandi tónar af brúnum eru paraðir saman á augum, vörum og kinnum sem mynda þannig fallega harmoníu yfir andlitið. Húðin er síðan ljómandi, falleg og náttúruleg.“ View this post on Instagram A post shared by inspo & moodboard (@dollieta) Matur Hrefna Rósa Sætran, kokkur og eigandi Grillmarkaðsins, Fiskmarkaðsins, Skúla Craftbar og Uppi bar: Hrefna Rósa Sætran deilir góðum ráðum fyrir haustmatargerðina.Vísir/Vilhelm „Það sem verður heitt í matnum í haust er allskonar karrý og karrý réttir. Kóreskur matur hefur verið að trenda en núna mun tælenskur matur taka við af honum. Það er talað um að seinni bylgjan í tælenskum fine dining sé að lenda erlendis. Hráefni eins og chili hunang, Yuzu koshu (salt, chili og börkur af yuzu ávextinum), romm, drekaávöxtur og alvöru kavíar eru heit núna.“ View this post on Instagram A post shared by Hrefna Ro sa Sætran (@hrefnasaetran) Drykkir Jakob Eggertsson, sigurvegari í Barþjónn ársins 2023 og meðeigandi baranna Jungle og Bingo: Jakob bar sigur úr býtum í barþjónakeppni í byrjun sumars. Instagram @jakobeggerts „Mín spá er að vinsældir tequila munu halda áfram að aukast og mezcal mun loksins fá þá ást sem hún á skilið. Spicy mezcal margarita gæti orðið mjög heit. Einnig munu low ABV drykkir, það er að segja drykkir með lægri áfengisprósentu, koma sterkir inn.“ Uppskrift fyrir Spicy mezcal margarítu: 50ml mezcal 25ml lime safi 25ml triple sec 5ml sykursýróp 1/4-1/2 biti af jalapeno Pínu klípa af salti Drykkurinn er hristur og síðan síaður í rocks glas með klökum og skreyttur með jalapeno sneið eða lime bát. Jakob er hrifinn af meszalinu. Deb Lindsey For The Washington Post via Getty Images Hreyfing Birgitta Líf, markaðsstjóri World Class: Birgitta Líf segir að alls kyns fjölbreytt hreyfing verði vinsæl í vetur.Helgi Ómarsson „Ég held að það verði ekkert lát á Barre vinsældunum en núna erum við að flytja inn Barre þjálfara frá LA til að halda þjálfaranámskeið. Í kjölfarið hefjast Barre námskeið á þó nokkrum staðsetningum í World Class. Svo eru bardagaíþróttir að koma mjög sterkar inn meira hjá almenningi sem vilja ögra sér örlítið með öðruvísi hreyfingu en ekki endilega með keppni í huga og aðgang að öðru tímaúrvali hjá World Class í leiðinni. Við erum bæði með starfrækt World Class MMA og World Class Boxing Academy. Yin yoga, infrared hot yoga og pílates er líka alltaf vinsælt inn í veturinn og verða ýmis slík námskeið í boði hjá okkur.“ Box, Barre, Pílates og Yoga verður vinsæl hreyfing í vetur að sögn Birgittu.Getty Tónlist Snorri Ástráðsson, plötusnúður og umboðsmaður: Plötusnúðurinn og umboðsmaðurinn Snorri Ástráðsson er spenntur fyrir íslenska rappinu í haust.Instagram @snorriastrads „Undanfarið ár hefur danstónlist ráðið ríkjum á skemmtistöðum landsins í bland við nýja íslenska popptónlist. Þegar ég hugsa til haustsins sé ég ekki fram á mikla breytingu á því. Ég tel þó að í bland við bassaþunga danstónlist muni íslenska rappið eiga sér endurkomu í haust. Nýtt efni er væntanlegt frá hinum ýmsu röppurum og ber þar kannski helst að nefna tónlistarmanninn Flona sem er farinn að byggja upp spenning fyrir komandi plötu sinni, Floni 3. Sá tónlistarmaður sem ég tel að muni springa út í haust er ofurpródúsentinn Izleifur. Von er á debut plötu hans núna snemma í haust og það sem heyrðist á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar frá honum er með því ferskasta sem hefur komið í langan tíma.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Á heilanum með Izleifi: Myndlist Ásdís Þula Þorláksdóttir, eigandi Gallerý Þulu: Ásdís Þula rekur Gallerí Þulu í Marshall-húsinu. Hún er nýkomin heim af listahátíðinni Chart Art Fair í Kaupmannahöfn. Aðsend „Í raun er listheimurinn ekki með mjög afgerandi breytingar milli árstíða eins og margt annað. En það er gaman að skoða það sem af er árs út frá því sem spáð var í byrjun þess. Það var svo sannarlega rétt að stór abstrakt-málverk halda velli. Þá erum við að tala um 140x140 cm og upp í 200-300 cm. Litirnir eru djarfir og dansa milli pastelpallettunnar og yfir í djúpbláar og hárauðar pensilstorkur. Það er mikill húmor og léttleiki sem virðist ríkjandi á öllum sviðum, ekki jafn mikil íronía og kaldhæðni, kannski vottur af yfirgnæfandi einlægni í frásögninni.“ Listamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur nýverið sýnt frá risastórum abstrakt málverkum sínum.Instagram @snorriasmundsson „Skúlptúrarnir eru efnisríkir og mér finnst persónulega að það megi leyfa þeim að njóta sín á miðju gólfi eða á óvæntum stöðum og gefa þeim nóg pláss. Sama má segja með útiverk, í stað þess að planta enn einu trénu að þá er magnað hvað flott úti-listaverk getur gert mikið fyrir umhverfi sitt og svo fá þeir sem eiga leið hjá að njóta líka. Frame sjónvörpin eru mikið notuð nú fyrir listaverkastillur eða vídeó verk og gefur það tækifæri til að leika sér dálítið með sín uppáhalds verk úr listasögunni, en hún hefur þó verið töluvert verið uppi á teningnum í ár og verður líklega áfram þar sem fólk skoðar manninn á bak við „snillinginn“ eins og í sýningu The Brooklyn Museum‘It’s Pablo-matic’ stýrðri af Hannah Gadsby.“ @staybycorisamuel Our first reaction after mounting our new tv All I can say is, WOW #homedecor #home #samsungtv #frametv #bestbuy #decor #livingroom #livingroomdecor #renovation #beforeandafter BILLIE EILISH. - Armani White „Þó svo að sú sýning hafi kannski ekki hlotið góða dóma þá finnst mér að þarna sé, líkt og í mörgum öðrum greinum, verið að rýna í söguna í gegnum nýja linsu. En almennt er þó lykillinn að listinni sá sami. Veldu með hjartanu og veldu til framtíðar. List er lífstíðarförunautur.“ Tíska og hönnun Hár og förðun Drykkir Matur Tónlist Menning Tengdar fréttir Heitustu sumartrendin í ár Sumarið er komið, svona á það að vera og sólin leikur stundum um mann, misjafnlega beran. Hér á Íslandi er sumartíðin gengin í garð óháð fjölbreyttu veðurfari en á sumrin þróast hin ýmsu skemmtilegu trend á ólíkum sviðum. Blaðamaður fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend sumarsins verða. 18. maí 2023 07:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Tíska Sigrún Ásta Jörgensen, stílisti: Stílistinn Sigrún Ásta er með puttann á púlsinum þegar það kemur að tískutrendunum.Aðsend „Hausttískan er að mínu mati er mjög fjölbreytt í ár. Litir á borð við bleikan og djúprauðan eru að koma mjög sterkt inn og ég reikna með því að vinsældir þeirra haldi áfram út næsta ár. Gallatískan, gallaefni ofan á gallaefni (e. denim on denim), heldur áfram vinsældum sínum sem mér finnst mjög skemmtilegt.“ Pharrell Willaims, listrænn stjórnandi tískurisans Louis Vuitton, rokkar denim on denim. Edward Berthelot/Getty Images „Öfgakennda gallatískan er líka enn í gangi þar sem gallaflíkurnar hafa verið klipptar til, þeim breytt í svokölluð extreme lúkk og blandað við önnur efni og áferðir og það finnst mér mjög smart. Það líka hægt að sjá tímabils innblástur (periot inspiration) hjá flestum stóru hönnuðunum og virðast þeir sækja mikið í sjöunda og áttunda áratuginn og næntís tískuna. Stórar útvíðar buxur eru líka að eiga gott móment núna.“ Bleiki liturinn heldur áfram vinsældum sínum inn í veturinn samkvæmt Sigrúnu. Christian Vierig/Getty Images Förðun Sunna Björk Erlingsdóttir, förðunarfræðingur stjarna á borð við Björk Guðmundsdóttur: Förðunarfræðingurinn Sunna Björk veit hvað hún syngur þegar það kemur að góðum förðunarráðum.Viðar Logi „Það er svo gaman að sjá hvernig 90’s trendið heldur áfram velli inn í haustið en þá með nýjum og ferskum áherslum. Áberandi varablýanturinn paraður saman með ljósari varalit er nú farinn að sjást með vott af rauðum tóni í miðjunni og augnförðunin jafnvel orðin aðeins dekkri og meira „edgy“.“ Sunna segir rauða litinn á vörunum vera að koma meira inn ásamt hinum ýmsu haustlitum. Þá er augnförðunin líka gjarnan að verða dekkri. Hér er förðun sem Sunna gerði á Björk fyrir tímaritið ICON Spain.Viðar Logi „Á tískupöllunum erum við að sjá enn meiri tilraunamennsku með „statement“ varir og þá er jafnvel varalínan dekkt til muna og sanseraðir glossar settir yfir. Tónarnir eru síðan í sannkölluðum haustlitum og aftur erum við að sjá fjólubláu- djúp plómu- og vínrauðu varirnar með haustinu.“ Haustlitaglossar eru vinsælir um þessar mundir. Förðun sem Sunna gerði á tónlistarkonuna Gugusar fyrir Yeoman.Saga Sig „Á samfélagsmiðlum hefur „Latte makeup“ náð miklum vinsældum, sem er í rauninni bara ný útfærsla af brúnu smokey augnförðuninni. Mismunandi tónar af brúnum eru paraðir saman á augum, vörum og kinnum sem mynda þannig fallega harmoníu yfir andlitið. Húðin er síðan ljómandi, falleg og náttúruleg.“ View this post on Instagram A post shared by inspo & moodboard (@dollieta) Matur Hrefna Rósa Sætran, kokkur og eigandi Grillmarkaðsins, Fiskmarkaðsins, Skúla Craftbar og Uppi bar: Hrefna Rósa Sætran deilir góðum ráðum fyrir haustmatargerðina.Vísir/Vilhelm „Það sem verður heitt í matnum í haust er allskonar karrý og karrý réttir. Kóreskur matur hefur verið að trenda en núna mun tælenskur matur taka við af honum. Það er talað um að seinni bylgjan í tælenskum fine dining sé að lenda erlendis. Hráefni eins og chili hunang, Yuzu koshu (salt, chili og börkur af yuzu ávextinum), romm, drekaávöxtur og alvöru kavíar eru heit núna.“ View this post on Instagram A post shared by Hrefna Ro sa Sætran (@hrefnasaetran) Drykkir Jakob Eggertsson, sigurvegari í Barþjónn ársins 2023 og meðeigandi baranna Jungle og Bingo: Jakob bar sigur úr býtum í barþjónakeppni í byrjun sumars. Instagram @jakobeggerts „Mín spá er að vinsældir tequila munu halda áfram að aukast og mezcal mun loksins fá þá ást sem hún á skilið. Spicy mezcal margarita gæti orðið mjög heit. Einnig munu low ABV drykkir, það er að segja drykkir með lægri áfengisprósentu, koma sterkir inn.“ Uppskrift fyrir Spicy mezcal margarítu: 50ml mezcal 25ml lime safi 25ml triple sec 5ml sykursýróp 1/4-1/2 biti af jalapeno Pínu klípa af salti Drykkurinn er hristur og síðan síaður í rocks glas með klökum og skreyttur með jalapeno sneið eða lime bát. Jakob er hrifinn af meszalinu. Deb Lindsey For The Washington Post via Getty Images Hreyfing Birgitta Líf, markaðsstjóri World Class: Birgitta Líf segir að alls kyns fjölbreytt hreyfing verði vinsæl í vetur.Helgi Ómarsson „Ég held að það verði ekkert lát á Barre vinsældunum en núna erum við að flytja inn Barre þjálfara frá LA til að halda þjálfaranámskeið. Í kjölfarið hefjast Barre námskeið á þó nokkrum staðsetningum í World Class. Svo eru bardagaíþróttir að koma mjög sterkar inn meira hjá almenningi sem vilja ögra sér örlítið með öðruvísi hreyfingu en ekki endilega með keppni í huga og aðgang að öðru tímaúrvali hjá World Class í leiðinni. Við erum bæði með starfrækt World Class MMA og World Class Boxing Academy. Yin yoga, infrared hot yoga og pílates er líka alltaf vinsælt inn í veturinn og verða ýmis slík námskeið í boði hjá okkur.“ Box, Barre, Pílates og Yoga verður vinsæl hreyfing í vetur að sögn Birgittu.Getty Tónlist Snorri Ástráðsson, plötusnúður og umboðsmaður: Plötusnúðurinn og umboðsmaðurinn Snorri Ástráðsson er spenntur fyrir íslenska rappinu í haust.Instagram @snorriastrads „Undanfarið ár hefur danstónlist ráðið ríkjum á skemmtistöðum landsins í bland við nýja íslenska popptónlist. Þegar ég hugsa til haustsins sé ég ekki fram á mikla breytingu á því. Ég tel þó að í bland við bassaþunga danstónlist muni íslenska rappið eiga sér endurkomu í haust. Nýtt efni er væntanlegt frá hinum ýmsu röppurum og ber þar kannski helst að nefna tónlistarmanninn Flona sem er farinn að byggja upp spenning fyrir komandi plötu sinni, Floni 3. Sá tónlistarmaður sem ég tel að muni springa út í haust er ofurpródúsentinn Izleifur. Von er á debut plötu hans núna snemma í haust og það sem heyrðist á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar frá honum er með því ferskasta sem hefur komið í langan tíma.“ Í spilaranum hér að neðan má heyra lagið Á heilanum með Izleifi: Myndlist Ásdís Þula Þorláksdóttir, eigandi Gallerý Þulu: Ásdís Þula rekur Gallerí Þulu í Marshall-húsinu. Hún er nýkomin heim af listahátíðinni Chart Art Fair í Kaupmannahöfn. Aðsend „Í raun er listheimurinn ekki með mjög afgerandi breytingar milli árstíða eins og margt annað. En það er gaman að skoða það sem af er árs út frá því sem spáð var í byrjun þess. Það var svo sannarlega rétt að stór abstrakt-málverk halda velli. Þá erum við að tala um 140x140 cm og upp í 200-300 cm. Litirnir eru djarfir og dansa milli pastelpallettunnar og yfir í djúpbláar og hárauðar pensilstorkur. Það er mikill húmor og léttleiki sem virðist ríkjandi á öllum sviðum, ekki jafn mikil íronía og kaldhæðni, kannski vottur af yfirgnæfandi einlægni í frásögninni.“ Listamaðurinn Snorri Ásmundsson hefur nýverið sýnt frá risastórum abstrakt málverkum sínum.Instagram @snorriasmundsson „Skúlptúrarnir eru efnisríkir og mér finnst persónulega að það megi leyfa þeim að njóta sín á miðju gólfi eða á óvæntum stöðum og gefa þeim nóg pláss. Sama má segja með útiverk, í stað þess að planta enn einu trénu að þá er magnað hvað flott úti-listaverk getur gert mikið fyrir umhverfi sitt og svo fá þeir sem eiga leið hjá að njóta líka. Frame sjónvörpin eru mikið notuð nú fyrir listaverkastillur eða vídeó verk og gefur það tækifæri til að leika sér dálítið með sín uppáhalds verk úr listasögunni, en hún hefur þó verið töluvert verið uppi á teningnum í ár og verður líklega áfram þar sem fólk skoðar manninn á bak við „snillinginn“ eins og í sýningu The Brooklyn Museum‘It’s Pablo-matic’ stýrðri af Hannah Gadsby.“ @staybycorisamuel Our first reaction after mounting our new tv All I can say is, WOW #homedecor #home #samsungtv #frametv #bestbuy #decor #livingroom #livingroomdecor #renovation #beforeandafter BILLIE EILISH. - Armani White „Þó svo að sú sýning hafi kannski ekki hlotið góða dóma þá finnst mér að þarna sé, líkt og í mörgum öðrum greinum, verið að rýna í söguna í gegnum nýja linsu. En almennt er þó lykillinn að listinni sá sami. Veldu með hjartanu og veldu til framtíðar. List er lífstíðarförunautur.“
Tíska og hönnun Hár og förðun Drykkir Matur Tónlist Menning Tengdar fréttir Heitustu sumartrendin í ár Sumarið er komið, svona á það að vera og sólin leikur stundum um mann, misjafnlega beran. Hér á Íslandi er sumartíðin gengin í garð óháð fjölbreyttu veðurfari en á sumrin þróast hin ýmsu skemmtilegu trend á ólíkum sviðum. Blaðamaður fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend sumarsins verða. 18. maí 2023 07:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Sjá meira
Heitustu sumartrendin í ár Sumarið er komið, svona á það að vera og sólin leikur stundum um mann, misjafnlega beran. Hér á Íslandi er sumartíðin gengin í garð óháð fjölbreyttu veðurfari en á sumrin þróast hin ýmsu skemmtilegu trend á ólíkum sviðum. Blaðamaður fékk til sín fjölbreyttan hóp álitsgjafa til að reyna að komast að því hver heitustu trend sumarsins verða. 18. maí 2023 07:01