Rennsli í Skaftá haldist stöðugt Telma Tómasson skrifar 31. ágúst 2023 07:31 Athuganir sem gerðar voru í flugi í gær staðfesta að Skaftárhlaupið sem nú sé í gangi eigi upptök sín í Eystri-Skaftárkatlinum. Veðurstofan/Jón Grétar Sigurðsson Rennsli í Skaftá hefur haldist frekar stöðugt í nótt og er enn óljóst hvort hlaupið hafi náð því hámarki sem beðið hefur verið eftir. Að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni er hugsanlegt að farið sé að draga úr rennslinu og verði fylgst áfram með þróun mála í dag. Engin hætta er lengur á ferðum vegna vatnsflaums við vegi og tók lögreglustjórinn á Suðurlandi ákvörðun í gær um að aflétta öllum vegalokunum vegna yfirstandandi hlaups í Skaftánni. Hins vegar er enn hætta á gasmengun við ána og því er varað við að dvelja nálægt bökkum hennar að óþörfu. Á vef Veðurstofunnar segir að talsverður vatnsagi sé af völdum hlaupsins í Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs en ekki sé útlit fyrir að hlaupvatnið nái upp á þjóðveg 1, líkt og gerst hafi í stórum Skaftárhlaupum. Starfsmenn Veðurstofu hafa verið í sambandi við skálastjórann í Hólaskjóli sem segir enn mikla brennisteinslykt þar í grennd við ána. Vísindamenn Veðurstofunnar fóru í eftirlitsflug yfir svæðið með Landhelgisgæslu Íslands í gær. „Dökkur jökullitur er á hlaupvatninu upp eftir Skaftárdal og alla leið að Skaftárjökli, þar sem hlaupið kemur undan jökulsporðinum á nokkrum stöðum. Ekki voru teljandi merki þess að jökulísinn hefði brotnað upp af völdum hlaupvatns sem þrengir sér til yfirborðs. Þegar flogið var yfir Vestari Skaftárketil sást að þar var allt með kyrrum kjörum. Í katlinum var allstór leysingarpollur auk þess sem gjóskubunkar sjást í katlinum norðanverðum. Eystri ketillinn var hins vegar talsvert mikið siginn og leysingarvatn í honum hafði tæmst niður um sprungur og rásir í jöklinum. Stórar hringsprungur, greinilega alveg nýmyndaðar, voru mjög áberandi við austur- og norðurjaðar ketilsins. Það er því ljóst að hlaupvatnið hefur komið úr lóninu undir Eystri Skaftárkatli. Í gær má áætla að um 100 gígalítrar (= 0.1 km3) hlaupvatns hafi þegar runnið fram við Sveinstind. Það er einungis helmingur af rúmmáli dæmigerðra hlaupa úr eystri katlinum. Rennslið nú í morgun var um 640 m3/s og verður áfram fylgst með framvindunni,“ segir í tilkynningunni á vef Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Almannavarnir Tengdar fréttir Hugsanlegt að Skaftárhlaup hafi náð hámarki Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands funda í dag og kanna hvort flóðatoppnum í Skaftárhlaupi sem hófst í gær sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. 30. ágúst 2023 11:16 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni er hugsanlegt að farið sé að draga úr rennslinu og verði fylgst áfram með þróun mála í dag. Engin hætta er lengur á ferðum vegna vatnsflaums við vegi og tók lögreglustjórinn á Suðurlandi ákvörðun í gær um að aflétta öllum vegalokunum vegna yfirstandandi hlaups í Skaftánni. Hins vegar er enn hætta á gasmengun við ána og því er varað við að dvelja nálægt bökkum hennar að óþörfu. Á vef Veðurstofunnar segir að talsverður vatnsagi sé af völdum hlaupsins í Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs en ekki sé útlit fyrir að hlaupvatnið nái upp á þjóðveg 1, líkt og gerst hafi í stórum Skaftárhlaupum. Starfsmenn Veðurstofu hafa verið í sambandi við skálastjórann í Hólaskjóli sem segir enn mikla brennisteinslykt þar í grennd við ána. Vísindamenn Veðurstofunnar fóru í eftirlitsflug yfir svæðið með Landhelgisgæslu Íslands í gær. „Dökkur jökullitur er á hlaupvatninu upp eftir Skaftárdal og alla leið að Skaftárjökli, þar sem hlaupið kemur undan jökulsporðinum á nokkrum stöðum. Ekki voru teljandi merki þess að jökulísinn hefði brotnað upp af völdum hlaupvatns sem þrengir sér til yfirborðs. Þegar flogið var yfir Vestari Skaftárketil sást að þar var allt með kyrrum kjörum. Í katlinum var allstór leysingarpollur auk þess sem gjóskubunkar sjást í katlinum norðanverðum. Eystri ketillinn var hins vegar talsvert mikið siginn og leysingarvatn í honum hafði tæmst niður um sprungur og rásir í jöklinum. Stórar hringsprungur, greinilega alveg nýmyndaðar, voru mjög áberandi við austur- og norðurjaðar ketilsins. Það er því ljóst að hlaupvatnið hefur komið úr lóninu undir Eystri Skaftárkatli. Í gær má áætla að um 100 gígalítrar (= 0.1 km3) hlaupvatns hafi þegar runnið fram við Sveinstind. Það er einungis helmingur af rúmmáli dæmigerðra hlaupa úr eystri katlinum. Rennslið nú í morgun var um 640 m3/s og verður áfram fylgst með framvindunni,“ segir í tilkynningunni á vef Veðurstofunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Almannavarnir Tengdar fréttir Hugsanlegt að Skaftárhlaup hafi náð hámarki Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands funda í dag og kanna hvort flóðatoppnum í Skaftárhlaupi sem hófst í gær sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. 30. ágúst 2023 11:16 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Hugsanlegt að Skaftárhlaup hafi náð hámarki Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands funda í dag og kanna hvort flóðatoppnum í Skaftárhlaupi sem hófst í gær sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. 30. ágúst 2023 11:16