Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 3-2 | Stjörnukonur sýndu fagmennsku í sigri Árni Jóhannsson skrifar 31. ágúst 2023 19:54 Stjarnan KR Besta deild kvenna sumar 2022 fótbolti KSÍ Annað af heitustu liðum deildarinnar, Stjarnan, hélt góðu gengi sínu áfram í fyrstu umferð umspils hluta Bestu deildar kvenna í kvöld þegar liðið lagði FH 3-1 á heimavelli. Stjarnan var hárbeitt fram á við ásamt því að sýna afar þéttan og góðan varnarleik til að sigla sigrinum heim og halda pressunni annað sæti deildarinnar. Leikurinn bar þess keim að Stjörnunni líður ágætlega að verja markið sitt en FH var mikið mun meira með boltann en komust ekki inn í teig heimakvenna í allt kvöld nánast. Þau færi sem FH skapaði sér voru skot fyrir utan teiginn sem Erin Mcleod í markinu átti næst auðvelt með að verja eða þá að skotin fóru framhjá. Stjörnukonur freistuðu þess svo að sækja hratt á FH þegar færi gafst en sendingar Stjörnunnar hittu ekki alltaf á samherja og því varð úr leikur sem hafði ekki mörg færi þó hann hafi verið ágætlega leikinn ásamt því að mikil barátta var á köflum. Á 20. mínútu dró svo til tíðinda þegar heimakonur tóku forystuna. FH var með boltann í varnarlínu sinni og ætluðu að reyna að koma boltanum upp á miðjumenn sína. Það heppnaðist ekki betur en svo að boltinn fór beint til Andreu Mistar Pálsdóttur sem þakkaði pent fyrir sig og negldi boltanum að marki nógu fast þannig að þó markvörður FH hafði hönd á boltanum þá small hann í slánni og fór inn. Forskotið kannski ekki verðskuldað miðað við sóknartilburði en markið staðreynd og Stjarnan féll aftur niður á sinn vítateig. Fyrri hálfleikur rann svo út á þessum nótum. Það er að segja að FH var með boltann og reyndi eins og þær gátu að brjóta sér leið að marki Stjörnunnar sem meinuðu þeim aðgöngu. Staðan því 1-0 í hálfleik og maður hafði það á tilfinningunni að FH gæti verið hér í allt kvöld án þess að skora. Svo þéttur var múrinn hjá Stjörnunni. Seinni hálfleikur hófst á sömu nótum nema nú vildu FH-ingar fara framar til að setja meiri kraft í sóknina. Stjörnukonur biður færis og tóku það síðan þegar það gafst á 55. mínútu leiksins. FH tapaði boltanum á sóknarhelmingi sínum og Stjörnukonur þustu upp völlinn. Andrea Mist fékk boltann og fundu heimakonur sig fjórar á móti tveimur og Andrea beið eftir að Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kæmi askvaðandi inn fyrir línu FH. Gunnhildur var komin ein á móti markverðir utarlega í teignum og hafði möguleika á að renna boltanum út á tvo samherja en lúðraði boltanum í staðinn í fjærhornið. Sjö mínútum síðar gerðu Stjörnukonur nánast út um leikinn og var uppskriftin að þriðja markinu sú sama og að öðru markinu. Stjarnan sótti hratt upp völlinn hægra megin og fyrirgjöf frá hægri rataði á Betsy Doon Hassett sem renndi boltanum lengra á Andreu Mist sem krullaði boltann framhjá Aldísi í mark FH. Stórglæsilegt mark sem gerði Stjörnukonum kleyft að slaka örlítið á. FH reyndi eins og þær gátu til að minnka muninn og á 82. mínútu tókst þeim það þegar Arna Dís Arnþórsdóttir varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. Fín fyrirgjöf frá Thelmu Kareni og það varð misskilningur milli Örnu og Erin í marki Stjörnunnar. Boltinn small í lærið á Örnu og lak í netið. Þetta vakti líklega von hjá FH en Stjörnukonur náðu þó að halda þeim vel í skefjum fram í uppbótartímann. Þá skoruðu FH algjört sárabótarmark. Komið var á fimmtu mínútu uppbótartíma og FH náði fyrirgjöf frá hægri yfir á fjærstöng. Þar stóð Margrét Brynjar Kristinsdóttir og skallaði boltann undir markvörðinn. Skömmu eftir miðjuna var flautað til leiksloka og Stjarnan fagnaði vel og innilega sigri sínum. Afhverju vann Stjarnan? Það er kannski ekki flókin greining en þær tóku færin sín og vörðust það vel að FH ógnaði lítið. FH komst þó á blað en höfðu ekki nægan tíma til að jafna metin. Hvað gekk illa? FH var mikið meira með boltann en gekk illa að brjóta niður varnarmúr heimakvenna sem var algjörlega pottþéttur. Þau færi sem litu dagsins ljós voru langskot sem auðvelt var að eiga við. Best á vellinum? Varnarlína Stjörnunnar leit mjög vel út í dag en Andrea Mist grípur fyrirsagnirnar. Hún átt fantagóðan leik frammi, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt, ásamt því að detta aftar á völlinn síðar í leiknum og taka þátt í að verjast og dreifa spilinu. Hvað næst? FH mun etja kappi við Þrótt á heimavelli í næstu umferð og eiga möguleika á að komast aftur á sigurbraut. Stjarnan er hinsvegar á leið í Evrópuverkefni sem verður vonandi, fyrir þeirra hönd, að Evrópuævintýri. Guðni: Vantaði fjórar mínútur í lokin til að jafna Blaðamaður vildi ekki reyna að kafa of djúpt ofan í sálartetur Guðna Eiríkssonar, þjálfara FH, en gaf sér það þó að leikurinn í kvöld hafi verið mjög pirrandi fyrir hann og hans lið. „Já svo sannarlega. Ég talaði um allskonar hluti fyrir leik sem við ætluðum að gera og ég var ánægður með liðið og uppleggið. Við vorum aggressífar og leikurinn fór að mestum hluta fram í fyrri hálfleik á helmingi andstæðingsins en þær refsuðu harkalega. Það var sárt. Áfram héldum við og þær refsuðu okkur aftur í seinni hálfleik. Þær voru mjög „clinical“ svo ég sletti aðeins í að klára færin. Það vantaði svo í lokin fjórar mínútur í lokin því ef það hefði verið þá hefðum við jafnað metin.“ Var eitthvað sem Guðni gat sett út á sitt lið eftir kvöldið? „Nei, akkúrat ekki neitt út á þær að setja. Vinnuframlagið, ákefðin, baráttuviljinn, dugnaðurinn og öll þessi gildi sem maður vill sjá hjá fótboltaliðinu sínu voru til staðar. Það er það sem maður vill sjá á vellinum.“ Hvað þarf Guðni að segja við sitt lið eftir leikinn? „Áfram gakk. Ef þær spila svona áfram þá vinnum við hann.“ Næsti leikur er gegn Þrótti og verður mikil barátta. „Það verður gaman að mæti Þrótti og við höldum áfram á okkar vegferð og höldum áfram að prófa nýja hluti. Við lítum á þennan hluta mótsins þannig að við getum prófað allskonar hluti. Við erum á góðum stað í deildinni og getum leyft okkur að prófa nýja hluti, eitthvað sem við gátum ekki fyrr í sumar.“ Kristján: Við ætlum ekki samt að kvarta undan einu né neinu leikjaálagi „Þakka þér fyrir að orða þetta svona vel fyrir mig“, sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar þegar blaðamaður spurði hann hvort þetta hafi ekki verið fagmannleg frammistaða hjá hans liði í sigrinum á FH fyrr í kvöld. „Við skulum bara segja það að við spiluðum ágætan leik. Andstæðingurinn spilað mjög vel á móti okkur og það fór aðeins í skapið á mér að við skildum ekki vera betri á boltanum. Við vorum þó nógu góðar á boltanum til að skora þessi þrjú mörk og erum ánægðar með sóknirnar okkar sem við nýttum vel.“ Það hlýtur þó að vera jákvætt að hleypa FH ekki inn í vítateig sinn þrátt fyrir hversu góðir gestirnir voru út á vellinum. „Eins og ég sagði fyrir leik þá er mjög flókið að spila við FH, þær ógna á mörgum leikmönnum og mörgum stöðum og pressa mikið og það er því mikilvægt að gefa þeim ekki of mikið svæði. Við þurfum líka að vera ansi fljót að hreyfa boltann þegar við vinnum hann. Þetta var svipað og í síðasta leik gegn þeim og það er mjög góður varnarleikur hjá liðinu.“ Eins og áður hefur komið fram þá eru Stjörnukonur að fara að spila í Evrópukeppni í næstu viku. Hvernig er hægt að nýta leikinn í kvöld í þeim leik. „Mig grunar að þessi leikur hafi verið verulega góð æfing fyrir leikinn gegn Levante á miðvikudaginn. Við vorum að ræða það að við þurfum að passa okkur betur að fá ekki á okkur mörk í lokin. Þetta var virkilega flott að mæta svona sterku liði eins og FH.“ Kristján var ekki á því að Evrópukeppnin myndi trufla lið hans í deildinni. „Mig grunar að það verði öfugt. Þetta mun gefa okkur orku því okkur hlakkar svo svakalega til að fara og etja kappi við gott lið og það hjálpar bara. Frammistaðan hjá okkur undanfarið hefur verið verulega góð og það eru nokkrir leikmenn sem hafa spilað hrikalega vel undanfarna leiki og það hjálpar okkur. Þær mun gera það úti líka. Við þurfum svo bara að höndla að spila tvo leiki úti á þremur dögum, koma heim og spila strax við Val og Breiðablik.“ „Það verður áskorunin. Við ætlum ekki samt að kvarta undan einu né neinu leikjaálagi. Við ætlum að taka það á kassann og þetta er það sem við höfum verið að biðja um, að spila fleiri leiki. Nú bara erum við að spila vel og höldum því áfram og við gerum það út í Hollandi líka.“ Besta deild kvenna Stjarnan FH
Annað af heitustu liðum deildarinnar, Stjarnan, hélt góðu gengi sínu áfram í fyrstu umferð umspils hluta Bestu deildar kvenna í kvöld þegar liðið lagði FH 3-1 á heimavelli. Stjarnan var hárbeitt fram á við ásamt því að sýna afar þéttan og góðan varnarleik til að sigla sigrinum heim og halda pressunni annað sæti deildarinnar. Leikurinn bar þess keim að Stjörnunni líður ágætlega að verja markið sitt en FH var mikið mun meira með boltann en komust ekki inn í teig heimakvenna í allt kvöld nánast. Þau færi sem FH skapaði sér voru skot fyrir utan teiginn sem Erin Mcleod í markinu átti næst auðvelt með að verja eða þá að skotin fóru framhjá. Stjörnukonur freistuðu þess svo að sækja hratt á FH þegar færi gafst en sendingar Stjörnunnar hittu ekki alltaf á samherja og því varð úr leikur sem hafði ekki mörg færi þó hann hafi verið ágætlega leikinn ásamt því að mikil barátta var á köflum. Á 20. mínútu dró svo til tíðinda þegar heimakonur tóku forystuna. FH var með boltann í varnarlínu sinni og ætluðu að reyna að koma boltanum upp á miðjumenn sína. Það heppnaðist ekki betur en svo að boltinn fór beint til Andreu Mistar Pálsdóttur sem þakkaði pent fyrir sig og negldi boltanum að marki nógu fast þannig að þó markvörður FH hafði hönd á boltanum þá small hann í slánni og fór inn. Forskotið kannski ekki verðskuldað miðað við sóknartilburði en markið staðreynd og Stjarnan féll aftur niður á sinn vítateig. Fyrri hálfleikur rann svo út á þessum nótum. Það er að segja að FH var með boltann og reyndi eins og þær gátu að brjóta sér leið að marki Stjörnunnar sem meinuðu þeim aðgöngu. Staðan því 1-0 í hálfleik og maður hafði það á tilfinningunni að FH gæti verið hér í allt kvöld án þess að skora. Svo þéttur var múrinn hjá Stjörnunni. Seinni hálfleikur hófst á sömu nótum nema nú vildu FH-ingar fara framar til að setja meiri kraft í sóknina. Stjörnukonur biður færis og tóku það síðan þegar það gafst á 55. mínútu leiksins. FH tapaði boltanum á sóknarhelmingi sínum og Stjörnukonur þustu upp völlinn. Andrea Mist fékk boltann og fundu heimakonur sig fjórar á móti tveimur og Andrea beið eftir að Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kæmi askvaðandi inn fyrir línu FH. Gunnhildur var komin ein á móti markverðir utarlega í teignum og hafði möguleika á að renna boltanum út á tvo samherja en lúðraði boltanum í staðinn í fjærhornið. Sjö mínútum síðar gerðu Stjörnukonur nánast út um leikinn og var uppskriftin að þriðja markinu sú sama og að öðru markinu. Stjarnan sótti hratt upp völlinn hægra megin og fyrirgjöf frá hægri rataði á Betsy Doon Hassett sem renndi boltanum lengra á Andreu Mist sem krullaði boltann framhjá Aldísi í mark FH. Stórglæsilegt mark sem gerði Stjörnukonum kleyft að slaka örlítið á. FH reyndi eins og þær gátu til að minnka muninn og á 82. mínútu tókst þeim það þegar Arna Dís Arnþórsdóttir varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. Fín fyrirgjöf frá Thelmu Kareni og það varð misskilningur milli Örnu og Erin í marki Stjörnunnar. Boltinn small í lærið á Örnu og lak í netið. Þetta vakti líklega von hjá FH en Stjörnukonur náðu þó að halda þeim vel í skefjum fram í uppbótartímann. Þá skoruðu FH algjört sárabótarmark. Komið var á fimmtu mínútu uppbótartíma og FH náði fyrirgjöf frá hægri yfir á fjærstöng. Þar stóð Margrét Brynjar Kristinsdóttir og skallaði boltann undir markvörðinn. Skömmu eftir miðjuna var flautað til leiksloka og Stjarnan fagnaði vel og innilega sigri sínum. Afhverju vann Stjarnan? Það er kannski ekki flókin greining en þær tóku færin sín og vörðust það vel að FH ógnaði lítið. FH komst þó á blað en höfðu ekki nægan tíma til að jafna metin. Hvað gekk illa? FH var mikið meira með boltann en gekk illa að brjóta niður varnarmúr heimakvenna sem var algjörlega pottþéttur. Þau færi sem litu dagsins ljós voru langskot sem auðvelt var að eiga við. Best á vellinum? Varnarlína Stjörnunnar leit mjög vel út í dag en Andrea Mist grípur fyrirsagnirnar. Hún átt fantagóðan leik frammi, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt, ásamt því að detta aftar á völlinn síðar í leiknum og taka þátt í að verjast og dreifa spilinu. Hvað næst? FH mun etja kappi við Þrótt á heimavelli í næstu umferð og eiga möguleika á að komast aftur á sigurbraut. Stjarnan er hinsvegar á leið í Evrópuverkefni sem verður vonandi, fyrir þeirra hönd, að Evrópuævintýri. Guðni: Vantaði fjórar mínútur í lokin til að jafna Blaðamaður vildi ekki reyna að kafa of djúpt ofan í sálartetur Guðna Eiríkssonar, þjálfara FH, en gaf sér það þó að leikurinn í kvöld hafi verið mjög pirrandi fyrir hann og hans lið. „Já svo sannarlega. Ég talaði um allskonar hluti fyrir leik sem við ætluðum að gera og ég var ánægður með liðið og uppleggið. Við vorum aggressífar og leikurinn fór að mestum hluta fram í fyrri hálfleik á helmingi andstæðingsins en þær refsuðu harkalega. Það var sárt. Áfram héldum við og þær refsuðu okkur aftur í seinni hálfleik. Þær voru mjög „clinical“ svo ég sletti aðeins í að klára færin. Það vantaði svo í lokin fjórar mínútur í lokin því ef það hefði verið þá hefðum við jafnað metin.“ Var eitthvað sem Guðni gat sett út á sitt lið eftir kvöldið? „Nei, akkúrat ekki neitt út á þær að setja. Vinnuframlagið, ákefðin, baráttuviljinn, dugnaðurinn og öll þessi gildi sem maður vill sjá hjá fótboltaliðinu sínu voru til staðar. Það er það sem maður vill sjá á vellinum.“ Hvað þarf Guðni að segja við sitt lið eftir leikinn? „Áfram gakk. Ef þær spila svona áfram þá vinnum við hann.“ Næsti leikur er gegn Þrótti og verður mikil barátta. „Það verður gaman að mæti Þrótti og við höldum áfram á okkar vegferð og höldum áfram að prófa nýja hluti. Við lítum á þennan hluta mótsins þannig að við getum prófað allskonar hluti. Við erum á góðum stað í deildinni og getum leyft okkur að prófa nýja hluti, eitthvað sem við gátum ekki fyrr í sumar.“ Kristján: Við ætlum ekki samt að kvarta undan einu né neinu leikjaálagi „Þakka þér fyrir að orða þetta svona vel fyrir mig“, sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar þegar blaðamaður spurði hann hvort þetta hafi ekki verið fagmannleg frammistaða hjá hans liði í sigrinum á FH fyrr í kvöld. „Við skulum bara segja það að við spiluðum ágætan leik. Andstæðingurinn spilað mjög vel á móti okkur og það fór aðeins í skapið á mér að við skildum ekki vera betri á boltanum. Við vorum þó nógu góðar á boltanum til að skora þessi þrjú mörk og erum ánægðar með sóknirnar okkar sem við nýttum vel.“ Það hlýtur þó að vera jákvætt að hleypa FH ekki inn í vítateig sinn þrátt fyrir hversu góðir gestirnir voru út á vellinum. „Eins og ég sagði fyrir leik þá er mjög flókið að spila við FH, þær ógna á mörgum leikmönnum og mörgum stöðum og pressa mikið og það er því mikilvægt að gefa þeim ekki of mikið svæði. Við þurfum líka að vera ansi fljót að hreyfa boltann þegar við vinnum hann. Þetta var svipað og í síðasta leik gegn þeim og það er mjög góður varnarleikur hjá liðinu.“ Eins og áður hefur komið fram þá eru Stjörnukonur að fara að spila í Evrópukeppni í næstu viku. Hvernig er hægt að nýta leikinn í kvöld í þeim leik. „Mig grunar að þessi leikur hafi verið verulega góð æfing fyrir leikinn gegn Levante á miðvikudaginn. Við vorum að ræða það að við þurfum að passa okkur betur að fá ekki á okkur mörk í lokin. Þetta var virkilega flott að mæta svona sterku liði eins og FH.“ Kristján var ekki á því að Evrópukeppnin myndi trufla lið hans í deildinni. „Mig grunar að það verði öfugt. Þetta mun gefa okkur orku því okkur hlakkar svo svakalega til að fara og etja kappi við gott lið og það hjálpar bara. Frammistaðan hjá okkur undanfarið hefur verið verulega góð og það eru nokkrir leikmenn sem hafa spilað hrikalega vel undanfarna leiki og það hjálpar okkur. Þær mun gera það úti líka. Við þurfum svo bara að höndla að spila tvo leiki úti á þremur dögum, koma heim og spila strax við Val og Breiðablik.“ „Það verður áskorunin. Við ætlum ekki samt að kvarta undan einu né neinu leikjaálagi. Við ætlum að taka það á kassann og þetta er það sem við höfum verið að biðja um, að spila fleiri leiki. Nú bara erum við að spila vel og höldum því áfram og við gerum það út í Hollandi líka.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti