FH FH leysir loks úr markmannsmálunum FH hefur fengið bandarískan markmann til að spila með liðinu það sem eftir lifir tímabils. Macy Elizabeth Enneking mun berjast um markmannsstöðuna við Söndru Sigurðardóttur, sem tók hanskana af hillunni til að hjálpa FH þegar aðalmarkmaðurinn Aldís Guðlaugsdóttir meiddist. Fótbolti 25.7.2025 14:15 Andrea Rán semur við FH FH-ingar hafa fengið mikinn liðstyrk fyrir seinni hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta því miðjumaðurinn öflugi Andrea Rán Hauksdóttir er kominn heim og mun spila með Hafnarfjarðarliðinu út tímabili. Íslenski boltinn 24.7.2025 21:55 Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Íslenska handboltagoðsögnin Aron Pálmarsson setti handboltaskóna upp á hillu í vor en hann á eftir að spila einn leik á ferlinum. Handbolti 16.7.2025 10:56 „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Eftir langan og farsælan feril eru handboltaskór Ásbjörns Friðrikssonar komnir upp í hillu. Hann ætlar að kúpla sig alfarið út til að byrja með fjölskyldunnar vegna og skilur sáttur við. Handbolti 15.7.2025 11:32 Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær FH vann 5-0 stórsigur á KA í fyrsta leik fimmtándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gær og nú má sjö mörkin úr leiknum hér á Vísi. Íslenski boltinn 14.7.2025 08:45 Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Heimir Guðjónsson þjálfari FH í Bestu deild karla gat leyft sér að vera ánægður með margt í leik hans manna í dag þegar þeir rúlluðu upp KA 5-0. Hann gat líka leyft sér að brýna það að ekkert er í hendi þó að liðið hafi slitið sig örlítið frá botnpakkanum í dag. Fótbolti 13.7.2025 20:11 Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. Fótbolti 13.7.2025 18:26 Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman FH valtaði yfir KA er liðin mættust í fallbaráttuslag í fimmtándu umferð Bestu deildar karla. KA sá aldrei til sólar í leiknum og ekki hjálpaði klaufaskapur markvarðar liðsins í fyrstu mörkum heimamanna. Leikurinn endaði 5-0 fyrir heimamenn úr Hafnarfirði sem slíta sig örlítið frá fallsvæðinu með sigrinum. Komnir með 18 stig og þremur stigum frá KA og ÍA sem sitja á botninum. Íslenski boltinn 13.7.2025 15:17 „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál í Kaplakrika. Menn eru alvöru gíraðir í þetta,“ segir Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, um leik hans manna við FH í Bestu deild karla síðdegis í dag. Íslenski boltinn 13.7.2025 11:47 Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Fyrrum þjálfarinn Ólafur Jóhannesson var sérfræðingur Sýnar Sport í kringum leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Hann réði sér vart fyrir kæti yfir viðtali fyrrum samstarfsfélaga hans, Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, eftir leik. Íslenski boltinn 8.7.2025 11:38 Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Stjörnumarkvörðurinn Árni Snær Ólafsson var í sviðsljósinu í leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi en nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 8.7.2025 09:01 Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ FH tók á móti Stjörnunni í dag en leikurinn endaði í 1-1 jafntefli. Heimir Guðjónsson var ánægður með leik sinna manna, en alls ekki ánægður með frammistöðu dómarans eins og má sjá neðar í fréttinni. Sport 7.7.2025 21:43 Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla FH tók á móti Stjörnunni í kvöld í 14. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en það hefðu getað verið skoruð svo miklu fleiri mörk. Íslenski boltinn 7.7.2025 18:30 Aron ráðinn til FH Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina. Handbolti 7.7.2025 10:43 Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Fjölmörg flott mörk voru skoruð í leikjunum fjórum sem fóru fram í Bestu deild karla í gærkvöldi. Þau má öll sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 30.6.2025 07:59 Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga KR tók á móti FH á AVIS vellinum í 13. umferð Bestu deildar karla í kvöld. KR-ingar sem höfðu unnið einn sigur í síðustu fimm leikjum sóttu langþráðan sigur eftir rasskellingu síðustu umferðar þegar liðið tapaði 6-1 fyrir Valsmönnum. Íslenski boltinn 29.6.2025 18:31 FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn FH-ingar hafa ekki riðið feitum hesti frá útleikjum sínum þetta tímabilið í Bestu deild karla en ef frá er talinn útisigur á botnliði ÍA þá hafa öll stig liðsins í sumar komið í hús í Kaplakrika. Fótbolti 28.6.2025 19:17 Sjáðu mörkin úr Bestu þar sem Gylfi Þór fór mikinn og glæsimark var skorað Sjö mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar að 12.umferð fór af stað. Gylfi Þór Sigurðsson kom að báðum mörkum Víkings Reykjavíkur fyrir norðan, glæsimark leit dagsins ljós á Kaplakrikavelli og vandræði Skagamanna halda áfram. Íslenski boltinn 23.6.2025 08:32 Sigurður Bjartur: Ég fór beint í klippuna Sigurður Bjartur Hallsson skoraði eitt fallegasta mark tímabilsins í dag þegar FH vann 2-0 sigur á Vestra í fyrsta leik tólftu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 22.6.2025 17:00 Félagarnir í sjokki: Sjáðu stórkostlegt mark Sigurðar Bjarts Sigurður Bjartur Hallsson skoraði sannkallað glæsimark fyrir FH þegar hann kom liðinu í 1-0 gegn Vestra í Bestu deildinni í fótbolta í dag. Íslenski boltinn 22.6.2025 15:02 Uppgjörið: FH - Vestri 2-0 | Upp um fjögur eftir magnað mark og skalla FH-ingar komu sér úr fallsæti og upp í 7. sæti Bestu deildar karla í fótbolta í dag, að minnsta kosti tímabundið, með 2-0 sigri gegn Vestra í Kaplakrika. Íslenski boltinn 22.6.2025 13:15 Uppgjörið: FH - Valur 1-2 | Valur nældi sér í ofboðslega langþráðan sigur Valur fór með sigur af hólmi þegar liðið sótti FH heim á Kaplakrikavöll í 10. umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í dag. Gengi Valsliðsins hefur verið slæmt upp á síðkastið og sigurinn því vel þeginn. Íslenski boltinn 21.6.2025 13:16 Þórdís Elva og Guðni valin best í fyrri umferðinni Bestu mörkin gerðu upp fyrstu níu umferðir Bestu deildar kvenna í fótbolta í síðasta þætti sínum og völdu þau sem hafa staðið sig best. Íslenski boltinn 18.6.2025 10:32 Flýta tveimur leikjum KA-manna í næsta mánuði Breyta þurfti tveimur leikjum KA í Bestu deild karla í fótbolta vegna þátttöku Akureyrarliðsins í Evrópukeppninni. Íslenski boltinn 17.6.2025 15:18 Uppgjörið: FH 5 - 1 Tindastóll | FH gekk frá Tindastól í seinni hálfleik FH-ingar tóku á móti Tindastól í 9. umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrika í kvöld og sýndu sannkallaða markaveislu í síðari hálfleik. Lokatölur urðu 5-1 fyrir heimakonur sem lyftu sér með sigrinum í toppbaráttu í deildinni. Íslenski boltinn 16.6.2025 17:17 Markaveisla Mosfellinga, Blikar á toppi, sigurmark Vestra og öll mörkin í Bestu Nú er hægt að sjá öll mörkin úr fimm fyrstu leikjum elleftu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Fjórir leikir fóru fram í gær og einn á laugardagskvöldið. Íslenski boltinn 16.6.2025 08:31 Heimir: „Erum of mikið að horfa á leikinn í staðinn fyrir að spila leikinn“ FH laut í gras fyrir Fram í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld og sitja að henni lokinni í fallsæti. Þjálfari liðsins, Heimir Guðjónsson, var ómyrkur í máli um það hvað hans menn þurfa að fara að gera svo ekki illa fari. Fótbolti 15.6.2025 21:38 Uppgjörið: Fram - FH 2-0 | Fram nýtti færin gegn FH í kvöld Fram náði í góðan heimasigur gegn FH í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Það mætti tala um að frammistaðan hafi verið þroskuð en vörnin var þétt og færanýtingin góð. Leikar enduðu 2-0, Fram færist nær efri helmingnum en FH dettur niður í fallsæti. Fótbolti 15.6.2025 18:33 „Mjög ryðguð en furðu fljótt fór rykið af mér“ Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir tók hanskana fram á nýjan leik eftir að Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, sleit krossband á dögunum. Hún kann vel við sig í Kaplakrikanum og hefur staðið sig vel á tímabilinu. Íslenski boltinn 15.6.2025 11:32 Ekki spilað á Þjóðhátíð og meistararnir á heimavelli Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna í kvöld, um leið og öllum leikjum í 8-liða úrslitum var lokið. Mögulegt er að Valur og Breiðablik leiki aftur til úrslita, rétt eins og í fyrra þegar Valur vann 2-1 sigur á Laugardalsvelli. Íslenski boltinn 12.6.2025 22:39 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 50 ›
FH leysir loks úr markmannsmálunum FH hefur fengið bandarískan markmann til að spila með liðinu það sem eftir lifir tímabils. Macy Elizabeth Enneking mun berjast um markmannsstöðuna við Söndru Sigurðardóttur, sem tók hanskana af hillunni til að hjálpa FH þegar aðalmarkmaðurinn Aldís Guðlaugsdóttir meiddist. Fótbolti 25.7.2025 14:15
Andrea Rán semur við FH FH-ingar hafa fengið mikinn liðstyrk fyrir seinni hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta því miðjumaðurinn öflugi Andrea Rán Hauksdóttir er kominn heim og mun spila með Hafnarfjarðarliðinu út tímabili. Íslenski boltinn 24.7.2025 21:55
Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Íslenska handboltagoðsögnin Aron Pálmarsson setti handboltaskóna upp á hillu í vor en hann á eftir að spila einn leik á ferlinum. Handbolti 16.7.2025 10:56
„Margt dýrmætt á þessum ferli“ Eftir langan og farsælan feril eru handboltaskór Ásbjörns Friðrikssonar komnir upp í hillu. Hann ætlar að kúpla sig alfarið út til að byrja með fjölskyldunnar vegna og skilur sáttur við. Handbolti 15.7.2025 11:32
Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær FH vann 5-0 stórsigur á KA í fyrsta leik fimmtándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gær og nú má sjö mörkin úr leiknum hér á Vísi. Íslenski boltinn 14.7.2025 08:45
Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Heimir Guðjónsson þjálfari FH í Bestu deild karla gat leyft sér að vera ánægður með margt í leik hans manna í dag þegar þeir rúlluðu upp KA 5-0. Hann gat líka leyft sér að brýna það að ekkert er í hendi þó að liðið hafi slitið sig örlítið frá botnpakkanum í dag. Fótbolti 13.7.2025 20:11
Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. Fótbolti 13.7.2025 18:26
Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman FH valtaði yfir KA er liðin mættust í fallbaráttuslag í fimmtándu umferð Bestu deildar karla. KA sá aldrei til sólar í leiknum og ekki hjálpaði klaufaskapur markvarðar liðsins í fyrstu mörkum heimamanna. Leikurinn endaði 5-0 fyrir heimamenn úr Hafnarfirði sem slíta sig örlítið frá fallsvæðinu með sigrinum. Komnir með 18 stig og þremur stigum frá KA og ÍA sem sitja á botninum. Íslenski boltinn 13.7.2025 15:17
„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál í Kaplakrika. Menn eru alvöru gíraðir í þetta,“ segir Ívar Örn Árnason, fyrirliði KA, um leik hans manna við FH í Bestu deild karla síðdegis í dag. Íslenski boltinn 13.7.2025 11:47
Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Fyrrum þjálfarinn Ólafur Jóhannesson var sérfræðingur Sýnar Sport í kringum leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Hann réði sér vart fyrir kæti yfir viðtali fyrrum samstarfsfélaga hans, Heimis Guðjónssonar, þjálfara FH, eftir leik. Íslenski boltinn 8.7.2025 11:38
Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Stjörnumarkvörðurinn Árni Snær Ólafsson var í sviðsljósinu í leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi en nú má sjá mörkin úr leiknum hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 8.7.2025 09:01
Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ FH tók á móti Stjörnunni í dag en leikurinn endaði í 1-1 jafntefli. Heimir Guðjónsson var ánægður með leik sinna manna, en alls ekki ánægður með frammistöðu dómarans eins og má sjá neðar í fréttinni. Sport 7.7.2025 21:43
Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla FH tók á móti Stjörnunni í kvöld í 14. umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði í 1-1 jafntefli en það hefðu getað verið skoruð svo miklu fleiri mörk. Íslenski boltinn 7.7.2025 18:30
Aron ráðinn til FH Aron Pálmarsson hefur verið ráðinn til starfa hjá handknattleiksdeild uppeldisfélags hans, FH. Aron verður sérlegur faglegur ráðgjafi við deildina. Handbolti 7.7.2025 10:43
Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Fjölmörg flott mörk voru skoruð í leikjunum fjórum sem fóru fram í Bestu deild karla í gærkvöldi. Þau má öll sjá í spilurunum hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 30.6.2025 07:59
Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga KR tók á móti FH á AVIS vellinum í 13. umferð Bestu deildar karla í kvöld. KR-ingar sem höfðu unnið einn sigur í síðustu fimm leikjum sóttu langþráðan sigur eftir rasskellingu síðustu umferðar þegar liðið tapaði 6-1 fyrir Valsmönnum. Íslenski boltinn 29.6.2025 18:31
FH-ingar flytja Kaplakrika í Laugardalinn FH-ingar hafa ekki riðið feitum hesti frá útleikjum sínum þetta tímabilið í Bestu deild karla en ef frá er talinn útisigur á botnliði ÍA þá hafa öll stig liðsins í sumar komið í hús í Kaplakrika. Fótbolti 28.6.2025 19:17
Sjáðu mörkin úr Bestu þar sem Gylfi Þór fór mikinn og glæsimark var skorað Sjö mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar að 12.umferð fór af stað. Gylfi Þór Sigurðsson kom að báðum mörkum Víkings Reykjavíkur fyrir norðan, glæsimark leit dagsins ljós á Kaplakrikavelli og vandræði Skagamanna halda áfram. Íslenski boltinn 23.6.2025 08:32
Sigurður Bjartur: Ég fór beint í klippuna Sigurður Bjartur Hallsson skoraði eitt fallegasta mark tímabilsins í dag þegar FH vann 2-0 sigur á Vestra í fyrsta leik tólftu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 22.6.2025 17:00
Félagarnir í sjokki: Sjáðu stórkostlegt mark Sigurðar Bjarts Sigurður Bjartur Hallsson skoraði sannkallað glæsimark fyrir FH þegar hann kom liðinu í 1-0 gegn Vestra í Bestu deildinni í fótbolta í dag. Íslenski boltinn 22.6.2025 15:02
Uppgjörið: FH - Vestri 2-0 | Upp um fjögur eftir magnað mark og skalla FH-ingar komu sér úr fallsæti og upp í 7. sæti Bestu deildar karla í fótbolta í dag, að minnsta kosti tímabundið, með 2-0 sigri gegn Vestra í Kaplakrika. Íslenski boltinn 22.6.2025 13:15
Uppgjörið: FH - Valur 1-2 | Valur nældi sér í ofboðslega langþráðan sigur Valur fór með sigur af hólmi þegar liðið sótti FH heim á Kaplakrikavöll í 10. umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í dag. Gengi Valsliðsins hefur verið slæmt upp á síðkastið og sigurinn því vel þeginn. Íslenski boltinn 21.6.2025 13:16
Þórdís Elva og Guðni valin best í fyrri umferðinni Bestu mörkin gerðu upp fyrstu níu umferðir Bestu deildar kvenna í fótbolta í síðasta þætti sínum og völdu þau sem hafa staðið sig best. Íslenski boltinn 18.6.2025 10:32
Flýta tveimur leikjum KA-manna í næsta mánuði Breyta þurfti tveimur leikjum KA í Bestu deild karla í fótbolta vegna þátttöku Akureyrarliðsins í Evrópukeppninni. Íslenski boltinn 17.6.2025 15:18
Uppgjörið: FH 5 - 1 Tindastóll | FH gekk frá Tindastól í seinni hálfleik FH-ingar tóku á móti Tindastól í 9. umferð Bestu deildar kvenna á Kaplakrika í kvöld og sýndu sannkallaða markaveislu í síðari hálfleik. Lokatölur urðu 5-1 fyrir heimakonur sem lyftu sér með sigrinum í toppbaráttu í deildinni. Íslenski boltinn 16.6.2025 17:17
Markaveisla Mosfellinga, Blikar á toppi, sigurmark Vestra og öll mörkin í Bestu Nú er hægt að sjá öll mörkin úr fimm fyrstu leikjum elleftu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Fjórir leikir fóru fram í gær og einn á laugardagskvöldið. Íslenski boltinn 16.6.2025 08:31
Heimir: „Erum of mikið að horfa á leikinn í staðinn fyrir að spila leikinn“ FH laut í gras fyrir Fram í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld og sitja að henni lokinni í fallsæti. Þjálfari liðsins, Heimir Guðjónsson, var ómyrkur í máli um það hvað hans menn þurfa að fara að gera svo ekki illa fari. Fótbolti 15.6.2025 21:38
Uppgjörið: Fram - FH 2-0 | Fram nýtti færin gegn FH í kvöld Fram náði í góðan heimasigur gegn FH í 11. umferð Bestu deildar karla fyrr í kvöld. Það mætti tala um að frammistaðan hafi verið þroskuð en vörnin var þétt og færanýtingin góð. Leikar enduðu 2-0, Fram færist nær efri helmingnum en FH dettur niður í fallsæti. Fótbolti 15.6.2025 18:33
„Mjög ryðguð en furðu fljótt fór rykið af mér“ Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir tók hanskana fram á nýjan leik eftir að Aldís Guðlaugsdóttir, markvörður FH, sleit krossband á dögunum. Hún kann vel við sig í Kaplakrikanum og hefur staðið sig vel á tímabilinu. Íslenski boltinn 15.6.2025 11:32
Ekki spilað á Þjóðhátíð og meistararnir á heimavelli Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna í kvöld, um leið og öllum leikjum í 8-liða úrslitum var lokið. Mögulegt er að Valur og Breiðablik leiki aftur til úrslita, rétt eins og í fyrra þegar Valur vann 2-1 sigur á Laugardalsvelli. Íslenski boltinn 12.6.2025 22:39