Ljóðrænn Óskar Hrafn eftir afrek Breiðabliks: „Þessi árangur er óður til hugrekkisins“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2023 19:20 Óskar Hrafn. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari ríkjandi Íslandsmeistara Breiðabliks, fór yfir víðan völl þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir að lið hans tryggði sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu. Með sigrinum skráði Breiðablik sig á spjöld sögunnar en ekkert íslenskt karlalið hefur áður komist á þetta stig Evrópukeppni. „Hún er bara mjög öflug, ég verð að segja það. Erfitt að færa það í orð hvernig manni líður núna. Ég sagði að þegar við urðum Íslandsmeistarar í fyrra að það væri öflug tilfinning, öflugri en ég hefði kynnst áður í íþróttum. Þetta er samt enn öflugra, kannski af því við gerðum þetta í sófanum undir stúkunni í fyrra en núna vorum við á vellinum með fólkinu okkar, var aðeins raunverulegra,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Tilfinningin að gera eitthvað sem enginn annar hefur gert í íslenskum fótbolta er gríðarlega öflug. Stoltið sem býr í brjósti manns, að fá að þjálfa þetta lið og þessa leikmenn. Allt fólkið í kringum liðið, að við séum að upplifa þetta – að fara inn í sex leiki sem taka enda í fyrsta lagi 14. desember. Bara að hafa stigið þetta skref, töluðum um það fyrir leikinn að við værum fyrir utan þröskuldinn og það væri undir okkur komið hvort við myndum stíga inn fyrir dyrnar. Við gerðum það svo sannarlega.“ Mikið af leikmönnum Breiðabliks hafa verið með liðinu síðan Óskar Hrafn tók við árið 2020. Hann var spurður út í vegferðina. „Spiluðum við Norrköping í byrjun febrúar 2020, fyrir Covid-19. Töpuðum 4-2, gerðum fjögur klaufamistök. Fylgdum því svo eftir í Þrándheimi þar sem var pínulítið gert grín að okkur fyrir að reyna spila fótbolta, vorum 4-0 undir í hálfleik og allt í skrúfunni. Leit ekkert sérstaklega vel út en einhvern veginn töldum við að þetta væri fyrsta skrefið á einhverri ferð, þessi ferð er allavega komin hingað.“ Óskar Hrafn í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Margir af þessum leikmönnum búnir að leggja gríðarlega mikið á sig og líka bara að vera klárir í að umvefja og þora að stíga út fyrir þægindarammann, þora að gera mistök, þora að líta illa út. Kannski má segja, ef ég má vera ljóðrænn, að þessi árangur er óður til hugrekkisins. Óður til þess að þegar þú gerir mistök þá skipta þau þannig séð engu máli. Það skiptir máli hvernig þú stígur upp eftir þau og að þú þorir að fara út fyrir þægindarammann. Ef þú stígur ekki út fyrir hann eru engar líkur á að þú takir neinum framförum,“ sagði Óskar Hrafn að endingu. Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
„Hún er bara mjög öflug, ég verð að segja það. Erfitt að færa það í orð hvernig manni líður núna. Ég sagði að þegar við urðum Íslandsmeistarar í fyrra að það væri öflug tilfinning, öflugri en ég hefði kynnst áður í íþróttum. Þetta er samt enn öflugra, kannski af því við gerðum þetta í sófanum undir stúkunni í fyrra en núna vorum við á vellinum með fólkinu okkar, var aðeins raunverulegra,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við Stöð 2 Sport eftir leik. „Tilfinningin að gera eitthvað sem enginn annar hefur gert í íslenskum fótbolta er gríðarlega öflug. Stoltið sem býr í brjósti manns, að fá að þjálfa þetta lið og þessa leikmenn. Allt fólkið í kringum liðið, að við séum að upplifa þetta – að fara inn í sex leiki sem taka enda í fyrsta lagi 14. desember. Bara að hafa stigið þetta skref, töluðum um það fyrir leikinn að við værum fyrir utan þröskuldinn og það væri undir okkur komið hvort við myndum stíga inn fyrir dyrnar. Við gerðum það svo sannarlega.“ Mikið af leikmönnum Breiðabliks hafa verið með liðinu síðan Óskar Hrafn tók við árið 2020. Hann var spurður út í vegferðina. „Spiluðum við Norrköping í byrjun febrúar 2020, fyrir Covid-19. Töpuðum 4-2, gerðum fjögur klaufamistök. Fylgdum því svo eftir í Þrándheimi þar sem var pínulítið gert grín að okkur fyrir að reyna spila fótbolta, vorum 4-0 undir í hálfleik og allt í skrúfunni. Leit ekkert sérstaklega vel út en einhvern veginn töldum við að þetta væri fyrsta skrefið á einhverri ferð, þessi ferð er allavega komin hingað.“ Óskar Hrafn í leik kvöldsins.Vísir/Hulda Margrét „Margir af þessum leikmönnum búnir að leggja gríðarlega mikið á sig og líka bara að vera klárir í að umvefja og þora að stíga út fyrir þægindarammann, þora að gera mistök, þora að líta illa út. Kannski má segja, ef ég má vera ljóðrænn, að þessi árangur er óður til hugrekkisins. Óður til þess að þegar þú gerir mistök þá skipta þau þannig séð engu máli. Það skiptir máli hvernig þú stígur upp eftir þau og að þú þorir að fara út fyrir þægindarammann. Ef þú stígur ekki út fyrir hann eru engar líkur á að þú takir neinum framförum,“ sagði Óskar Hrafn að endingu.
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira