Erlent

Fangelsis­refsing Thaksins stytt úr átta árum í eitt

Kjartan Kjartansson skrifar
Thaksin Shinawatra við komuna til Taílands þriðjudaginn 22. ágúst 2023.
Thaksin Shinawatra við komuna til Taílands þriðjudaginn 22. ágúst 2023. AP/Wason Wanichakorn

Konungur Taílands mildaði fangelsisrefsingu Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í dag. Hann þarf nú aðeins að afplána eitt ár af átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut.

Thaksin sneri heim úr fimmtán ára sjálfskipaðri útlegð í síðustu viku. Hann var þá þegar færður í fangelsi en var fljótt fluttur á sjúkrahús vegna heilsubrests.

Ákvörðun Maha Vajiralongkorn konungs um að stytta fangelsisdóm hans var birt í konunglegum stjórnartíðindum í dag og tekur strax gildi, að sögn AP-fréttastofunnar.

Herinn steypti Thaksin af stóli í valdaráni árið 2006. Hann flúði land tveimur árum síðar þegar hann stóð frammi fyrir ákæru vegna spillingar og óhollustu við konungsfjölskylduna sem hann sagði að ætti sér pólitískar rætur.


Tengdar fréttir

Sneri aftur eftir fimm­tán ára út­legð og fór beint í steininn

Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, sneri aftur til landsins eftir að hafa varið síðustu fimmtán árum í sjálfskipaðri útlegð. Eftir að hafa verið fagnað sem þjóðhetju á flugvelli við komu var hann færður í hæstarétt Taílands þar sem hann var dæmdur í átta ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×