Fljúgandi trampólín og hefðbundin fokverkefni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 09:57 Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir hafa verið vel undirbúnar fyrir fyrstu haustlægð landsins sem gekk yfir í gærkvöldi. Landsbjörg Verkefnum björgunarsveita fækkaði eftir því sem leið á gærkvöldið. Upplýsingafulltrúa Landsbjargar er ekki kunnugt um að nein stórtjón hafi orðið í hefðbundnum skilningi. Á meðal verkefna voru fljúgandi trampólín og ferðavagnar sem fóru á hliðina. „Verkefnin voru fyrst og fremst veðurtengd fram eftir kvöldi. Veðrið gekk inn á landið og við urðum fyrst vör við þetta á Suðurnesjunum. Og síðan gekk þetta hérna yfir Höfuðborgarsvæðið og inn á Vesturland, Akranes, Borgarnes og svo framvegis,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar aðspurður um helstu verkefni björgunarsveita þegar fyrsta haustlægð landsins gekk yfir í gærkvöldi. „Á öllum þessum þéttbýlisstöðum þurfti okkar fólk að fást við foktjón og fokverkefni af einhverju tagi, fljúgandi trampólín, ferðavagna sem fóru að færast til eða leggjast á hliðina og svo framvegis.“ Honum er ekki kunnugt um neitt stórtjón enn sem komið er. „En auðvitað er það í augum hvers og eins. Það féllu gömul tré í Vesturbænum, í hugum einhverra er það væntanlega stórtjón. En þessi hefðbundna skilgreining kannski ekki.“ Þegar farið hafi að lægja hafi ekki þótt ástæða til að björgunarsveitir væru áfram með viðveru og fólk farið heim. Núna er bara leiðindaveður. Fréttir bárust af því að tívolítæki hefði tekist á loft á Suðurnesjum á hátíð í tengslum við Ljósanótt. Jón Þór hafði ekki frekari upplýsingar um það atvik en segir að björgunarsveitir hafi farið á svæðið og tryggt að ekki yrði meira tjón en þegar var orðið. Verkefnum fór að fækka eftir því sem leið á kvöldið nema hjá hálendishóp sem sinnti útkalli vegna örmagna göngumanns í Jökultungum. Maðurinn, sem er á stjötugsaldri, var hluti af gönguhóp sem hafði verið á nokkurra daga göngu. Sveitir á Suðurlandi voru boðaðar út til aðstoðar og var sá liðsauki kominn á vettvang skömmu fyrir klukkan 2 í nótt og þá var hafist handa við að koma manninum niður. Björgunarsveitir Slysavarnir Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
„Verkefnin voru fyrst og fremst veðurtengd fram eftir kvöldi. Veðrið gekk inn á landið og við urðum fyrst vör við þetta á Suðurnesjunum. Og síðan gekk þetta hérna yfir Höfuðborgarsvæðið og inn á Vesturland, Akranes, Borgarnes og svo framvegis,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar aðspurður um helstu verkefni björgunarsveita þegar fyrsta haustlægð landsins gekk yfir í gærkvöldi. „Á öllum þessum þéttbýlisstöðum þurfti okkar fólk að fást við foktjón og fokverkefni af einhverju tagi, fljúgandi trampólín, ferðavagna sem fóru að færast til eða leggjast á hliðina og svo framvegis.“ Honum er ekki kunnugt um neitt stórtjón enn sem komið er. „En auðvitað er það í augum hvers og eins. Það féllu gömul tré í Vesturbænum, í hugum einhverra er það væntanlega stórtjón. En þessi hefðbundna skilgreining kannski ekki.“ Þegar farið hafi að lægja hafi ekki þótt ástæða til að björgunarsveitir væru áfram með viðveru og fólk farið heim. Núna er bara leiðindaveður. Fréttir bárust af því að tívolítæki hefði tekist á loft á Suðurnesjum á hátíð í tengslum við Ljósanótt. Jón Þór hafði ekki frekari upplýsingar um það atvik en segir að björgunarsveitir hafi farið á svæðið og tryggt að ekki yrði meira tjón en þegar var orðið. Verkefnum fór að fækka eftir því sem leið á kvöldið nema hjá hálendishóp sem sinnti útkalli vegna örmagna göngumanns í Jökultungum. Maðurinn, sem er á stjötugsaldri, var hluti af gönguhóp sem hafði verið á nokkurra daga göngu. Sveitir á Suðurlandi voru boðaðar út til aðstoðar og var sá liðsauki kominn á vettvang skömmu fyrir klukkan 2 í nótt og þá var hafist handa við að koma manninum niður.
Björgunarsveitir Slysavarnir Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira