Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2023 12:48 Helga Vala mun segja af sér þingmennsku á mánudag. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. Helga Vala greindi frá ákvörðun sinni í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Hún hefur verið þingmaður síðan árið 2017 en þar áður starfaði hún við lögmennsku. „Þingstarfið hefur auðvitað verið alveg ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt en ég held að maður eigi ekki að dvelja þar allt of lengi,“ segir Helga Vala. Hún hafi ekki verið að hugsa mjög lengi um að skilja við þingið. „Þetta hefur aðeins verið að bögglast innra með mér undanfarna mánuði. Ég var í lögmennsku þegar ég settist óvænt inn á þing 2017 og fannst það mjög skemmtilegt. Það hefur sótt meira á mig að undanförnu, fólk og jafnvel fyrirtæki verið að leita til mín. Þannig að mig langar að demba mér í það aftur. Þar er hjarta mitt núna.“ Fer í prófmál fyrir Landsrétti í næstu viku Hún muni byrja lögmennskuna undir merkjum Völvu, eins og hún gerði áður en hún fór á þing. „Ég get ekki beðið eftir að flytja skrifborðið hennar mömmu yfir á nýjan stað en það fylgdi mér á þingið,“ segir Helga Vala. „Ég ætla að byrja á því að klára réttindi mín í Landsrétti og ég bara hlakka til,“ segir Helga Vala en hún fari í prófmál fyrir Landsrétti strax í næstu viku. Samkvæmt dagskrá Landsréttar verður prófmál hennar tekið fyrir á miðvikudag, 6. september. Hún muni skila inn afsögn sinni til forseta þingsins á mánudag. „Ég ætla ekki að vera að trufla fólk svona yfir bláhelgina en ég ætla að skila inn afsögn til forseta þingsins á mánudag. Og auðvitað kveðja kæra vini. Ég hef eignast góða vini, sem ég mun eiga áfram, í öllum flokkum og meðal starfsfólks þannig að það verður smá rúntur sem maður tekur á mánudagsmorgun.“ Dagbjört að meta stöðuna Hún sé ekki hætt í Samfylkingunni og muni örugglega ekki hverfa alveg úr stjórnmálum, þó hún hyggist ekki starfa við þau á næstunni. Þá hafi ný forysta í Samfylkingunni ekki haft áhrif á ákvörðunina. „Þetta hefur ekkert með samskipti mín og formanns Samfylkingarinnar að gera. Það er mjög mikill vilji í samfélaginu og umræðunni að teikna upp að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi. Það á ekki við um okkur, bara alls ekki,“ segir Helga Vala. Fyrsti varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, sem ætti að taka við af Helgu Völu er Dagbjört Hákonardóttir. Dagbjört segist í samtali við frétttastofu vera að meta stöðuna. Erfitt verði að kveðja Helgu Völu af þingi og erfitt yrði að fylla í hennar skarð. Alþingi Samfylkingin Lögmennska Tengdar fréttir Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. 2. september 2023 08:23 Þingmaður leysir út lögmannsréttindin Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín. 29. ágúst 2023 16:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Helga Vala greindi frá ákvörðun sinni í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Hún hefur verið þingmaður síðan árið 2017 en þar áður starfaði hún við lögmennsku. „Þingstarfið hefur auðvitað verið alveg ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt en ég held að maður eigi ekki að dvelja þar allt of lengi,“ segir Helga Vala. Hún hafi ekki verið að hugsa mjög lengi um að skilja við þingið. „Þetta hefur aðeins verið að bögglast innra með mér undanfarna mánuði. Ég var í lögmennsku þegar ég settist óvænt inn á þing 2017 og fannst það mjög skemmtilegt. Það hefur sótt meira á mig að undanförnu, fólk og jafnvel fyrirtæki verið að leita til mín. Þannig að mig langar að demba mér í það aftur. Þar er hjarta mitt núna.“ Fer í prófmál fyrir Landsrétti í næstu viku Hún muni byrja lögmennskuna undir merkjum Völvu, eins og hún gerði áður en hún fór á þing. „Ég get ekki beðið eftir að flytja skrifborðið hennar mömmu yfir á nýjan stað en það fylgdi mér á þingið,“ segir Helga Vala. „Ég ætla að byrja á því að klára réttindi mín í Landsrétti og ég bara hlakka til,“ segir Helga Vala en hún fari í prófmál fyrir Landsrétti strax í næstu viku. Samkvæmt dagskrá Landsréttar verður prófmál hennar tekið fyrir á miðvikudag, 6. september. Hún muni skila inn afsögn sinni til forseta þingsins á mánudag. „Ég ætla ekki að vera að trufla fólk svona yfir bláhelgina en ég ætla að skila inn afsögn til forseta þingsins á mánudag. Og auðvitað kveðja kæra vini. Ég hef eignast góða vini, sem ég mun eiga áfram, í öllum flokkum og meðal starfsfólks þannig að það verður smá rúntur sem maður tekur á mánudagsmorgun.“ Dagbjört að meta stöðuna Hún sé ekki hætt í Samfylkingunni og muni örugglega ekki hverfa alveg úr stjórnmálum, þó hún hyggist ekki starfa við þau á næstunni. Þá hafi ný forysta í Samfylkingunni ekki haft áhrif á ákvörðunina. „Þetta hefur ekkert með samskipti mín og formanns Samfylkingarinnar að gera. Það er mjög mikill vilji í samfélaginu og umræðunni að teikna upp að tvær konur geti ekki verið saman í herbergi. Það á ekki við um okkur, bara alls ekki,“ segir Helga Vala. Fyrsti varaþingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, sem ætti að taka við af Helgu Völu er Dagbjört Hákonardóttir. Dagbjört segist í samtali við frétttastofu vera að meta stöðuna. Erfitt verði að kveðja Helgu Völu af þingi og erfitt yrði að fylla í hennar skarð.
Alþingi Samfylkingin Lögmennska Tengdar fréttir Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. 2. september 2023 08:23 Þingmaður leysir út lögmannsréttindin Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín. 29. ágúst 2023 16:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. 2. september 2023 08:23
Þingmaður leysir út lögmannsréttindin Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur endurnýjað lögmannsréttindi sín. 29. ágúst 2023 16:00