Dagbjört tekur við af Helgu Völu: „Ég ætla að láta til mín taka“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 15:43 „Fyrst og fremst er ég félagshyggjukona, ég er femínisti. Það ber svolítinn keim af því sem ég legg áherslu á,“ segir Dagbjört Hákonardóttir, nýr þingmaður Samfylkingarinnar. Aðsend Dagbjört Hákonardóttir mun taka við þingmennsku af Helgu Völu Helgadóttur, sem tilkynnti í gær að hún ætli að snúa sér að lögmennsku á ný. Dagbjört, sem að sögn tekur hlutverkinu alvarlega og af auðmýkt, segir það hafa verið átakanlegt að fylgjast með samstarfi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu. Dagbjört, sem var í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, hefur þrívegis komið inn á þing sem varaþingmaður Helgu Völu og Jóhanns Páls Jóhannssonar. Hún segir breytingarnar núna hafa legið í loftinu í þónokkurn tíma. „Ég hef þekkt Helgu Völu lengi og hún hefur nefnt það áður að hún sakni lögmennskunar. Ég samgleðst henni rosalega, maður á að fylgja hjartanu og ég held að við séum báðar að gera það,“ segir Dagbjört í samtali við Vísi. „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að geta tekið við þessu kefli af henni, þó það verði mikil áskorun og erfitt að fylla upp í það skarð sem hún skilur eftir sig. En ég tek þessu af mikilli auðmýkt og finn til mikillar ábyrgðar.“ Dagbjört hefur starfað hjá Reykjavíkurborg á sviði upplýsingaöryggis og persónuverndar undanfarin ár. Þing verður sett 12. september næstkomandi. „Það verður bara samkomulag milli minna verkefna hjá Reykjavíkurborg og því sem kemur fyrir þingið núna á næstu vikum hvernig ég kasta þessu á milli.“ Alltaf erfitt að breyta til Aðspurð um hvort það hafi verið erfið ákvörðun að þyggja sæti Helgu Völu segir Dagbjört að það sé alltaf erfitt að breyta til. „Það er ekki í eðli manns að gera stórar breytingar. Ég er auðvitað búin að sinna mikilvægum störfum hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum og vinna að stórum verkefnum sem hefur tekið mörg ár að undirbúa sem fara á flug í haust. En hjartað mitt slær í stjórnmálunum og ég er ákaflega þakklát fyrir að fá tækifæri til að sinna þessu að öflu afli.“ Hver eru þín helstu baráttumál? „Fyrst og fremst er ég félagshyggjukona, ég er femínisti. Það ber svolítinn keim af því sem ég legg áherslu á, sem er að byggja upp réttlátt jafnaðarsamfélag hérna. Ég legg áherslu á málefni nærsamfélagsins, fjölskyldumál, það er mikilvægt að leyfa þessum málaflokkum að eiga sér öflugan málsvara. Ég er líka manneskja sem talar fyrir öflugum samgöngumálum og horfi þar til ábyrgðar minnar sem þingmanns Reykvíkinga. Og þessir málaflokkar eru svolítið í brennidepli núna og ég ætla að láta til mín taka.“ Segir átakanlegt að fylgjast með ríkistjórnarsamstarfinu Talsverð umræða hefur skapast um samstarf ríkisstjórnarflokkanna að undanförnu sem hafa verið ósammála í mörgum mikilvægum málaflokkum. „Eins og allir vita er ekkert sérstök stemning í þessari ríkisstjórn,“ segir Dagbjört. „Það hefur verið dálítið átakanlegt að fylgjast með þessu. Við verðum auðvitað að leyfa þessu þingári að fara aftur af stað og sjá hvernig þau ætla að beita sér og hvaða málaflokka þau ætla að ná sér saman um. Ég hins vegar er bara þingkona Samfylkingarinnar og við erum að ná að leggja áherslu á málaflokkana okkar og það er hlustað á okkur. Það er ekkert sjálfgefið, en það er bara ástæða fyrir því. Fólk hefur áhuga á því að hlusta á rödd sem ætlar sér að standa við þær umbætur sem lofað er.“ Í þessum óstöðugleika sem við búum við í ríkisfjármálunum þá þarf einhver rödd skynseminnar að heyrast, og við í Samfylkingunni tölum þeirri rödd. Alþingi Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Dagbjört, sem var í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, hefur þrívegis komið inn á þing sem varaþingmaður Helgu Völu og Jóhanns Páls Jóhannssonar. Hún segir breytingarnar núna hafa legið í loftinu í þónokkurn tíma. „Ég hef þekkt Helgu Völu lengi og hún hefur nefnt það áður að hún sakni lögmennskunar. Ég samgleðst henni rosalega, maður á að fylgja hjartanu og ég held að við séum báðar að gera það,“ segir Dagbjört í samtali við Vísi. „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að geta tekið við þessu kefli af henni, þó það verði mikil áskorun og erfitt að fylla upp í það skarð sem hún skilur eftir sig. En ég tek þessu af mikilli auðmýkt og finn til mikillar ábyrgðar.“ Dagbjört hefur starfað hjá Reykjavíkurborg á sviði upplýsingaöryggis og persónuverndar undanfarin ár. Þing verður sett 12. september næstkomandi. „Það verður bara samkomulag milli minna verkefna hjá Reykjavíkurborg og því sem kemur fyrir þingið núna á næstu vikum hvernig ég kasta þessu á milli.“ Alltaf erfitt að breyta til Aðspurð um hvort það hafi verið erfið ákvörðun að þyggja sæti Helgu Völu segir Dagbjört að það sé alltaf erfitt að breyta til. „Það er ekki í eðli manns að gera stórar breytingar. Ég er auðvitað búin að sinna mikilvægum störfum hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum og vinna að stórum verkefnum sem hefur tekið mörg ár að undirbúa sem fara á flug í haust. En hjartað mitt slær í stjórnmálunum og ég er ákaflega þakklát fyrir að fá tækifæri til að sinna þessu að öflu afli.“ Hver eru þín helstu baráttumál? „Fyrst og fremst er ég félagshyggjukona, ég er femínisti. Það ber svolítinn keim af því sem ég legg áherslu á, sem er að byggja upp réttlátt jafnaðarsamfélag hérna. Ég legg áherslu á málefni nærsamfélagsins, fjölskyldumál, það er mikilvægt að leyfa þessum málaflokkum að eiga sér öflugan málsvara. Ég er líka manneskja sem talar fyrir öflugum samgöngumálum og horfi þar til ábyrgðar minnar sem þingmanns Reykvíkinga. Og þessir málaflokkar eru svolítið í brennidepli núna og ég ætla að láta til mín taka.“ Segir átakanlegt að fylgjast með ríkistjórnarsamstarfinu Talsverð umræða hefur skapast um samstarf ríkisstjórnarflokkanna að undanförnu sem hafa verið ósammála í mörgum mikilvægum málaflokkum. „Eins og allir vita er ekkert sérstök stemning í þessari ríkisstjórn,“ segir Dagbjört. „Það hefur verið dálítið átakanlegt að fylgjast með þessu. Við verðum auðvitað að leyfa þessu þingári að fara aftur af stað og sjá hvernig þau ætla að beita sér og hvaða málaflokka þau ætla að ná sér saman um. Ég hins vegar er bara þingkona Samfylkingarinnar og við erum að ná að leggja áherslu á málaflokkana okkar og það er hlustað á okkur. Það er ekkert sjálfgefið, en það er bara ástæða fyrir því. Fólk hefur áhuga á því að hlusta á rödd sem ætlar sér að standa við þær umbætur sem lofað er.“ Í þessum óstöðugleika sem við búum við í ríkisfjármálunum þá þarf einhver rödd skynseminnar að heyrast, og við í Samfylkingunni tölum þeirri rödd.
Alþingi Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira