Auka lífsgæði og spara milljarða Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar 4. september 2023 09:02 Tilefni viðtals við mennta- og barnamálaráðherra á RÚV þann 14. ágúst sl. voru breytingar á þjónustu við 127 börn með fjölþættan vanda. Breytingar sem gætu aukið gæði þjónustu við börnin og sparað milljarð króna árlega. Kostnaður yrði 5 milljarðar árlega í stað 6 eða um 40 milljónir króna á ári hvert barn í stað 47 milljóna króna. Líklegt er að foreldrar þessara 127 barna hafi ekki fengið þann stuðning á meðgöngu og fyrstu árum barnsins sem þeir þurftu. Í framhaldi hófst leikskólaganga án þess að leikskólinn fengi viðeigandi stuðning til að sinna þörfum þessara barna og fjölskyldna þeirra. Síðan tók við grunnskólaganga sem leiddi til þess að möguleiki á að njóta framhaldsskólaáranna og/eða þátttöku í atvinnulífinu varð ekki sjálfsagður. Á öllum þessum stigum er starfsfólk undir miklu álagi við að sinna erfiðu verkefni án þess að á því sé viðunandi skilningur og stuðningur til staðar. Starfsfólk skóla er ekki eina stéttin sem þarf að takast á við álag vegna ofangreinds því álagið berst áfram á heilbrigðis- og velferðarstéttir. Kostnaður vegna kulnunar er líklega ekki meðtalinn í 6 milljarða tölunni sem oft leiðir af sér að fólk er tilneytt til að yfirgefa vinnumarkað langt um aldur fram. Auka fagmennsku og nýta mannauð betur Í viðtali RÚV við ráðherra sagði hann: „Auka þarf úrræði, fagmennsku…og nýta mannauð betur”. Að tilhlutan ríkisstjórnar Íslands var haldin ráðstefna um foreldrahæfni árið 2008. Ráðstefnan var liður í framkvæmd aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Markmið aðgerðaáætlunarinnar var að efla foreldrahæfni til að fyrirbyggja og vinna gegn ofbeldi á börnum og stuðla að þroskavænlegum uppeldisaðferðum. Tvö ný úrræði voru kynnt á ráðstefnunni, bæði byggð á traustum rannsóknum og greiningum. Það var annars vegar MST (Multi System Therapy) ný meðferðarþjónusta á vegum Barnaverndarstofu, og hins vegar úrræði frá Gottman stofnuninni fyrir verðandi foreldra og foreldra ungbarna á vegum einkaaðila. Í samantekt ofangreindrar ráðstefnu er ritað: „Það er hægt að gera foreldra hæfari með fræðslu og þjálfun“... „Ef vel tekst til er árangurinn sem næst með þessum nýju aðferðu mun varanlegri heldur en stofnanainngrip...“ „Ef tekst að gera foreldri hæft í hlutverki sínu nýtist það barninu til fullorðinsára. Ekki síður er mikilvægt að með þessu opnist möguleiki á miklu snemmtækari aðgerðum en með seinni og flóknari afskiptum stofnana af málum barna. Með því að gera þessa hjálp aðgengilega fyrir foreldra ungbarna er hægt að taka strax fyrir vanda sem ella myndi ágerast.“ Þrátt fyrir góðar fyrirætlanir fékk ofannefnt Gottman úrræði einungis 500.000 króna styrk árið 2009, sem hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að efla foreldrahæfni. Frá árinu 2008 hefur ríkið varið hundruðum milljarða króna í stofnanainngrip og lyfjakostnað vegna hegðunarvanda barna. Ekki er ásættanlegt að halda áfram með sama hætti og fyrir löngu kominn tími til að framsækin sveitarfélög fái tækifæri til að bjóða verðandi foreldrum og foreldrum ungbarna aukið val. Ríki og atvinnulíf bregðist við Íslenskir foreldrar leggja atvinnulífinu til fleiri vinnustundir á viku en foreldrar í löndunum sem við berum okkur saman við. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að taka stöðu með kvennastéttum, foreldrum og sveitarfélögum og krefja ríkið um ábyrgari ráðstöfun fjármuna. Það snýst um að taka markvissar og öflugar ákvarðanir varðandi foreldrafræðslu og foreldrastuðning í forvarnarskyni og spara þannig kostnað vegna bæði stofnanainngripa og lyfjakostnaðar. Ríkið greiðir í dag 47 milljónir á ári fyrir þá sem þurfa á dýrustu úrræðunum að halda, alls 6 milljarða króna samtals á ári. Til að styðja við fyrirbyggjandi aðgerðir gæti fyrsta skrefið verið að ríki og atvinnulífið taki höndum saman og leggi sveitarfélögum til 6 milljarða króna á ári. Á Íslandi fæðast um 5000 börn á ári. Fyrir 6 milljarða króna er hægt að verja um 1,2 milljónum króna að meðaltali í stuðning á meðgöngu og fyrstu árum barnsins. Undirstöðufræðsla með tilkomu foreldrarhlutverksins Í því verkefni væri hægt að nýta áðurnefnt Gottman úrræði og önnur sambærileg úrræði sem undirstöðufræðslu með tilkomu foreldrarhlutverksins ásamt því að skima fyrir hverjir þurfa frekari stuðning og þjónustu. Þannig væri hægt að hefja forvarnarstarf strax á meðgöngu og veita sérhæfða snemmtæka íhlutun þar sem þörf er á. Við þurfum að gera kröfu um að ríkið nýti mannauð okkar og skattfé af meiri fagmennsku. RÚV og aðrir fjölmiðlar gætu fylgt viðtalinu við ráðherra frá 14. ágúst sl. eftir með því að kanna hve mörg börn þáðu áðurnefnda þjónustu fyrir 10 og 20 árum. Í framhaldi væri hægt að fá innsýn í hvað börnin yrðu mögulega mörg eftir 10 og 20 ár. Fjölmiðlarnir gætu notað þær upplýsingar til að skoða hvaða áhrif það hefði á þá grunnþjónustu sem opinberir aðilar veita að síhærri fjárhæð færi í þjónustu við stækkandi hóp barna í allra dýrustu úrræðunum. Höfundur er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og sjálfstætt starfandi fræðimaður í jafnréttis- og forvarnarfræðslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Grétar Gunnarsson Börn og uppeldi Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Tilefni viðtals við mennta- og barnamálaráðherra á RÚV þann 14. ágúst sl. voru breytingar á þjónustu við 127 börn með fjölþættan vanda. Breytingar sem gætu aukið gæði þjónustu við börnin og sparað milljarð króna árlega. Kostnaður yrði 5 milljarðar árlega í stað 6 eða um 40 milljónir króna á ári hvert barn í stað 47 milljóna króna. Líklegt er að foreldrar þessara 127 barna hafi ekki fengið þann stuðning á meðgöngu og fyrstu árum barnsins sem þeir þurftu. Í framhaldi hófst leikskólaganga án þess að leikskólinn fengi viðeigandi stuðning til að sinna þörfum þessara barna og fjölskyldna þeirra. Síðan tók við grunnskólaganga sem leiddi til þess að möguleiki á að njóta framhaldsskólaáranna og/eða þátttöku í atvinnulífinu varð ekki sjálfsagður. Á öllum þessum stigum er starfsfólk undir miklu álagi við að sinna erfiðu verkefni án þess að á því sé viðunandi skilningur og stuðningur til staðar. Starfsfólk skóla er ekki eina stéttin sem þarf að takast á við álag vegna ofangreinds því álagið berst áfram á heilbrigðis- og velferðarstéttir. Kostnaður vegna kulnunar er líklega ekki meðtalinn í 6 milljarða tölunni sem oft leiðir af sér að fólk er tilneytt til að yfirgefa vinnumarkað langt um aldur fram. Auka fagmennsku og nýta mannauð betur Í viðtali RÚV við ráðherra sagði hann: „Auka þarf úrræði, fagmennsku…og nýta mannauð betur”. Að tilhlutan ríkisstjórnar Íslands var haldin ráðstefna um foreldrahæfni árið 2008. Ráðstefnan var liður í framkvæmd aðgerðaáætlunar ríkisstjórnarinnar til að styrkja stöðu barna og ungmenna. Markmið aðgerðaáætlunarinnar var að efla foreldrahæfni til að fyrirbyggja og vinna gegn ofbeldi á börnum og stuðla að þroskavænlegum uppeldisaðferðum. Tvö ný úrræði voru kynnt á ráðstefnunni, bæði byggð á traustum rannsóknum og greiningum. Það var annars vegar MST (Multi System Therapy) ný meðferðarþjónusta á vegum Barnaverndarstofu, og hins vegar úrræði frá Gottman stofnuninni fyrir verðandi foreldra og foreldra ungbarna á vegum einkaaðila. Í samantekt ofangreindrar ráðstefnu er ritað: „Það er hægt að gera foreldra hæfari með fræðslu og þjálfun“... „Ef vel tekst til er árangurinn sem næst með þessum nýju aðferðu mun varanlegri heldur en stofnanainngrip...“ „Ef tekst að gera foreldri hæft í hlutverki sínu nýtist það barninu til fullorðinsára. Ekki síður er mikilvægt að með þessu opnist möguleiki á miklu snemmtækari aðgerðum en með seinni og flóknari afskiptum stofnana af málum barna. Með því að gera þessa hjálp aðgengilega fyrir foreldra ungbarna er hægt að taka strax fyrir vanda sem ella myndi ágerast.“ Þrátt fyrir góðar fyrirætlanir fékk ofannefnt Gottman úrræði einungis 500.000 króna styrk árið 2009, sem hluti af aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að efla foreldrahæfni. Frá árinu 2008 hefur ríkið varið hundruðum milljarða króna í stofnanainngrip og lyfjakostnað vegna hegðunarvanda barna. Ekki er ásættanlegt að halda áfram með sama hætti og fyrir löngu kominn tími til að framsækin sveitarfélög fái tækifæri til að bjóða verðandi foreldrum og foreldrum ungbarna aukið val. Ríki og atvinnulíf bregðist við Íslenskir foreldrar leggja atvinnulífinu til fleiri vinnustundir á viku en foreldrar í löndunum sem við berum okkur saman við. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að taka stöðu með kvennastéttum, foreldrum og sveitarfélögum og krefja ríkið um ábyrgari ráðstöfun fjármuna. Það snýst um að taka markvissar og öflugar ákvarðanir varðandi foreldrafræðslu og foreldrastuðning í forvarnarskyni og spara þannig kostnað vegna bæði stofnanainngripa og lyfjakostnaðar. Ríkið greiðir í dag 47 milljónir á ári fyrir þá sem þurfa á dýrustu úrræðunum að halda, alls 6 milljarða króna samtals á ári. Til að styðja við fyrirbyggjandi aðgerðir gæti fyrsta skrefið verið að ríki og atvinnulífið taki höndum saman og leggi sveitarfélögum til 6 milljarða króna á ári. Á Íslandi fæðast um 5000 börn á ári. Fyrir 6 milljarða króna er hægt að verja um 1,2 milljónum króna að meðaltali í stuðning á meðgöngu og fyrstu árum barnsins. Undirstöðufræðsla með tilkomu foreldrarhlutverksins Í því verkefni væri hægt að nýta áðurnefnt Gottman úrræði og önnur sambærileg úrræði sem undirstöðufræðslu með tilkomu foreldrarhlutverksins ásamt því að skima fyrir hverjir þurfa frekari stuðning og þjónustu. Þannig væri hægt að hefja forvarnarstarf strax á meðgöngu og veita sérhæfða snemmtæka íhlutun þar sem þörf er á. Við þurfum að gera kröfu um að ríkið nýti mannauð okkar og skattfé af meiri fagmennsku. RÚV og aðrir fjölmiðlar gætu fylgt viðtalinu við ráðherra frá 14. ágúst sl. eftir með því að kanna hve mörg börn þáðu áðurnefnda þjónustu fyrir 10 og 20 árum. Í framhaldi væri hægt að fá innsýn í hvað börnin yrðu mögulega mörg eftir 10 og 20 ár. Fjölmiðlarnir gætu notað þær upplýsingar til að skoða hvaða áhrif það hefði á þá grunnþjónustu sem opinberir aðilar veita að síhærri fjárhæð færi í þjónustu við stækkandi hóp barna í allra dýrustu úrræðunum. Höfundur er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi og sjálfstætt starfandi fræðimaður í jafnréttis- og forvarnarfræðslu
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun