Segir met Verstappens ekki skipta neinu máli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2023 11:01 Toto Wolff veltir sér ekki of mikið upp úr meti Verstappens. Vísir/Getty Toto Wolff, liðstjóri Mercedes-liðsins í Formúlu 1, segir að metið sem Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull sló í gær skipti engu máli. Verstappen varð í gær fyrsti ökuþórinn í sögunni til að vinna tíu keppnir í röð í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Hann sló þar með met Sebastians Vettel sem vann níu keppnir í röð árið 2013, en Vettel ók þá einnig fyrir Red Bull. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði Mercedes-liðsins á árunum 2014 til 2020 tókst liðinu ekki að jafna eða slá metið og segir Toto Wolff að met sem þessi skipti engu máli. „Fyrir mér skipta þessi met engu máli. Þau skiptu heldur engu máli þegar við áttum okkar góðu ár hjá Mercedes,“ sagði Toto. „Ég veit ekki hversu margar keppnir í röð við náðum að vinna. Ég vissi ekki einu sinni að það væri verið að telja.“ Hann segir þó að árangur Verstappens undanfarið sýni hversu góður ökumaður hann er. „Þetta sýnir okkur að hann er frábær ökumaður að keppa á mjög háu stigi í frábærum bíl,“ bætti Toto við. „En metið er engu að síður gott því það sýnir fullkomnun. Ég held að það eina sem geti komið í veg fyrir að Red Bull vinni allar keppnirnar í ár sé ef þeir gera mistök og klúðra því sjálfir.“ Akstursíþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Verstappen varð í gær fyrsti ökuþórinn í sögunni til að vinna tíu keppnir í röð í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Hann sló þar með met Sebastians Vettel sem vann níu keppnir í röð árið 2013, en Vettel ók þá einnig fyrir Red Bull. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði Mercedes-liðsins á árunum 2014 til 2020 tókst liðinu ekki að jafna eða slá metið og segir Toto Wolff að met sem þessi skipti engu máli. „Fyrir mér skipta þessi met engu máli. Þau skiptu heldur engu máli þegar við áttum okkar góðu ár hjá Mercedes,“ sagði Toto. „Ég veit ekki hversu margar keppnir í röð við náðum að vinna. Ég vissi ekki einu sinni að það væri verið að telja.“ Hann segir þó að árangur Verstappens undanfarið sýni hversu góður ökumaður hann er. „Þetta sýnir okkur að hann er frábær ökumaður að keppa á mjög háu stigi í frábærum bíl,“ bætti Toto við. „En metið er engu að síður gott því það sýnir fullkomnun. Ég held að það eina sem geti komið í veg fyrir að Red Bull vinni allar keppnirnar í ár sé ef þeir gera mistök og klúðra því sjálfir.“
Akstursíþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira