Segir met Verstappens ekki skipta neinu máli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2023 11:01 Toto Wolff veltir sér ekki of mikið upp úr meti Verstappens. Vísir/Getty Toto Wolff, liðstjóri Mercedes-liðsins í Formúlu 1, segir að metið sem Hollendingurinn Max Verstappen hjá Red Bull sló í gær skipti engu máli. Verstappen varð í gær fyrsti ökuþórinn í sögunni til að vinna tíu keppnir í röð í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Hann sló þar með met Sebastians Vettel sem vann níu keppnir í röð árið 2013, en Vettel ók þá einnig fyrir Red Bull. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði Mercedes-liðsins á árunum 2014 til 2020 tókst liðinu ekki að jafna eða slá metið og segir Toto Wolff að met sem þessi skipti engu máli. „Fyrir mér skipta þessi met engu máli. Þau skiptu heldur engu máli þegar við áttum okkar góðu ár hjá Mercedes,“ sagði Toto. „Ég veit ekki hversu margar keppnir í röð við náðum að vinna. Ég vissi ekki einu sinni að það væri verið að telja.“ Hann segir þó að árangur Verstappens undanfarið sýni hversu góður ökumaður hann er. „Þetta sýnir okkur að hann er frábær ökumaður að keppa á mjög háu stigi í frábærum bíl,“ bætti Toto við. „En metið er engu að síður gott því það sýnir fullkomnun. Ég held að það eina sem geti komið í veg fyrir að Red Bull vinni allar keppnirnar í ár sé ef þeir gera mistök og klúðra því sjálfir.“ Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Verstappen varð í gær fyrsti ökuþórinn í sögunni til að vinna tíu keppnir í röð í Formúlu 1 þegar hann kom fyrstur í mark í ítalska kappakstrinum. Hann sló þar með met Sebastians Vettel sem vann níu keppnir í röð árið 2013, en Vettel ók þá einnig fyrir Red Bull. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði Mercedes-liðsins á árunum 2014 til 2020 tókst liðinu ekki að jafna eða slá metið og segir Toto Wolff að met sem þessi skipti engu máli. „Fyrir mér skipta þessi met engu máli. Þau skiptu heldur engu máli þegar við áttum okkar góðu ár hjá Mercedes,“ sagði Toto. „Ég veit ekki hversu margar keppnir í röð við náðum að vinna. Ég vissi ekki einu sinni að það væri verið að telja.“ Hann segir þó að árangur Verstappens undanfarið sýni hversu góður ökumaður hann er. „Þetta sýnir okkur að hann er frábær ökumaður að keppa á mjög háu stigi í frábærum bíl,“ bætti Toto við. „En metið er engu að síður gott því það sýnir fullkomnun. Ég held að það eina sem geti komið í veg fyrir að Red Bull vinni allar keppnirnar í ár sé ef þeir gera mistök og klúðra því sjálfir.“
Akstursíþróttir Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira