Fara aftur fram á frávísun í hryðjuverkamálinu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. september 2023 19:29 Sveinn Andri ásamt skjólstæðingi sínum Sindra Snæ Birgissyni sem ákærður er fyrir skipulagningu hryðjuverka. vísir/vilhelm Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars sakborninganna sem ákærðir eru fyrir skipulagningu hryðjuverka, hefur skilað greinagerð í málinu þar sem farið er fram á frávísun ákærunnar. Fyrri ákæru í málinu var vísað frá þar sem hún taldist ekki nægilega skýr. Sveinn Andri Sveinsson verjandi Sindra Snæs Birgissonar staðfestir þetta í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. „Ákæran sem varðar hryðjuverkerk ófullnægjandi, enn þá,“ segir Sveinn Andri. „Síðan er sérstakur kafli í nýju ákærunni sem fjallar um undirbúningsathafnir. Það er búið að ákæra þá Sindra og Ísidór fyrir þessar sömu undirbúningsathafnir sem vopnalagabrot. Við byggjum á því að það sé ekki hægt, í sitthvorri ákærunni, að ákæra menn fyrir sömu háttsemina með mismunandi heimfærslum.“ Þeir Sindri Snær og Ísidór hafa játað að stórum hluta þau brot sem þeim er gefið að sök í ákæru fyrir vopnalagabrot. Héraðssaksóknari lagði fram nýja ákæru á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í júní. Landsréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á hryðjuverkahluta upphaflegu ákærunnar í mars. Annmarkar á ákærunni voru taldir slíkir að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Í nýjustu ákærunni eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. Sveinn Andri telur ákæruna, þó hún sé ítarlegri, enn vera ófullnægjandi. „Öfugt við þessi mál sem hafa til dæmis verið flutt í Danmörku, þá er látið að því liggja að brot hafi verið í deiglunni, drónaárás á þingið, árás á árshátíð lögreglumanna eða að keyra með vörubíl á gay-pride. Þar með tel ég að það verði að lýsa því hvaða árásir hafi verið í undirbúningi. Það er alls kyns órum lýst en það verður að negla niður hvað af öllu þessu sem þeir tala um, hafi þeir verið að undirbúa.“ Ykkur finnst það ekki nógu skýrt? „Nei. Það kemur í raun ekkert fram um það, bara talað á almennum nótum. Sagt að menn hafi sýnt ásetning í verki með því til dæmis að tala um að keyra inn á gay-pride. Það er ekki lýst neinni háttsemi. Í dönskum rétti er nóg að menn sanki að sér vopnum. Það er sjálfstætt brot en ekki hér. Þannig við viljum meina að það þurfi, úr því að þessu tali er lýst í ákærunni, að lýsa þessum frumbrotum sem eru þá hluti af hryðjuverkinu. Þetta er það sem bögglast með okkur og ég held að bögglist dálítið í dómaranum líka.“ Verjandi Ísidórs mun skila greinagerð 14. september en frávísunarkrafan verður tekin fyrir í héraðsdómi 20. september næstkomandi. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson verjandi Sindra Snæs Birgissonar staðfestir þetta í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. „Ákæran sem varðar hryðjuverkerk ófullnægjandi, enn þá,“ segir Sveinn Andri. „Síðan er sérstakur kafli í nýju ákærunni sem fjallar um undirbúningsathafnir. Það er búið að ákæra þá Sindra og Ísidór fyrir þessar sömu undirbúningsathafnir sem vopnalagabrot. Við byggjum á því að það sé ekki hægt, í sitthvorri ákærunni, að ákæra menn fyrir sömu háttsemina með mismunandi heimfærslum.“ Þeir Sindri Snær og Ísidór hafa játað að stórum hluta þau brot sem þeim er gefið að sök í ákæru fyrir vopnalagabrot. Héraðssaksóknari lagði fram nýja ákæru á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í júní. Landsréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á hryðjuverkahluta upphaflegu ákærunnar í mars. Annmarkar á ákærunni voru taldir slíkir að erfitt væri að halda uppi vörnum í málinu. Í nýjustu ákærunni eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. Sveinn Andri telur ákæruna, þó hún sé ítarlegri, enn vera ófullnægjandi. „Öfugt við þessi mál sem hafa til dæmis verið flutt í Danmörku, þá er látið að því liggja að brot hafi verið í deiglunni, drónaárás á þingið, árás á árshátíð lögreglumanna eða að keyra með vörubíl á gay-pride. Þar með tel ég að það verði að lýsa því hvaða árásir hafi verið í undirbúningi. Það er alls kyns órum lýst en það verður að negla niður hvað af öllu þessu sem þeir tala um, hafi þeir verið að undirbúa.“ Ykkur finnst það ekki nógu skýrt? „Nei. Það kemur í raun ekkert fram um það, bara talað á almennum nótum. Sagt að menn hafi sýnt ásetning í verki með því til dæmis að tala um að keyra inn á gay-pride. Það er ekki lýst neinni háttsemi. Í dönskum rétti er nóg að menn sanki að sér vopnum. Það er sjálfstætt brot en ekki hér. Þannig við viljum meina að það þurfi, úr því að þessu tali er lýst í ákærunni, að lýsa þessum frumbrotum sem eru þá hluti af hryðjuverkinu. Þetta er það sem bögglast með okkur og ég held að bögglist dálítið í dómaranum líka.“ Verjandi Ísidórs mun skila greinagerð 14. september en frávísunarkrafan verður tekin fyrir í héraðsdómi 20. september næstkomandi.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira