Nærmynd af konunum í tunnunum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. september 2023 14:11 Aðgerðarsinnarnir sem hlekkjuðu sig við tunnurnar eru erlendar konur á fertugsaldri. Instagram Mótmælendurnir tveir sem komu sér fyrir í tunnum hvalveiðibátanna Hvals 8 og Hvals 9 í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga hafa vakið athygli margra. Konurnar sem um ræðir heita Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou. Listakona frá Íran Anahita er 33 ára og af írönskum uppruna. Hún er búsett í Mílanó á Ítalíu þar sem hún starfað sjálfstætt sem listakona, rithöfundur og leikkona. 14. júní síðastliðinn birti Anahita myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá því að á Íslandi væri hægt að fara í hvalaskoðun og hvalveiðar frá sömu höfn þökk sé Kristjáni Loftssyni forstjóra og aðaleiganda Hvals hf. Sagði hún Kristján eyðileggja orðspor Íslands vegna hvalveiðanna. „Velkomin til Íslands, landsins þar sem þú getur bæði farið í hvalaskoðun og drepið þá og étið,“ segir Anahita í myndskeiðinu og bendir á bátana sem staðsettir eru við Reykjavíkurhöfn. View this post on Instagram A post shared by Last Whaling Station (@last_whaling_station) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) Veraldarvön frá Frakklandi Elissa Bijou er 35 ára og búsett í London. Samkvæmt samfélagsmiðlum á hún ættir að rekja til Frakklands þar sem hún var í skóla sem barn. Elissa hefur ferðast víða um heim á síðastliðnum árum, meðal annars til Taílands, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Belgíu svo eitthvað sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Elissa gagnrýnir sömuleiðis Kristján Loftsson í færslu á samfélagsmiðlum. „Hræðilegar aðferðir þar sem notast er við sprenguskutul sem hafa verið metnar ólöglegar. Það er komið að því að þetta tilgangslausa drápsæði líði undir lok,“ segir í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Konurnar hafa setið sem fastast, önnur án næringar og vökva. Vísir hefur fylgst með mótmælunum í beinni útsendingu sem hægt er að fylgjast með hér að neðan. Uppfært 14:35: Konurnar yfirgáfu tunnurnar á þriðja tímanum í dag eftir að hafa dvalið í tunnunum í um 33 klukkustundir.
Konurnar sem um ræðir heita Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou. Listakona frá Íran Anahita er 33 ára og af írönskum uppruna. Hún er búsett í Mílanó á Ítalíu þar sem hún starfað sjálfstætt sem listakona, rithöfundur og leikkona. 14. júní síðastliðinn birti Anahita myndskeið á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá því að á Íslandi væri hægt að fara í hvalaskoðun og hvalveiðar frá sömu höfn þökk sé Kristjáni Loftssyni forstjóra og aðaleiganda Hvals hf. Sagði hún Kristján eyðileggja orðspor Íslands vegna hvalveiðanna. „Velkomin til Íslands, landsins þar sem þú getur bæði farið í hvalaskoðun og drepið þá og étið,“ segir Anahita í myndskeiðinu og bendir á bátana sem staðsettir eru við Reykjavíkurhöfn. View this post on Instagram A post shared by Last Whaling Station (@last_whaling_station) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) View this post on Instagram A post shared by ANAHITA (S. Babaei) (@anahita.earth) Veraldarvön frá Frakklandi Elissa Bijou er 35 ára og búsett í London. Samkvæmt samfélagsmiðlum á hún ættir að rekja til Frakklands þar sem hún var í skóla sem barn. Elissa hefur ferðast víða um heim á síðastliðnum árum, meðal annars til Taílands, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Belgíu svo eitthvað sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Elissa gagnrýnir sömuleiðis Kristján Loftsson í færslu á samfélagsmiðlum. „Hræðilegar aðferðir þar sem notast er við sprenguskutul sem hafa verið metnar ólöglegar. Það er komið að því að þetta tilgangslausa drápsæði líði undir lok,“ segir í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Elissa (@elissa_bijou) Konurnar hafa setið sem fastast, önnur án næringar og vökva. Vísir hefur fylgst með mótmælunum í beinni útsendingu sem hægt er að fylgjast með hér að neðan. Uppfært 14:35: Konurnar yfirgáfu tunnurnar á þriðja tímanum í dag eftir að hafa dvalið í tunnunum í um 33 klukkustundir.
Hvalveiðar Íslandsvinir Reykjavík Mest lesið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Sjá meira