Keppa við Evrópubúa í iðn- og verkgreinum Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2023 16:03 Íslendingarnir sem fóru til Gdansk í Póllandi ásamt Georgi Páli Skúlasyni, formanni Verkiðnar / Skills Iceland og Sigurði Borgari Ólafssyni, liðsstjóra. Ellefu Íslendingar taka nú þátt í Euroskills, sem er Evrópumót iðn-, verk- og tæknigreina sem fer fram í Gdansk í Póllandi þessa dagana. Mótið er haldið annað hvert ár en aldrei hafa fleiri Íslendingar tekið þátt. Euroskills veðrur sett með opnunarhátíð í kvöld og hefjast leikar svo á morgun. Þeir standa yfir fram á föstudag og verður lokaathöfn og verðlaunaafhending haldin á laugardaginn, 9. september. Á síðasta Evrópumóti unnu Íslendingar til silfurverðlauna í rafeindavirkjun en það mót var haldið í Búdapest í Ungverjalandi. Þeir sem keppa nú fyrir Íslandshönd báru sigur úr býtum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem haldið var í Laugardalshöll í mars. Alls keppa um sex hundruð manns frá 32 ríkjum í 42 greinum í Gdanks í ár. „Að taka þátt í Euroskills er mjög mikilvægt fyrir framþróun í iðnaði og ekki síður fyrir iðn -og verknám á Íslandi,“ segir Georg Páll Skúlason, formaður Verkiðnar eða Skills Iceland eins og samtökin heita á alþjóðavettvangi, í tilkynningu. Euroskills er haldin af WorldSkills Europe sem er hluti af alþjóðlegu WorldSkills hreyfingunni og hefur það að markmiði að kynna iðn- og verknám og möguleika þess. „Samtökin vinna markvisst með stjórnvöldum og iðnaði til að undirbúa samfélagið undir störf framtíðarinnar. Hvert þátttökuland keppist um að þróa færni sína í hverri grein og þátttaka í Euroskills stuðlar einnig að öflugri starfsþróun þeirra iðn- og verkgreinakennara sem taka þátt í þjálfun okkar efnilegu fulltrúa sem keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Georg Páll. Sigurður Borgar Ólafsson er liðsstjóri íslenska landsliðshópsins, en hann er útskrifaður framreiðslumaður og tók þátt í síðasta Euroskills sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi árið 2018. „Það er mikið stuð í hópnum og mikill spenningur að hefja leika á Euroskills hér í Gdansk. Þetta er mjög öflugur hópur, enda best í sínu fagi á Íslandi eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í sinni iðn- og verkgrein. Það er ekki mikilvægast að landa gullverðlaunum á Euroskills, heldur mikið frekar að vera ánægður og líða vel með að taka þátt. Koma síðan heim til Íslands með mikla reynslu og gott veganesti sem hægt er að miðla áfram,“ segir Sigurður Borgar. Hópurinn: Bakaraiðn - Finnur Guðberg Ívarsson, Hótel- og matvælaskólinn.Framreiðsla - Finnur Gauti Vilhelmsson, Hótel- og matvælaskólinn.Grafísk miðlun - Olivier Piotr Lis, Tækniskólinn.Hársnyrtiiðn - Irena Fönn Clemmensen, Verkmenntaskólinn á Akureyri.Iðnaðarstýringar - Benedikt Máni Finnsson, Tækniskólinn.Kjötiðn - Bríet Berndsen Ingvadóttir, Hótel- og matvælaskólinn.Matreiðsla - Hinrik Örn Halldórsson, Hótel- og matvælaskólinn.Pípulagnir - Kristófer Daði Kárason, Tækniskólinn.Rafeindavirkjun - Hlynur Karlsson, Tækniskólinn.Rafvirkjun - Przemyslaw Patryk Slota, Verkmenntaskóli Austurlands.Trésmíði – Van Huy Nguyen, Tækniskólinn. Íslendingar erlendis Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Euroskills veðrur sett með opnunarhátíð í kvöld og hefjast leikar svo á morgun. Þeir standa yfir fram á föstudag og verður lokaathöfn og verðlaunaafhending haldin á laugardaginn, 9. september. Á síðasta Evrópumóti unnu Íslendingar til silfurverðlauna í rafeindavirkjun en það mót var haldið í Búdapest í Ungverjalandi. Þeir sem keppa nú fyrir Íslandshönd báru sigur úr býtum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem haldið var í Laugardalshöll í mars. Alls keppa um sex hundruð manns frá 32 ríkjum í 42 greinum í Gdanks í ár. „Að taka þátt í Euroskills er mjög mikilvægt fyrir framþróun í iðnaði og ekki síður fyrir iðn -og verknám á Íslandi,“ segir Georg Páll Skúlason, formaður Verkiðnar eða Skills Iceland eins og samtökin heita á alþjóðavettvangi, í tilkynningu. Euroskills er haldin af WorldSkills Europe sem er hluti af alþjóðlegu WorldSkills hreyfingunni og hefur það að markmiði að kynna iðn- og verknám og möguleika þess. „Samtökin vinna markvisst með stjórnvöldum og iðnaði til að undirbúa samfélagið undir störf framtíðarinnar. Hvert þátttökuland keppist um að þróa færni sína í hverri grein og þátttaka í Euroskills stuðlar einnig að öflugri starfsþróun þeirra iðn- og verkgreinakennara sem taka þátt í þjálfun okkar efnilegu fulltrúa sem keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Georg Páll. Sigurður Borgar Ólafsson er liðsstjóri íslenska landsliðshópsins, en hann er útskrifaður framreiðslumaður og tók þátt í síðasta Euroskills sem fram fór í Búdapest í Ungverjalandi árið 2018. „Það er mikið stuð í hópnum og mikill spenningur að hefja leika á Euroskills hér í Gdansk. Þetta er mjög öflugur hópur, enda best í sínu fagi á Íslandi eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í sinni iðn- og verkgrein. Það er ekki mikilvægast að landa gullverðlaunum á Euroskills, heldur mikið frekar að vera ánægður og líða vel með að taka þátt. Koma síðan heim til Íslands með mikla reynslu og gott veganesti sem hægt er að miðla áfram,“ segir Sigurður Borgar. Hópurinn: Bakaraiðn - Finnur Guðberg Ívarsson, Hótel- og matvælaskólinn.Framreiðsla - Finnur Gauti Vilhelmsson, Hótel- og matvælaskólinn.Grafísk miðlun - Olivier Piotr Lis, Tækniskólinn.Hársnyrtiiðn - Irena Fönn Clemmensen, Verkmenntaskólinn á Akureyri.Iðnaðarstýringar - Benedikt Máni Finnsson, Tækniskólinn.Kjötiðn - Bríet Berndsen Ingvadóttir, Hótel- og matvælaskólinn.Matreiðsla - Hinrik Örn Halldórsson, Hótel- og matvælaskólinn.Pípulagnir - Kristófer Daði Kárason, Tækniskólinn.Rafeindavirkjun - Hlynur Karlsson, Tækniskólinn.Rafvirkjun - Przemyslaw Patryk Slota, Verkmenntaskóli Austurlands.Trésmíði – Van Huy Nguyen, Tækniskólinn.
Íslendingar erlendis Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira