Fóru ekki út í morgun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. september 2023 12:00 Kristján Loftsson er forstjóri Hvals hf. sem hefur kært aðgerðarsinnana tvo fyrir húsbrot. Vísir/Egill Óhagstæð veðurskilyrði til hvalveiða hafa hindrað veiðar Hvals 8 og 9 í morgun. Afar ólíklegt er að Hval takist að veiða allan kvótann sinn að sögn líffræðings. Áhafnir Hvals 8 og 9 sigldu skipunum úr Reykjavíkurhöfn í gær eftir að mótmælum tveggja kvenna gegn hvalveiðum lauk. Þá höfðu þær hafst við í möstrum skipanna í hálfan annan sólarhring. Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf, hefur kært þær fyrir hústöku og voru þær færðar í skýrslutöku á lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær og sleppt að henni lokinni. Kristján sagði við blaðamann Vísis í gær að stefnt yrði á miðin í dag með hliðsjón af góðu veðri. Ekki náðist í Kristján fyrir hádegisfréttir en samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru skipin enn í Hvalfirði á tíunda tímanum í morgun vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Allt væri tilbúið fyrir veiðarnar en veður væri að tefja. Það sem þyrfti meðal annars að líta til væri ölduhæð sem hafi verið talsverð út á miðum þó að eitthvað hafi lygnt. Eftir því sem dagarnir líðar minnka líkurnar á að Hval takist að fylla kvótann sinn sem eru alls hundrað sextíu og ein langreyð. Sverrir Daníel Halldórsson líffræðingur við Hafrannsóknarstofnun sagði í samtali við Vísi í gær að ólíklegt að Hval hf nái að veiða þann hval sem hann má veiða samkvæmt leyfi. Veður og birtuskilyrði hafi áhrif. Starfsmenn Hvals þurfa að fara eftir nýrri reglugerð matvælaráðherra við veiðarar þar sem settar eru strangari skilyrði um veiðarnar en áður.Í nýlegri skýrslu um efnahagsleg áhrif veiðanna kemur fram að ávinningur af veiðunum sé takmarkaður fyrir þjóðarbúið og fyrirtækið Hval. Hvalir Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Áhafnir Hvals 8 og 9 sigldu skipunum úr Reykjavíkurhöfn í gær eftir að mótmælum tveggja kvenna gegn hvalveiðum lauk. Þá höfðu þær hafst við í möstrum skipanna í hálfan annan sólarhring. Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf, hefur kært þær fyrir hústöku og voru þær færðar í skýrslutöku á lögreglustöðina við Hverfisgötu í gær og sleppt að henni lokinni. Kristján sagði við blaðamann Vísis í gær að stefnt yrði á miðin í dag með hliðsjón af góðu veðri. Ekki náðist í Kristján fyrir hádegisfréttir en samkvæmt upplýsingum fréttastofu voru skipin enn í Hvalfirði á tíunda tímanum í morgun vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Allt væri tilbúið fyrir veiðarnar en veður væri að tefja. Það sem þyrfti meðal annars að líta til væri ölduhæð sem hafi verið talsverð út á miðum þó að eitthvað hafi lygnt. Eftir því sem dagarnir líðar minnka líkurnar á að Hval takist að fylla kvótann sinn sem eru alls hundrað sextíu og ein langreyð. Sverrir Daníel Halldórsson líffræðingur við Hafrannsóknarstofnun sagði í samtali við Vísi í gær að ólíklegt að Hval hf nái að veiða þann hval sem hann má veiða samkvæmt leyfi. Veður og birtuskilyrði hafi áhrif. Starfsmenn Hvals þurfa að fara eftir nýrri reglugerð matvælaráðherra við veiðarar þar sem settar eru strangari skilyrði um veiðarnar en áður.Í nýlegri skýrslu um efnahagsleg áhrif veiðanna kemur fram að ávinningur af veiðunum sé takmarkaður fyrir þjóðarbúið og fyrirtækið Hval.
Hvalir Hvalveiðar Hvalfjarðarsveit Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira