Viðbrögðin við Íslandsbankasáttinni úr öllu hófi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. september 2023 13:55 Marinó Örn Tryggvason, fyrrverandi forstjóri Kviku banka. Vísir/Vilhelm Marinó Örn Tryggvason, sem lét nýlega af störfum sem forstjóri Kviku banka, segir að sér þyki samfélagið hafa farið ósanngjörnum höndum um stjórnendur Íslandsbanka í kjölfar þess að sátt Fjármálaeftirlitsins við bankann var opinberuð. Viðbrögðin hafi verið úr öllu hófi. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark þar sem Marínó var gestur en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Marínó segir harkalega umræðu um stjórnendur Íslandsbanka ekki hafa haft úrslitaáhrif á ákvörðun sína um að stíga til hliðar en hún hafi hins vegar haft áhrif. Farið harkalega um stjórnendur og starfsmenn „Mér sjálfum fannst farið mjög harkalega um stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka. Ég hugsaði um kollega minn fyrrverandi, hana Birnu [Einarsdóttur], þar sem mér fannst farið mjög harkalega með hana fyrir að mínu mati litlar sakir hjá henni,“ segir Marinó. Kvika átti í samrunaviðræðum við Íslandsbanka en sleit þeim nokkrum dögum eftir að sáttin var gerð opinber. Marinó segir ákvörðunina eftir á að hyggja hafa verið hárrétt og verið byggð á mati bankans á viðbrögðum samfélagsins, sem hafi verið harðari en stjórnendur Kviku áttu von á. „Mér finnst samfélagið hafa farið mjög ósanngjörnum höndum um stjórnendur Íslandsbanka, mér finnst menn hafa gengið alltof langt í því. Þarna voru jú brotalamir og Íslandsbanki hefur viðurkennt það. En mér finnst viðbrögðin úr öllu hófi við tilefnið.“ Stjórnendur Kviku hafa áður sagst vera opnir fyrir því að taka upp sameiningarviðræður að nýju við Íslandsbanka í framtíðinni. Marinó segir það geta verið spennandi. „Það hefði verið hægt að búa til öflugasta og stærsta fjármálafyrirtæki landsins sem hefði getað gert ótrúlega hluti. Aftur á móti tel ég líka að framtíðin sé mjög björt hjá Kviku óháð samrunanum, það eru mikil tækifæri þar líka.“ Umræðan á lágu plani Þá minnist Marinó á framgöngu ákveðinna stéttarfélaga vegna Íslandsbankamálsins og segir að sér þyki ótrúlega langt gengið að kalla eftir uppsögnum á starfsfólki Íslandsbanka. Nýlega furðaði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sig á því í samtali við fréttastofu að ekki hefði verið gengið lengra í uppsögnum í Íslandsbanka. Þar væru enn starfsmenn sem hefðu verið þáttakendur í sölu bankans á hlut ríkisins. „Manni finnst umræðan um þetta vera því miður á alltof lágu plani,“ segir Marinó. „Það er voðalega slæmt ef umræða í samfélagi um mál sem skipta miklu máli er alltof grunn.“ Kom á óvart hvað fjársektirnar voru háar Marinó segir að sér hafi komið á óvart hvað sektargreiðslur á Íslandsbanka í sáttinni við Fjármálaeftirlitið hafa verið háar. Hann hafi búist við því að sátt yrði gerð við bankann í málinu. „Það kom mér samt á óvart, bæði hvað fjárhæðirnar voru háar og mér fannst sáttin harkalega orðuð,“ segir Marinó. Hann veltir því upp hvort að sú breyting hafi orðið á að stjórnvöld fari nú fram á mun hærri sektar-og sáttagreiðslur en áður. Fjármálakerfið sé lítið á Íslandi en í stórum dráttum með sama regluverk og eru við lýði í löndum Evrópu þar sem séu miklu stærri fjármálafyrirtæki. Það sé flókið að fylgja öllum lögum og reglum, þó Marinó taki fram að hann sé ekki að gera lítið úr því þegar lög og reglur séu brotnar. Mikilvægt sé að hafa í huga í Íslandsbankamálinu hverjir hafi verið raunverulegir brotaþolar. „Stór hluti af þessum brotum hjá Íslandsbanka voru gegn lögum eða reglum um fjárfestavernd sem er ætlað að vernda viðskiptavini fjármálafyrirtækisins og í þessu tilfelli þá kaupendurna. Ég hef allavega ekki heyrt neins staðar að þeir sem keyptu séu að kvarta.“ Kvika banki Íslenskir bankar Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Chess after Dark þar sem Marínó var gestur en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Marínó segir harkalega umræðu um stjórnendur Íslandsbanka ekki hafa haft úrslitaáhrif á ákvörðun sína um að stíga til hliðar en hún hafi hins vegar haft áhrif. Farið harkalega um stjórnendur og starfsmenn „Mér sjálfum fannst farið mjög harkalega um stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka. Ég hugsaði um kollega minn fyrrverandi, hana Birnu [Einarsdóttur], þar sem mér fannst farið mjög harkalega með hana fyrir að mínu mati litlar sakir hjá henni,“ segir Marinó. Kvika átti í samrunaviðræðum við Íslandsbanka en sleit þeim nokkrum dögum eftir að sáttin var gerð opinber. Marinó segir ákvörðunina eftir á að hyggja hafa verið hárrétt og verið byggð á mati bankans á viðbrögðum samfélagsins, sem hafi verið harðari en stjórnendur Kviku áttu von á. „Mér finnst samfélagið hafa farið mjög ósanngjörnum höndum um stjórnendur Íslandsbanka, mér finnst menn hafa gengið alltof langt í því. Þarna voru jú brotalamir og Íslandsbanki hefur viðurkennt það. En mér finnst viðbrögðin úr öllu hófi við tilefnið.“ Stjórnendur Kviku hafa áður sagst vera opnir fyrir því að taka upp sameiningarviðræður að nýju við Íslandsbanka í framtíðinni. Marinó segir það geta verið spennandi. „Það hefði verið hægt að búa til öflugasta og stærsta fjármálafyrirtæki landsins sem hefði getað gert ótrúlega hluti. Aftur á móti tel ég líka að framtíðin sé mjög björt hjá Kviku óháð samrunanum, það eru mikil tækifæri þar líka.“ Umræðan á lágu plani Þá minnist Marinó á framgöngu ákveðinna stéttarfélaga vegna Íslandsbankamálsins og segir að sér þyki ótrúlega langt gengið að kalla eftir uppsögnum á starfsfólki Íslandsbanka. Nýlega furðaði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sig á því í samtali við fréttastofu að ekki hefði verið gengið lengra í uppsögnum í Íslandsbanka. Þar væru enn starfsmenn sem hefðu verið þáttakendur í sölu bankans á hlut ríkisins. „Manni finnst umræðan um þetta vera því miður á alltof lágu plani,“ segir Marinó. „Það er voðalega slæmt ef umræða í samfélagi um mál sem skipta miklu máli er alltof grunn.“ Kom á óvart hvað fjársektirnar voru háar Marinó segir að sér hafi komið á óvart hvað sektargreiðslur á Íslandsbanka í sáttinni við Fjármálaeftirlitið hafa verið háar. Hann hafi búist við því að sátt yrði gerð við bankann í málinu. „Það kom mér samt á óvart, bæði hvað fjárhæðirnar voru háar og mér fannst sáttin harkalega orðuð,“ segir Marinó. Hann veltir því upp hvort að sú breyting hafi orðið á að stjórnvöld fari nú fram á mun hærri sektar-og sáttagreiðslur en áður. Fjármálakerfið sé lítið á Íslandi en í stórum dráttum með sama regluverk og eru við lýði í löndum Evrópu þar sem séu miklu stærri fjármálafyrirtæki. Það sé flókið að fylgja öllum lögum og reglum, þó Marinó taki fram að hann sé ekki að gera lítið úr því þegar lög og reglur séu brotnar. Mikilvægt sé að hafa í huga í Íslandsbankamálinu hverjir hafi verið raunverulegir brotaþolar. „Stór hluti af þessum brotum hjá Íslandsbanka voru gegn lögum eða reglum um fjárfestavernd sem er ætlað að vernda viðskiptavini fjármálafyrirtækisins og í þessu tilfelli þá kaupendurna. Ég hef allavega ekki heyrt neins staðar að þeir sem keyptu séu að kvarta.“
Kvika banki Íslenskir bankar Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira