Dagforeldrum heldur áfram að fækka þrátt fyrir átak borgarinnar Helena Rós Sturludóttir skrifar 6. september 2023 15:24 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, segir átakið tilraunarinnar virði. Aðeins einn hefur sótt um rekstrarleyfi sem dagforeldri í Reykjavík þrátt fyrir átak borgarinnar og heldur dagforeldrum áfram að fækka. Oddviti Framsóknar segir átakið tilraunarinnar virði. Borgarráð samþykkti um miðjan júní síðastliðinn nýjar tillögur að úrræðum vegna dagforeldramála í von um að fjölga þeim. Meðal þess sem var samþykkt var einnar milljón króna stofnstyrkur fyrir nýja dagforeldra í Reykjvík og árlegur aðstöðustyrkur fyrir starfandi dagforeldra. Reyna höfða til fleiri Í tillögunum kom jafnframt fram að gert væri ráð fyrir fjörutíu nýjum dagforeldrum með 200 börn í vistun. Frá því að ráðist var í átakið hefur aðeins ein umsókn borist til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem veitir rekstrarleyfi til dagforeldra samkvæmt svörum borgarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni segir átakinu ekki lokið. Aðspurður hvað honum finnst um árangur átaksins segir Einar nauðsynlegt að skoða málið í samhengi við að dagforeldrum á höfuðborgarsvæðinu hafi farið fækkandi. „Við vildum setja af stað átak til þess að reyna höfða til fleiri um að fara inn í þessa stétt og það gerðum við með tilboði um bætt starfskjör og líka auglýsingu eftir húsnæði fyrir dagforeldra og þetta er svona tilraunaverkefni sem er ekki lokið,“ segir hann. Tilraunarinnar virði Borgin vonist til að geta lagt fram húsnæði í samstarfi við einkaaðila fyrir dagforeldra til að leigja nú á haustmánuðum. „En það hafa ekki enn komið tillögur um slíkt húsnæði þannig það er kannski skiljanlegt að margir hafi ekki sótt um en mér finnst bara aðalatriðið að sína borgarbúum það að við séum að reyna allt sem við getum til að fjölga úrræðum og tilraunir eru bara tilraunarinnar virði og svo sjáum við bara hvernig það þróast,“ segir Einar jafnframt. Í skriflegu svari borgarinnar kemur fram að nokkur húsnæði séu til skoðunar. Þá sé jafnframt til skoðunar að setja niður færanleg hús þar sem tveir dagforeldrar gætu deilt aðstöðu. Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir „Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Borgarráð samþykkti um miðjan júní síðastliðinn nýjar tillögur að úrræðum vegna dagforeldramála í von um að fjölga þeim. Meðal þess sem var samþykkt var einnar milljón króna stofnstyrkur fyrir nýja dagforeldra í Reykjvík og árlegur aðstöðustyrkur fyrir starfandi dagforeldra. Reyna höfða til fleiri Í tillögunum kom jafnframt fram að gert væri ráð fyrir fjörutíu nýjum dagforeldrum með 200 börn í vistun. Frá því að ráðist var í átakið hefur aðeins ein umsókn borist til Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála sem veitir rekstrarleyfi til dagforeldra samkvæmt svörum borgarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni segir átakinu ekki lokið. Aðspurður hvað honum finnst um árangur átaksins segir Einar nauðsynlegt að skoða málið í samhengi við að dagforeldrum á höfuðborgarsvæðinu hafi farið fækkandi. „Við vildum setja af stað átak til þess að reyna höfða til fleiri um að fara inn í þessa stétt og það gerðum við með tilboði um bætt starfskjör og líka auglýsingu eftir húsnæði fyrir dagforeldra og þetta er svona tilraunaverkefni sem er ekki lokið,“ segir hann. Tilraunarinnar virði Borgin vonist til að geta lagt fram húsnæði í samstarfi við einkaaðila fyrir dagforeldra til að leigja nú á haustmánuðum. „En það hafa ekki enn komið tillögur um slíkt húsnæði þannig það er kannski skiljanlegt að margir hafi ekki sótt um en mér finnst bara aðalatriðið að sína borgarbúum það að við séum að reyna allt sem við getum til að fjölga úrræðum og tilraunir eru bara tilraunarinnar virði og svo sjáum við bara hvernig það þróast,“ segir Einar jafnframt. Í skriflegu svari borgarinnar kemur fram að nokkur húsnæði séu til skoðunar. Þá sé jafnframt til skoðunar að setja niður færanleg hús þar sem tveir dagforeldrar gætu deilt aðstöðu.
Leikskólar Börn og uppeldi Reykjavík Framsóknarflokkurinn Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir „Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
„Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39