Segja viðbrögð lögreglunnar við mótmælunum óásættanleg Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 6. september 2023 18:40 Aðgerðasinnarnir Anahita Sahar Babaei og Elissa Bijou voru 33 klukkustundir í tunnum í möstrum hvalveiðiskipa Hvals hf. Vísir Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir lögreglunnar í upphafi mótmælanna hneykslanlegar. Lögreglan hér hafi sýnt ofbeldisfyllri hegðun en önnur þeirra hafi lent í hjá írönskum kollegum þeirra. Þær telja að mótmælin hafi borið árangur. Elissa og Anahita, konurnar sem komu sér fyrir í möstrum hvalveiðibáta Hvals í Reykjavíkurhöfn á mánudagsmorgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga hafa vakið mikla athygli. Alls mótmæltu þær í 33 klukkustundir og önnur þeirra Anahita var án drykkjar og vatns mest allan tímann eftir að lögreglan tók af henni bakpoka. Fréttakona náði tali af konunum í dag, sem enn voru að jafna sig eftir dvölina í möstrunum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Elissa og Anahita voru færðar í skýrslutöku á lögreglustöðina í gær eftir að mótmælunum lauk en eigandi hvals hefur kært þær fyrir hústöku samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þær gagnrýna vinnubrögð lögreglu í upphafi mótmælanna. Þær segja málið í ferli hjá lögmönnum en dómsmálaráðherra hefur verið látinn vita af því og umboðsmaður alþingis. Nánari upplýsingar gátu þær ekki gefið að svo stöddu. Ónauðsynleg hegðun Konurnar segjast hneykslaðar á aðgerðum lögreglu fyrstu klukkustund mótmælanna, áður en gestir og fjölmiðlar mættu á svæðið. Þær segja lögreglu hafa veist an Anahitu í körfubíl, sem ekki náði til mastursins sem Elissa dvaldi í. „Eins og þið hafið séð á myndskeiðunum voru þau ótrúlega áköf. Þau reyndu að lyfta mér á hettunni sem varð til þess að húðin á vörinni minni rifnaði og ég gat ekki andað. Ég sagði þeim að ég gæfi ekki eftir og bað þá um að hætta að meiða mig,“ segir Anahita. Þá segir hún lögreglumennina hafa slegið höfði hennar þrisvar í sætið í tunnunni sem hún faldi sig undir. „Ég er frá Íran og ég hef sætt slæmri meðferð lögreglu sem aðgerðarsinni í Íran. Það var hneykslanlegt að eitthvað slíkt myndi gerast á Íslandi,“ bætir Anahita við. Hún segir áfallið sem fylgdi lögregluaðgerðunum hafa litað dvöl hennar í mastrinu og hún átt erfitt með að slaka á vegna hræðslu um að þeir kæmu og beittu sömu brögðum aftur. Anahita segist vita að samkvæmt íslenskum lögum hafi gjörðir lögreglunnar ekki verið nauðsynlegar. „Mér finnst þetta eiginlega óásættanlegt.“ Konurnar árétta að þær séu einungis hneykslaðar á viðbrögðum lögreglu í fyrstu, en eftir það hafi þeir lögreglumenn sem lögðu sér leið upp til þeirra verið kurteisir og sýnt þeim virðingu, þrátt fyrir að hafa ekki getað útvegað þeim vatn. Bjuggu sig undir salernisleysið Eflaust velta því margir fyrir sér hvernig hægt sé að dvelja í tunnu í svo langan tíma án þess að hafa aðgang að salerni. Konurnar gáfu opinskátt svar við því. „Mér varð í raun aldrei mál meðan við vorum þarna uppi. Við vorum í mjög flottum fullorðinsbleyjum,“ segir Elissa. Anahita tekur í sama streng. „Ég var ekki með neinn vökva í líkamanum þannig að mér varð aldrei mál.“ Anahita er listakona að írönskum uppruna og búsett í Mílanó á Ítalíu og Elissa er búsett í Lundúnum. Þær voru þreyttar en ánægðar eftir mótmælin í dag og ákváðu að vera í íslenskum lopapeysum sem ónefnd stuðningsmanneskja gaf þeim í mótmælunum. Þær segjast ekki tilheyra neinum hópum og mótmælin hafi verið árangursrík en þær ákváðu þau þegar hvalveiðibanninu var aflétt 1. september. Elissa segir þær þá hafa uppgötvað að friðsæl mótmæli myndu ekki nægja til þess að stöðva hvalveiðarnar og ákveðið að grípa til annarra ráða. Hvalveiðar Reykjavík Hvalir Lögreglan Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Elissa og Anahita, konurnar sem komu sér fyrir í möstrum hvalveiðibáta Hvals í Reykjavíkurhöfn á mánudagsmorgun til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga hafa vakið mikla athygli. Alls mótmæltu þær í 33 klukkustundir og önnur þeirra Anahita var án drykkjar og vatns mest allan tímann eftir að lögreglan tók af henni bakpoka. Fréttakona náði tali af konunum í dag, sem enn voru að jafna sig eftir dvölina í möstrunum. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Elissa og Anahita voru færðar í skýrslutöku á lögreglustöðina í gær eftir að mótmælunum lauk en eigandi hvals hefur kært þær fyrir hústöku samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þær gagnrýna vinnubrögð lögreglu í upphafi mótmælanna. Þær segja málið í ferli hjá lögmönnum en dómsmálaráðherra hefur verið látinn vita af því og umboðsmaður alþingis. Nánari upplýsingar gátu þær ekki gefið að svo stöddu. Ónauðsynleg hegðun Konurnar segjast hneykslaðar á aðgerðum lögreglu fyrstu klukkustund mótmælanna, áður en gestir og fjölmiðlar mættu á svæðið. Þær segja lögreglu hafa veist an Anahitu í körfubíl, sem ekki náði til mastursins sem Elissa dvaldi í. „Eins og þið hafið séð á myndskeiðunum voru þau ótrúlega áköf. Þau reyndu að lyfta mér á hettunni sem varð til þess að húðin á vörinni minni rifnaði og ég gat ekki andað. Ég sagði þeim að ég gæfi ekki eftir og bað þá um að hætta að meiða mig,“ segir Anahita. Þá segir hún lögreglumennina hafa slegið höfði hennar þrisvar í sætið í tunnunni sem hún faldi sig undir. „Ég er frá Íran og ég hef sætt slæmri meðferð lögreglu sem aðgerðarsinni í Íran. Það var hneykslanlegt að eitthvað slíkt myndi gerast á Íslandi,“ bætir Anahita við. Hún segir áfallið sem fylgdi lögregluaðgerðunum hafa litað dvöl hennar í mastrinu og hún átt erfitt með að slaka á vegna hræðslu um að þeir kæmu og beittu sömu brögðum aftur. Anahita segist vita að samkvæmt íslenskum lögum hafi gjörðir lögreglunnar ekki verið nauðsynlegar. „Mér finnst þetta eiginlega óásættanlegt.“ Konurnar árétta að þær séu einungis hneykslaðar á viðbrögðum lögreglu í fyrstu, en eftir það hafi þeir lögreglumenn sem lögðu sér leið upp til þeirra verið kurteisir og sýnt þeim virðingu, þrátt fyrir að hafa ekki getað útvegað þeim vatn. Bjuggu sig undir salernisleysið Eflaust velta því margir fyrir sér hvernig hægt sé að dvelja í tunnu í svo langan tíma án þess að hafa aðgang að salerni. Konurnar gáfu opinskátt svar við því. „Mér varð í raun aldrei mál meðan við vorum þarna uppi. Við vorum í mjög flottum fullorðinsbleyjum,“ segir Elissa. Anahita tekur í sama streng. „Ég var ekki með neinn vökva í líkamanum þannig að mér varð aldrei mál.“ Anahita er listakona að írönskum uppruna og búsett í Mílanó á Ítalíu og Elissa er búsett í Lundúnum. Þær voru þreyttar en ánægðar eftir mótmælin í dag og ákváðu að vera í íslenskum lopapeysum sem ónefnd stuðningsmanneskja gaf þeim í mótmælunum. Þær segjast ekki tilheyra neinum hópum og mótmælin hafi verið árangursrík en þær ákváðu þau þegar hvalveiðibanninu var aflétt 1. september. Elissa segir þær þá hafa uppgötvað að friðsæl mótmæli myndu ekki nægja til þess að stöðva hvalveiðarnar og ákveðið að grípa til annarra ráða.
Hvalveiðar Reykjavík Hvalir Lögreglan Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira