Ronaldo segir ríginn við Messi vera horfinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. september 2023 15:46 Rígur Messi og Ronaldo hefur teygt sig víðar en á völlinn. Skjáskot Cristiano Ronaldo segir allan ríg horfinn milli sín og Lionels Messi. Þeir hafi breytt fótboltasögunni og séu báðir vel virtir um allan heim. Ronaldo var ekki tilnefndur til Ballon d'or verðlaunanna í gær, í fyrsta skipti síðan árið 2003. Leikmennirnir eru af mörgum taldir tveir bestu knattspyrnumenn allra tíma og kepptust við hvorn annan um markamet og titla svo árum skipti. En nú segir Ronaldo tímabært að leggja ríginn til hliðar og bera virðingu fyrir afrekum hvors annars. „Rígurinn er horfinn, hann var skemmtilegur og aðdáendurnir nutu þess. Við deildum sviðinu í 15 ár og urðum á endanum, kannski ekki vinir, en förunautar og við berum virðingu hvor fyrir öðrum“ sagði Ronaldo þegar hann var spurður hvort að hatur hafi drifið þá áfram á vegferð sinni. „Þeir sem elska Cristiano Ronaldo þurfa ekki að hata Lionel Messi" bætti portúgalinn við. Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid með 451 mark í 438 leikjum. Á 9 árum sínum hjá félaginu vann hann 16 titla, þar af 4 meistaradeildartitla. Lionel Messi er markahæsti leikmaður í sögu erkifjenda þeirra í Barcelona með 674 mörk í 781 leik. Leikmennirnir hafa nú báðir yfirgefið stærstu svið knattspyrnunnar, Ronaldo spilar með Al-Nassr í Sádí Arabíu og Lionel Messi gekk nýverið í raðir Inter Miami frá PSG. Leikmennirnir hafa mæst 36 sinnum áður, síðast í janúar þegar vináttuleikur PSG og Riyadh XI fór fram. Það gæti orðið þeirra síðasti leikur saman á vellinum. Ronaldo er í landsliðshópi Portúgal sem mætir Slóvakíu og Lúxemborg á dögunum. Portúgalska liðið situr í efsta sæti J riðils í undankeppni EM, Ísland er í því fimmta. Argentína Portúgal Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Cristiano Ronaldo útskýrir muninn á sér og Lionel Messi Viðtalið við Cristiano Ronaldo er hluti af þáttaröðinni Making Of. 14. ágúst 2019 10:30 Cristiano Ronaldo komst upp fyrir Messi Cristiano Ronaldo er launahæsti knattspyrnumaður heims samkvæmt nýrri úttekt Forbes en hann hækkaði sig mikið í launum með því að komast til Sádí-Arabíu. 3. maí 2023 14:31 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira
Leikmennirnir eru af mörgum taldir tveir bestu knattspyrnumenn allra tíma og kepptust við hvorn annan um markamet og titla svo árum skipti. En nú segir Ronaldo tímabært að leggja ríginn til hliðar og bera virðingu fyrir afrekum hvors annars. „Rígurinn er horfinn, hann var skemmtilegur og aðdáendurnir nutu þess. Við deildum sviðinu í 15 ár og urðum á endanum, kannski ekki vinir, en förunautar og við berum virðingu hvor fyrir öðrum“ sagði Ronaldo þegar hann var spurður hvort að hatur hafi drifið þá áfram á vegferð sinni. „Þeir sem elska Cristiano Ronaldo þurfa ekki að hata Lionel Messi" bætti portúgalinn við. Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid með 451 mark í 438 leikjum. Á 9 árum sínum hjá félaginu vann hann 16 titla, þar af 4 meistaradeildartitla. Lionel Messi er markahæsti leikmaður í sögu erkifjenda þeirra í Barcelona með 674 mörk í 781 leik. Leikmennirnir hafa nú báðir yfirgefið stærstu svið knattspyrnunnar, Ronaldo spilar með Al-Nassr í Sádí Arabíu og Lionel Messi gekk nýverið í raðir Inter Miami frá PSG. Leikmennirnir hafa mæst 36 sinnum áður, síðast í janúar þegar vináttuleikur PSG og Riyadh XI fór fram. Það gæti orðið þeirra síðasti leikur saman á vellinum. Ronaldo er í landsliðshópi Portúgal sem mætir Slóvakíu og Lúxemborg á dögunum. Portúgalska liðið situr í efsta sæti J riðils í undankeppni EM, Ísland er í því fimmta.
Argentína Portúgal Sádiarabíski boltinn Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Cristiano Ronaldo útskýrir muninn á sér og Lionel Messi Viðtalið við Cristiano Ronaldo er hluti af þáttaröðinni Making Of. 14. ágúst 2019 10:30 Cristiano Ronaldo komst upp fyrir Messi Cristiano Ronaldo er launahæsti knattspyrnumaður heims samkvæmt nýrri úttekt Forbes en hann hækkaði sig mikið í launum með því að komast til Sádí-Arabíu. 3. maí 2023 14:31 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Sjá meira
Cristiano Ronaldo útskýrir muninn á sér og Lionel Messi Viðtalið við Cristiano Ronaldo er hluti af þáttaröðinni Making Of. 14. ágúst 2019 10:30
Cristiano Ronaldo komst upp fyrir Messi Cristiano Ronaldo er launahæsti knattspyrnumaður heims samkvæmt nýrri úttekt Forbes en hann hækkaði sig mikið í launum með því að komast til Sádí-Arabíu. 3. maí 2023 14:31