Greint er frá málinu á vef The Guardian þar sem segir að prinsinn hafi verið í heimsókn á einu af kaffihúsi Pret a Manger, til þess að kynna sér verkefni fyrirtækisins Rising Stars sem hefur það að markmiði að bæta aðstæður heimilislausra, þegar að maður í mannþrönginni reyndi ítrekað að ná tali af prinsinum.
Svo fór að maðurinn, Paul Gascoigne, náði sambandi augn- og talsambandi við prinsinn en maður, sem stóð við hlið Gascoigne, sagði prinsinum hver maðurinn væri.
„Er þetta í alvörunni þú?“ spurði Vilhjálmur prins Gascoigne sem svaraði spurningunni játandi.
„Hvað ertu að gera hér?“ sagði Vilhjálmur prins við Gascoigne sem tjáði honum að hann ætlaði sér bara að hitta prinsinn.
Fíknisjúkdómar hafa gert Gascoigne erfitt í gegnum tíðina en hann tjáði prinsinum að nú hefði hann það mun betur en áður.
Paul Gascoigne er af mörgum talinn einn allra hæfileikríkasti fótboltamaður sem England hefur átt. Á atvinnumannaferli sínum spilaði Gascoigne með liðum á borð við Newcastle United, Tottenham, Lazio og Rangers og þá lék hann 57 A-landsleiki fyrir Englands hönd og varð enskur bikarmeistari árið 1991.
Myndband af stundinni þegar að Gascoigne og Vilhjálmur, prinsinn af Wales hittust í Bournemouth má sjá hér fyrir neðan.
Prince William encountered a lovely surprise when he met football royalty Paul Gascoigne as he visited a Pret a Manger café in Bournemouth. pic.twitter.com/gwFSFRIHk2
— The Royal Family Channel (@RoyalFamilyITNP) September 7, 2023