Stoðsendingaþrenna hjá Eriksen og Lewandowski slökkti í Færeyingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2023 21:18 Eriksen fékk þó ekki að eiga boltann. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Allir leikir dagsins í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2024 er nú lokið. Hinn danski Christian Eriksen, leikmaður Manchester United, lagði upp þrjú mörk í 4-0 sigri Danmerkur á San Marínó. Þá skoraði Robert Lewandowski, framherji Barcelona bæði mörk Póllands í 2-0 sigri á Færeyjum. Það var í raun vitað að Danmörk myndi leggja San Marínó að velli í Kaupmannahöfn í kvöld en spurningin var hversu stór yrði sigurinn. Það tók Danina smá stund að finna taktinn en tvö mörk á þremur mínútum um miðbik fyrri hálfleiks gerðu út um leikinn. Pierre-Emile Højbjerg kom Danmörku yfir eftir sendingu frá Jonas Wind og Joakim Mæhle tvöfaldaði forystuna eftir sendingu frá Eriksen stuttu síðar. Wind sjálfur skoraði svo þriðja mark Dana skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Eriksen, staðan 3-0 í hálfleik. Strong first-half performance from DenmarkLeading San Marino 3-0 at the break #EURO2024 pic.twitter.com/MxRpLhdvEp— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Það var mark dæmt af Dönum áður en Yussuf Poulsen skoraði fjórða markið undir lok leiks eftir sendingu frá Eriksen. Stoðsendingaþrenna á hann og 4-0 sigur staðreynd. Danir eru í 2. sæti H-riðils með 10 stig, tveimur minna en Finnland sem vann Kasakstan 1-0 í kvöld. Þá vann Slóvenía 4-2 sigur á Norður Írlandi. Í E-riðli voru það tvö mörk í síðari hálfleik sem tryggðu Póllandi 2-0 sigurá Færeyingum. Lewandowski skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 73. mínútu og það síðara tíu mínútum síðar. Lewandowski #EURO2024 pic.twitter.com/nUROlS6qkD— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Sigurinn þýðir að Pólland er með sex stig í 3. sæti en Færeyjar í neðsta sæti með eitt stig. Tékkland er í efsta sæti með átta stig og Albanía í 2. sæti með sjö stig en þjóðirnar gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Frakkland vann 2-0 sigur á Írlandi með mörkum frá Aurélien Tchouaméni og Marcus Thuram. Holland vann svo 3-0 sigur á Grikklandi. Marten de Roon, Wout Weghorst og Cody Gakpo með mörkin. A first @OnsOranje goal for @Dirono #EURO2024 pic.twitter.com/eVC2ZDhaNn— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Það var í raun vitað að Danmörk myndi leggja San Marínó að velli í Kaupmannahöfn í kvöld en spurningin var hversu stór yrði sigurinn. Það tók Danina smá stund að finna taktinn en tvö mörk á þremur mínútum um miðbik fyrri hálfleiks gerðu út um leikinn. Pierre-Emile Højbjerg kom Danmörku yfir eftir sendingu frá Jonas Wind og Joakim Mæhle tvöfaldaði forystuna eftir sendingu frá Eriksen stuttu síðar. Wind sjálfur skoraði svo þriðja mark Dana skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Eriksen, staðan 3-0 í hálfleik. Strong first-half performance from DenmarkLeading San Marino 3-0 at the break #EURO2024 pic.twitter.com/MxRpLhdvEp— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Það var mark dæmt af Dönum áður en Yussuf Poulsen skoraði fjórða markið undir lok leiks eftir sendingu frá Eriksen. Stoðsendingaþrenna á hann og 4-0 sigur staðreynd. Danir eru í 2. sæti H-riðils með 10 stig, tveimur minna en Finnland sem vann Kasakstan 1-0 í kvöld. Þá vann Slóvenía 4-2 sigur á Norður Írlandi. Í E-riðli voru það tvö mörk í síðari hálfleik sem tryggðu Póllandi 2-0 sigurá Færeyingum. Lewandowski skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 73. mínútu og það síðara tíu mínútum síðar. Lewandowski #EURO2024 pic.twitter.com/nUROlS6qkD— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023 Sigurinn þýðir að Pólland er með sex stig í 3. sæti en Færeyjar í neðsta sæti með eitt stig. Tékkland er í efsta sæti með átta stig og Albanía í 2. sæti með sjö stig en þjóðirnar gerðu 1-1 jafntefli í kvöld. Frakkland vann 2-0 sigur á Írlandi með mörkum frá Aurélien Tchouaméni og Marcus Thuram. Holland vann svo 3-0 sigur á Grikklandi. Marten de Roon, Wout Weghorst og Cody Gakpo með mörkin. A first @OnsOranje goal for @Dirono #EURO2024 pic.twitter.com/eVC2ZDhaNn— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) September 7, 2023
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira