Loftslagsmál í lausagangi hjá umhverfisráðherra Andrés Ingi Jónsson skrifar 8. september 2023 13:30 Forystuleysi ríkisstjórnarinnar er að verða að sjálfstæðu vandamáli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Hjá umhverfisráðherra birtist það gjarnan í því að hann víkur sér undan umræðu um aðgerðir með því að fara með margtuggða rullu um hitaveituvæðinguna. Horfir til fortíðar frekar en framtíðar. Með því að spyrja réttra spurninga er síðan hægt að fá skýrari innsýn í áhuga- og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Í dag fékk ég loksins svar frá umhverfisráðherra um stóru línurnar í loftslagsmálum. Sú staðreynd að ráðuneytið tók sér níu mánuði að svara segir sitt, en svörin eru auk þess áhyggjuefni. Aukinn metnaður í orði, ekki á borði Í febrúar 2021 uppfærði Ísland markmið sín gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna, samstíga Evrópusambandinu og Noregi. Þegar ný ríkisstjórn var síðan mynduð í nóvember 2021 sagðist hún vera að auka metnað í loftslagsmálum frá því sem var á síðasta kjörtímabili. Allan síðasta vetur hef ég reynt að fá umhverfisráðherra til að svara einfaldri spurningu: Hvernig á þessi aukni metnaður að birtast í formlegum skuldbindingum? „Ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um að uppfæra landsmarkmið Íslands gagnvart loftslagssamningnum,“ segir í svarinu. Hálft kjörtímabil án skýrrar forystu Ég spurði líka hvenær ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum muni líta dagsins ljós. Sú sem unnið er eftir í dag er nefnilega frá 2020, áður en formlegu markmiðin gagnvart loftslagssamningnum breyttust, áður en ríkisstjórnin tók við með nýjum stjórnarsáttmála. Þar er álíka lítið að frétta af aðgerðum ráðherrans. „Undirbúningur er hafinn að því að uppfæra og aðlaga aðgerðaáætlun í loftslagsmálum að hinum hertu markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.“ Atvinnulífinu hefur verið falið að setja sér markmið um ákveðna geira, en algjörlega án þeirrar pólitísku forystu sem nauðsynleg er um heildarsýnina. Næstum tvö ár eru liðin frá því að nýr ráðherra settist í umhverfisráðuneytið. Metnaðarleysið fyrir loftslagsmálum er himinhrópandi. Það birtist sjaldan skýrar en í því að það sé ekki einu sinni búið að uppfæra þessi grundvallarmarkmið – þennan ramma fyrir aðgerðir samfélagsins gegn loftslagsbreytingum sem þarf pólitíska forystu til að setja. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Loftslagsmál Píratar Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Forystuleysi ríkisstjórnarinnar er að verða að sjálfstæðu vandamáli í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Hjá umhverfisráðherra birtist það gjarnan í því að hann víkur sér undan umræðu um aðgerðir með því að fara með margtuggða rullu um hitaveituvæðinguna. Horfir til fortíðar frekar en framtíðar. Með því að spyrja réttra spurninga er síðan hægt að fá skýrari innsýn í áhuga- og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Í dag fékk ég loksins svar frá umhverfisráðherra um stóru línurnar í loftslagsmálum. Sú staðreynd að ráðuneytið tók sér níu mánuði að svara segir sitt, en svörin eru auk þess áhyggjuefni. Aukinn metnaður í orði, ekki á borði Í febrúar 2021 uppfærði Ísland markmið sín gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna, samstíga Evrópusambandinu og Noregi. Þegar ný ríkisstjórn var síðan mynduð í nóvember 2021 sagðist hún vera að auka metnað í loftslagsmálum frá því sem var á síðasta kjörtímabili. Allan síðasta vetur hef ég reynt að fá umhverfisráðherra til að svara einfaldri spurningu: Hvernig á þessi aukni metnaður að birtast í formlegum skuldbindingum? „Ekki hefur verið tekin frekari ákvörðun um að uppfæra landsmarkmið Íslands gagnvart loftslagssamningnum,“ segir í svarinu. Hálft kjörtímabil án skýrrar forystu Ég spurði líka hvenær ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum muni líta dagsins ljós. Sú sem unnið er eftir í dag er nefnilega frá 2020, áður en formlegu markmiðin gagnvart loftslagssamningnum breyttust, áður en ríkisstjórnin tók við með nýjum stjórnarsáttmála. Þar er álíka lítið að frétta af aðgerðum ráðherrans. „Undirbúningur er hafinn að því að uppfæra og aðlaga aðgerðaáætlun í loftslagsmálum að hinum hertu markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.“ Atvinnulífinu hefur verið falið að setja sér markmið um ákveðna geira, en algjörlega án þeirrar pólitísku forystu sem nauðsynleg er um heildarsýnina. Næstum tvö ár eru liðin frá því að nýr ráðherra settist í umhverfisráðuneytið. Metnaðarleysið fyrir loftslagsmálum er himinhrópandi. Það birtist sjaldan skýrar en í því að það sé ekki einu sinni búið að uppfæra þessi grundvallarmarkmið – þennan ramma fyrir aðgerðir samfélagsins gegn loftslagsbreytingum sem þarf pólitíska forystu til að setja. Höfundur er þingmaður Pírata.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun