Telja mikilvægast að huga að börnunum sem urðu fyrir skaða Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. september 2023 10:29 „Ljóst er að um grafalvarlegt mál er að ræða,“ segir í tilkynningu frá Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla Stjórn foreldrafélags Lágafellsskóla segir mál sem hefur komið upp í skólanum vera grafalvarlegt. Myndir af minnispunktum kennara í skólanum hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum, en þar er háttalagi nemenda lýst. Foreldrafélagið segist líta málið alvarlegum augum og telja mikilvægt að hugað verði að börnum sem urðu fyrir skaða vegna málsins. „Ljóst er að um grafalvarlegt mál er að ræða og hyggst foreldrafélagið kalla eftir frekari upplýsingum og skýringum frá skólastjórnendum um tildrög málsins,“ segir í tilkynningu frá foreldrafélaginu. Stjórn foreldrafélagsins segist ætla að krefjast þess að gengið verði úr skugga að atvik sem þetta eigi sér ekki stað aftur. Þá sé mikilvægt að huga að nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna málsins. „Það allra mikilvægasta er þó að hugað verði vel að öllum þeim nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna þessa og leita leiða til að byggja upp traust nemenda gagnvart skólanum á ný,“ segir foreldrafélagið, sem segist ætla að standa vörð um það. Nemendur kallaðir latir og erfiðir Minnispunktarnir sem málið varðar voru ritaðar í tilefni skilafundar, þegar nemendur flytjast af miðstigi yfir á unglingastig. Fréttastofa hefur skjáskot undir höndum þar sem tilteknir nemendur eru ýmist sagðir „erfiðir“ eða „latir.“ Öðrum nemendum var hrósað. „Ljóst þykir að skráning, innihald og orðalag minnispunktanna sem ritaðir voru í minnisbókina voru því miður settir fram á ófaglegan hátt og voru þannig óásættanlegir og óviðeigandi. Jafnframt var meðferð þessara minnispunkta ekki í samræmi við verklagsreglur skólans um skráningu og meðhöndlun persónugreinanlegra gagna,“ segir í tilkynningu sem Lágafellsskóli sendi frá sér í gær. Hafa ekki fengið neinar frekari upplýsingar Eva Ómarsdóttir, formaður foreldrafélags Lágafellsskóla, segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki fengið neinar frekari upplýsingar en þær sem hafa nú þegar komið fram í fjölmiðlum. „Ég vil byrja á því að segja að við í foreldrafélaginu höfum ekki fengið neinar frekari upplýsingar heldur en hafa verið birtar opinberlega af hálfu skólans. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, þá lítum við býsna alvarlegum augum á þennan atburð. Það er held ég alveg ljóst að hér sé um grafalvarlegt mál að ræða. Við höfum óskað eftir fundi með skólastjórnendum til að fá frekari upplýsingar og skýringar um tildrög málsins,“ segir Eva. Hún segir jafnframt að það sem sé efst í huga félagsins sé velferð nemendanna sem urður fyrir skaða vegna málsins. „Við viljum ganga úr skugga um að það sé verið að huga vel að þeim nemendum og hugsanlega aðstandendum þeirra.“ Þá tekur hún fram að foreldrafélagið vilji aðstoða foreldra í málinu, til að mynda geti þau verið milliliður til skólans. „Ég vona að foreldrar viti að þau geti leitað til okkar ef eitthvað er.“ Mosfellsbær Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
„Ljóst er að um grafalvarlegt mál er að ræða og hyggst foreldrafélagið kalla eftir frekari upplýsingum og skýringum frá skólastjórnendum um tildrög málsins,“ segir í tilkynningu frá foreldrafélaginu. Stjórn foreldrafélagsins segist ætla að krefjast þess að gengið verði úr skugga að atvik sem þetta eigi sér ekki stað aftur. Þá sé mikilvægt að huga að nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna málsins. „Það allra mikilvægasta er þó að hugað verði vel að öllum þeim nemendum og aðstandendum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða vegna þessa og leita leiða til að byggja upp traust nemenda gagnvart skólanum á ný,“ segir foreldrafélagið, sem segist ætla að standa vörð um það. Nemendur kallaðir latir og erfiðir Minnispunktarnir sem málið varðar voru ritaðar í tilefni skilafundar, þegar nemendur flytjast af miðstigi yfir á unglingastig. Fréttastofa hefur skjáskot undir höndum þar sem tilteknir nemendur eru ýmist sagðir „erfiðir“ eða „latir.“ Öðrum nemendum var hrósað. „Ljóst þykir að skráning, innihald og orðalag minnispunktanna sem ritaðir voru í minnisbókina voru því miður settir fram á ófaglegan hátt og voru þannig óásættanlegir og óviðeigandi. Jafnframt var meðferð þessara minnispunkta ekki í samræmi við verklagsreglur skólans um skráningu og meðhöndlun persónugreinanlegra gagna,“ segir í tilkynningu sem Lágafellsskóli sendi frá sér í gær. Hafa ekki fengið neinar frekari upplýsingar Eva Ómarsdóttir, formaður foreldrafélags Lágafellsskóla, segir í samtali við fréttastofu að félagið hafi ekki fengið neinar frekari upplýsingar en þær sem hafa nú þegar komið fram í fjölmiðlum. „Ég vil byrja á því að segja að við í foreldrafélaginu höfum ekki fengið neinar frekari upplýsingar heldur en hafa verið birtar opinberlega af hálfu skólans. Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, þá lítum við býsna alvarlegum augum á þennan atburð. Það er held ég alveg ljóst að hér sé um grafalvarlegt mál að ræða. Við höfum óskað eftir fundi með skólastjórnendum til að fá frekari upplýsingar og skýringar um tildrög málsins,“ segir Eva. Hún segir jafnframt að það sem sé efst í huga félagsins sé velferð nemendanna sem urður fyrir skaða vegna málsins. „Við viljum ganga úr skugga um að það sé verið að huga vel að þeim nemendum og hugsanlega aðstandendum þeirra.“ Þá tekur hún fram að foreldrafélagið vilji aðstoða foreldra í málinu, til að mynda geti þau verið milliliður til skólans. „Ég vona að foreldrar viti að þau geti leitað til okkar ef eitthvað er.“
Mosfellsbær Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira