Neymar orðinn sá markahæsti en knattspyrnusambandið viðurkennir ekki metið Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 12:30 Neymar fagnar marki sínu í gær. Vísir/Getty Neymar varð í nótt markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins í knattspyrnu þegar hann skoraði tvö mörk í 5-1 sigri liðsins gegn Bólivíu. Með fyrra marki sínu í leiknum tók Neymar fram úr þrefalda heimsmeistaranum Pelé og varð markahæstur í sögu brasilíska landsliðsins sem fimm sinnum hefur hampað heimsmeistaratitlinum. Markið kom á 61. mínútu leiksins og var mark númer sjötíu og átta á landsliðsferli Neymar en hann skoraði annað mark í uppbótartíma. Hann fagnaði metmarkinu með því að steyta hnefann upp í loftið, fagn sem Pelé var þekktur fyrir. „Ég er mjög ánægður, það eru enginn orð til að lýsa þessu,“ sagði Neymar í viðtali eftir leikinn í nótt. Neymar has surpassed Pele as Brazil's male all-time top scorer pic.twitter.com/aVaeeiQfym— Match of the Day (@BBCMOTD) September 9, 2023 „Ég hélt aldrei að ég myndi ná þessu meti.“ Neymar hafði misnotað vítaspyrnu fyrr í leiknum en náði svo metinu í síðari hálfleiknum. Brasilíska knattspyrnusambandið er reyndar enn með Pelé efstan á lista yfir markahæstu leikmenn landsliðsins. Þar er hann skráður með 95 mörk í 114 leikjum en FIFA telur ekki með mörk sem Pelé skoraði í æfingaleikjum gegn félagsliðum. Neymar has surpassed Pele s Brazil goalscoring record.He s the only person to score in both Champions League & Copa Libertadores finals and be on the winning side.There s a refusal to give him due credit, but he should be considered one of the greats. @Zonal_Marking— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 9, 2023 Forseti brasilíska knattspyrnusambandsins sagði í viðtali eftir leik að Neymar væri nú orðinn markahæsti leikmaður Brasilíu í leikjum gegn landsliðum. Góðgerðasamtök í nafni Pelé viðurkenndu hins vegar metið. „Til hamingju Neymar Jr. með að hafa farið uppfyrir Kónginn á lista yfir markahæstu leikmenn Brasilíu í opinberum leikjum. Pelé klappar án efa fyrir þér í dag,“ mátti lesa á samfélagsmiðlum samtakanna. Pelé lést úr krabbameini undir lok síðasta árs 82 ára að aldri. Brasilía mætir Perú á miðvikudagskvöldið. Brasilía Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira
Með fyrra marki sínu í leiknum tók Neymar fram úr þrefalda heimsmeistaranum Pelé og varð markahæstur í sögu brasilíska landsliðsins sem fimm sinnum hefur hampað heimsmeistaratitlinum. Markið kom á 61. mínútu leiksins og var mark númer sjötíu og átta á landsliðsferli Neymar en hann skoraði annað mark í uppbótartíma. Hann fagnaði metmarkinu með því að steyta hnefann upp í loftið, fagn sem Pelé var þekktur fyrir. „Ég er mjög ánægður, það eru enginn orð til að lýsa þessu,“ sagði Neymar í viðtali eftir leikinn í nótt. Neymar has surpassed Pele as Brazil's male all-time top scorer pic.twitter.com/aVaeeiQfym— Match of the Day (@BBCMOTD) September 9, 2023 „Ég hélt aldrei að ég myndi ná þessu meti.“ Neymar hafði misnotað vítaspyrnu fyrr í leiknum en náði svo metinu í síðari hálfleiknum. Brasilíska knattspyrnusambandið er reyndar enn með Pelé efstan á lista yfir markahæstu leikmenn landsliðsins. Þar er hann skráður með 95 mörk í 114 leikjum en FIFA telur ekki með mörk sem Pelé skoraði í æfingaleikjum gegn félagsliðum. Neymar has surpassed Pele s Brazil goalscoring record.He s the only person to score in both Champions League & Copa Libertadores finals and be on the winning side.There s a refusal to give him due credit, but he should be considered one of the greats. @Zonal_Marking— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 9, 2023 Forseti brasilíska knattspyrnusambandsins sagði í viðtali eftir leik að Neymar væri nú orðinn markahæsti leikmaður Brasilíu í leikjum gegn landsliðum. Góðgerðasamtök í nafni Pelé viðurkenndu hins vegar metið. „Til hamingju Neymar Jr. með að hafa farið uppfyrir Kónginn á lista yfir markahæstu leikmenn Brasilíu í opinberum leikjum. Pelé klappar án efa fyrir þér í dag,“ mátti lesa á samfélagsmiðlum samtakanna. Pelé lést úr krabbameini undir lok síðasta árs 82 ára að aldri. Brasilía mætir Perú á miðvikudagskvöldið.
Brasilía Mest lesið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Sport Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Körfubolti Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Fótbolti Hollywood-liðið komið upp í B-deild Fótbolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira