Líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið Helena Rós Sturludóttir skrifar 11. september 2023 13:22 Sólveig Sigurðardóttir er einn stofnenda SFO, Samtaka fólks með offitu. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka fólks með offitu líkir framboði efnaskiptaaðgerða erlendis við villta vestrið. Dæmi eru um að Íslendingar hafi sótt aðgerðir úti sem ekki hafi verið framkvæmdar nægilega vel að sögn kviðarholsskurðlæknis. Íslendingar sækja í síauknum mæli í efnaskiptaaðgerðir, hérlendis sem erlendis. Á undanförnum árum hafa rúmlega átta hundruð aðgerðir verið framkvæmdar hér á landi á ári hverju og auk þess sem nokkur hundruð hafa farið í aðgerðir erlendis á vegum Sjúkratrygginga Íslands. Fara í aðgerðir erlendis á eigin vegumÞví til viðbótar eru einstaklingar sem fara í aðgerðir erlendis á eigin vegum og er sá fjöldi óþekktur að sögn kviðarholsskurðlæknis. Formaður SFO segir nauðsynlegt að fólk fari í slíkar aðgerðir í gegnum heilbrigðiskerfið. Dæmi séu um að aðgerðir sem fólk fari á eigin vegum séu ekki framkvæmdar sem skildi.„Það er verið að gera aðgerðir á fólki, við erum með sannanir, bæði innan SFO og erlendis frá. Fólk fer í aðgerð en svo er misjafnt hvað er gert. Það er kannski ekki endilega verið að gera það sem þú borgaðir fyrir sem gerir það að verkum að þú sért ekki að léttast eins og þér er lofað,“ segir Sólveig Sigurðardóttir formaður SFO.Undir þetta tekur Aðalsteinn Arnarson kviðarholsskurðlæknir. „Í einhverjum tilvikum hafi aðgerðirnar ekki verið framkvæmdar nægilega góðan hátt eða fólk lent í einhverjum vandamálum sem þarf að sinna og reyna að leysa þegar heim er komið,“ segir Aðalsteinn. Illa framkvæmd aðgerð Eftirfylgni við sjúklinga sé mikilvæg enda geti ýmislegt komið upp á til langs tíma eftir efnaskiptaaðgerðir. Íslensk kona sem fór í aðgerð erlendis og fann ekki fyrir neinum breytingum eftir heimkomu leitaði til Aðalsteins.„Hún svona fer að velta fyrir sér af hverju hún er ekki að léttast og spyr hvort það sé eitthvað hægt að gera. Í uppvinnslu kemur mjög fljótt í ljós að það var í raun annað hvort mjög illa framkvæmd aðgerð eða bara hreinlega ekki framkvæmd aðgerð sem hún hafði farið í,“ útskýrir Aðalsteinn. Spítalinn hefur hótað lögsóknKonan gaf ekki kost á viðtali við fréttastofu af ótta við sjúkrahúsið erlendis sem hefur hótað henni lögsókn fari hún með málið lengra. Aðalsteinn segir nauðsynlegt að fólki standi til boða að sækja þjónustuna erlendis. „En á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að reyna hafa gegnsæi í því hvaða aðilar eru erlendis eru á einhvern hátt viðurkenndir.“Sólveig segir Evrópsk samtök skurðlækna, samtök fagfólks og sjúklingasamtök hafa tekið höndum saman og að til standi að kortleggja hvað sé í gangi. „Þetta er eitthvað sem á eftir að verða ansi skrautlegt. Sögurnar eru ansi margar og þetta er mjög stórt verkefni og þetta er bara að fara í gang,“ segir hún. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki rétt að tala um plataðgerðir Hjúkrunarfræðingur á Klíníkinni segir ekki rétt að tala um plataðgerðir í þeim tilfellum sem Íslendingar hafa farið erlendis í efnaskiptaaðgerð og hún hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vissulega hafi aðgerðir verið framkvæmdar en ekki nægilega góðar. 21. ágúst 2023 12:58 Stofna Samtök fólks með offitu: „Okkar raddir þurfa að fá að heyrast“ „Við erum mjög aftarlega hérna á Íslandi hvað varðar þjónustu við fólk með offitu, og eins þegar kemur að skilningi innan heilbrigðiskerfisins og innan samfélagsins,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, ein af stofnendum SFO, Samtaka fólks með offitu. 4. mars 2023 12:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Íslendingar sækja í síauknum mæli í efnaskiptaaðgerðir, hérlendis sem erlendis. Á undanförnum árum hafa rúmlega átta hundruð aðgerðir verið framkvæmdar hér á landi á ári hverju og auk þess sem nokkur hundruð hafa farið í aðgerðir erlendis á vegum Sjúkratrygginga Íslands. Fara í aðgerðir erlendis á eigin vegumÞví til viðbótar eru einstaklingar sem fara í aðgerðir erlendis á eigin vegum og er sá fjöldi óþekktur að sögn kviðarholsskurðlæknis. Formaður SFO segir nauðsynlegt að fólk fari í slíkar aðgerðir í gegnum heilbrigðiskerfið. Dæmi séu um að aðgerðir sem fólk fari á eigin vegum séu ekki framkvæmdar sem skildi.„Það er verið að gera aðgerðir á fólki, við erum með sannanir, bæði innan SFO og erlendis frá. Fólk fer í aðgerð en svo er misjafnt hvað er gert. Það er kannski ekki endilega verið að gera það sem þú borgaðir fyrir sem gerir það að verkum að þú sért ekki að léttast eins og þér er lofað,“ segir Sólveig Sigurðardóttir formaður SFO.Undir þetta tekur Aðalsteinn Arnarson kviðarholsskurðlæknir. „Í einhverjum tilvikum hafi aðgerðirnar ekki verið framkvæmdar nægilega góðan hátt eða fólk lent í einhverjum vandamálum sem þarf að sinna og reyna að leysa þegar heim er komið,“ segir Aðalsteinn. Illa framkvæmd aðgerð Eftirfylgni við sjúklinga sé mikilvæg enda geti ýmislegt komið upp á til langs tíma eftir efnaskiptaaðgerðir. Íslensk kona sem fór í aðgerð erlendis og fann ekki fyrir neinum breytingum eftir heimkomu leitaði til Aðalsteins.„Hún svona fer að velta fyrir sér af hverju hún er ekki að léttast og spyr hvort það sé eitthvað hægt að gera. Í uppvinnslu kemur mjög fljótt í ljós að það var í raun annað hvort mjög illa framkvæmd aðgerð eða bara hreinlega ekki framkvæmd aðgerð sem hún hafði farið í,“ útskýrir Aðalsteinn. Spítalinn hefur hótað lögsóknKonan gaf ekki kost á viðtali við fréttastofu af ótta við sjúkrahúsið erlendis sem hefur hótað henni lögsókn fari hún með málið lengra. Aðalsteinn segir nauðsynlegt að fólki standi til boða að sækja þjónustuna erlendis. „En á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að reyna hafa gegnsæi í því hvaða aðilar eru erlendis eru á einhvern hátt viðurkenndir.“Sólveig segir Evrópsk samtök skurðlækna, samtök fagfólks og sjúklingasamtök hafa tekið höndum saman og að til standi að kortleggja hvað sé í gangi. „Þetta er eitthvað sem á eftir að verða ansi skrautlegt. Sögurnar eru ansi margar og þetta er mjög stórt verkefni og þetta er bara að fara í gang,“ segir hún.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ekki rétt að tala um plataðgerðir Hjúkrunarfræðingur á Klíníkinni segir ekki rétt að tala um plataðgerðir í þeim tilfellum sem Íslendingar hafa farið erlendis í efnaskiptaaðgerð og hún hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vissulega hafi aðgerðir verið framkvæmdar en ekki nægilega góðar. 21. ágúst 2023 12:58 Stofna Samtök fólks með offitu: „Okkar raddir þurfa að fá að heyrast“ „Við erum mjög aftarlega hérna á Íslandi hvað varðar þjónustu við fólk með offitu, og eins þegar kemur að skilningi innan heilbrigðiskerfisins og innan samfélagsins,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, ein af stofnendum SFO, Samtaka fólks með offitu. 4. mars 2023 12:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Ekki rétt að tala um plataðgerðir Hjúkrunarfræðingur á Klíníkinni segir ekki rétt að tala um plataðgerðir í þeim tilfellum sem Íslendingar hafa farið erlendis í efnaskiptaaðgerð og hún hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vissulega hafi aðgerðir verið framkvæmdar en ekki nægilega góðar. 21. ágúst 2023 12:58
Stofna Samtök fólks með offitu: „Okkar raddir þurfa að fá að heyrast“ „Við erum mjög aftarlega hérna á Íslandi hvað varðar þjónustu við fólk með offitu, og eins þegar kemur að skilningi innan heilbrigðiskerfisins og innan samfélagsins,“ segir Sólveig Sigurðardóttir, ein af stofnendum SFO, Samtaka fólks með offitu. 4. mars 2023 12:15