Fótbolti

Pogba féll á lyfjaprófi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paul Pogba gæti verið á leið í 2-4 ára bann frá fótbolta.
Paul Pogba gæti verið á leið í 2-4 ára bann frá fótbolta. getty/Giuseppe Maffia

Paul Pogba, leikmaður Juventus, er í vandræðum eftir að mikið magn testósteróns greindist í lyfjaprófi sem hann tók á dögunum.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Samkvæmt þeim greindist of hátt magn testósteróns í sýni Pogbas sem var tekið eftir leik Udinese og Juventus í 1. umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar 20. ágúst.

Ef hægt verður að sýna fram á að Pogba hafi tekið efnið viljandi inn gæti hann fengið fjögurra ára bann frá fótbolta.

Hinn þrítugi Pogba hefur, samkvæmt ítölskum fjölmiðlum, þrjá daga til að sýna fram á sakleysi sitt.

Ekkert hefur gengið hjá Pogba síðan hann sneri aftur til Juventus. Hann hefur aðeins leikið ellefu leiki síðan hann kom frá Manchester United í fyrra




Fleiri fréttir

Sjá meira


×