Byrjunarlið Íslands gegn Bosníu: Orri leiðir sóknarlínuna Aron Guðmundsson skrifar 11. september 2023 17:34 Orri fær stórt tækifæri til að láta að sér kveða með íslenska landsliðinu í kvöld. Vísir/Getty Byrjunarlið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, fyrir leik liðsins gegn Bosníu & Herzegovinu á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2024 í kvöld, hefur verið opinberað. Orri Óskarsson leikur sinn fyrsta leik í byrjunarliði íslenska landsliðsins í kvöld, hann leiðir sóknarlínu Íslands en alls gerir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands fimm breytingar á liði sínu milli leikja. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri-bakvörður: Alfons Sampsted Miðverðir: Hjörtur Hermannsson, Guðlaugur Victor Pálsson Vinstri bakvörður: Kolbeinn Finnsson Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason, Willum Þór Willumsson, Mikael Neville Anderson Sóknarmenn: Orri Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson Varnarjaxlinn Hörður Björgvin Magnússon tekur út leikbann í leiknum en hann var rekinn af velli með rautt spjald í leik Íslands gegn Lúxemborg fyrir helgi. Inn í hans stað í hjarta íslensku varnarinnar kemur Hjörtur Hermannsson og þá má einnig finna Alfons Sampsted í hægri bakvarðarstöðunni. Þá tekur Willum Þór Willumsson sér aftur stöðu á miðjunni en Willum hefur nú tekið út leikbann sitt sem hann fékk eftir að hafa verið rekinn af velli gegn Portúgal í síðasta landsliðsglugga. Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni og situr liðið í 5.sæti í sínum riðli með aðeins þrjú stig. Fyrri leik þessara liða lauk með öruggum 3-0 sigri Bosníu & Herzegovinu en leikið var í Bosníu. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði greint frá því í viðtölum í aðdraganda leiksins í kvöld að breytingar yrðu á byrjunarliði Íslands frá leik liðsins gegn Lúxemborg. „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide. Leikurinn Íslands og Bosníu & Herzegovinu er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun fyrir hann klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Orri Óskarsson leikur sinn fyrsta leik í byrjunarliði íslenska landsliðsins í kvöld, hann leiðir sóknarlínu Íslands en alls gerir Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands fimm breytingar á liði sínu milli leikja. Byrjunarlið Íslands: Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson Hægri-bakvörður: Alfons Sampsted Miðverðir: Hjörtur Hermannsson, Guðlaugur Victor Pálsson Vinstri bakvörður: Kolbeinn Finnsson Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson, Arnór Ingvi Traustason, Willum Þór Willumsson, Mikael Neville Anderson Sóknarmenn: Orri Óskarsson, Hákon Arnar Haraldsson Varnarjaxlinn Hörður Björgvin Magnússon tekur út leikbann í leiknum en hann var rekinn af velli með rautt spjald í leik Íslands gegn Lúxemborg fyrir helgi. Inn í hans stað í hjarta íslensku varnarinnar kemur Hjörtur Hermannsson og þá má einnig finna Alfons Sampsted í hægri bakvarðarstöðunni. Þá tekur Willum Þór Willumsson sér aftur stöðu á miðjunni en Willum hefur nú tekið út leikbann sitt sem hann fékk eftir að hafa verið rekinn af velli gegn Portúgal í síðasta landsliðsglugga. Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni og situr liðið í 5.sæti í sínum riðli með aðeins þrjú stig. Fyrri leik þessara liða lauk með öruggum 3-0 sigri Bosníu & Herzegovinu en leikið var í Bosníu. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands hafði greint frá því í viðtölum í aðdraganda leiksins í kvöld að breytingar yrðu á byrjunarliði Íslands frá leik liðsins gegn Lúxemborg. „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide. Leikurinn Íslands og Bosníu & Herzegovinu er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun fyrir hann klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira