Einkunnir íslenska landsliðsins: Mikið betra en fyrir helgi Íþróttadeild Vísis skrifar 11. september 2023 20:45 Íslenska landsliðið átti mun betri leik gegn Bosníu en gegn Lúxemborg. Vísir/Hulda Margrét Ísland tók á móti Bosníu og Herzegovínu í sjöttu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Leiknum lauk með sigri Íslands 1-0 en það var Alfreð Finnbogason sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Sigurinn var kærkominn og að endingu verðskuldaður. Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarlið Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 6 Hafði ekki mikið að gera í fyrri hálfleik en greip vel inn í það sem þurfti. Hafði öllu meira að gera í síðari hálfleik en varði allt það sem kom að marki og á. Varði stórkostlega þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 6 Byrjaði örlítið óörugglega en vann sig vel inn í leikinn og hjálpaði til við að varnarlínan leit mjög vel út í allt kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 7 Talsvert betri en á föstudaginn. Hann ásamt Hirti gerðu það að verkum að Edin Dzeko, sem er talinn mjög góður framherji, fékk úr litlu að moða í kvöld. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 6 Kom inn í liðið með þær skipanir að hann skyldi verjast. Hann gerði það og gerði það með prýði. Hann og Guðlaugur sköpuðu mikla öryggistilfinningu í kvöld. Sem var vel þegin eftir síðasta leik. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður 6 Varðist virkilega vel í kvöld. Hann fékk kannski ekki tækifæri til að sýna sig sóknarlega en þegar hann komst í tækifæri til þess gerði hann ágætlega úr þeim stöðum. Willum Þór Willumsson, hægri kantur 6 Sýndi góða spretti inn á milli. Hefur gæði, kraft og líkamsburði til að halda varnarmönnum andstæðingsin vel við efnið. Skilað líka sínu varnarlega. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður 6 Ekkert út á fyrirliðann að setja í kvöld. Átti mjög trausta frammistöðu og stýrði liði sínu eins og Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Komst vel frá þessum leik. Hafði mikinn kraft og hlaupagetu í kvöld sem hjálpaði til við að verja varnarlínuna. Mikael Neville Anderson, vinstri kantur: 5 Komst vel frá sínu þó hann hafi ekki náð að sýna glanshliðina sóknarlega. Komst í besta færi íslenska liðsins en náði ekki að hitta á rammann. Hákon Arnar Haraldsson, framherji 8 (Maður leiksins) Frábær í kvöld! Sýndi það afhverju lið í efstu deild í Frakklandi vildi fá hann. Rosaleg gæði í honum ásamt baráttu til að hjálpa til við varnarleikinn. Gæðin sem hann sýndi oft í sendingum sínum voru af þeim toga að manni hlakkar til að fylgjast með honum í framtíðinni. Orri Steinn Óskarsson, framherji 7 Var á löngum köflum einangraður frammi en átti glefsur sem sönnuðu það fyrir manni afhverju hann er valinn í fullorðins landsliðið og fær að byrja. Hélt varnarmönnum gestanna við efnið. Varamenn: Alfreð Finnbogason kom inn á fyrir Willum á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Mikael á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Bosnía og Hersegóvína | Sjö hundruð dagar síðan Ísland vann mótsleik á Laugardalsvelli Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótartíma. 11. september 2023 20:40 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Hér að neðan má sjá einkunnir íslensku leikmannanna fyrir leikinn. Byrjunarlið Íslands Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 6 Hafði ekki mikið að gera í fyrri hálfleik en greip vel inn í það sem þurfti. Hafði öllu meira að gera í síðari hálfleik en varði allt það sem kom að marki og á. Varði stórkostlega þegar um fjórar mínútur voru eftir af leiknum. Alfons Sampsted, hægri bakvörður 6 Byrjaði örlítið óörugglega en vann sig vel inn í leikinn og hjálpaði til við að varnarlínan leit mjög vel út í allt kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, miðvörður 7 Talsvert betri en á föstudaginn. Hann ásamt Hirti gerðu það að verkum að Edin Dzeko, sem er talinn mjög góður framherji, fékk úr litlu að moða í kvöld. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 6 Kom inn í liðið með þær skipanir að hann skyldi verjast. Hann gerði það og gerði það með prýði. Hann og Guðlaugur sköpuðu mikla öryggistilfinningu í kvöld. Sem var vel þegin eftir síðasta leik. Kolbeinn Birgir Finnsson, vinstri bakvörður 6 Varðist virkilega vel í kvöld. Hann fékk kannski ekki tækifæri til að sýna sig sóknarlega en þegar hann komst í tækifæri til þess gerði hann ágætlega úr þeim stöðum. Willum Þór Willumsson, hægri kantur 6 Sýndi góða spretti inn á milli. Hefur gæði, kraft og líkamsburði til að halda varnarmönnum andstæðingsin vel við efnið. Skilað líka sínu varnarlega. Jóhann Berg Guðmundsson, miðjumaður 6 Ekkert út á fyrirliðann að setja í kvöld. Átti mjög trausta frammistöðu og stýrði liði sínu eins og Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 6 Komst vel frá þessum leik. Hafði mikinn kraft og hlaupagetu í kvöld sem hjálpaði til við að verja varnarlínuna. Mikael Neville Anderson, vinstri kantur: 5 Komst vel frá sínu þó hann hafi ekki náð að sýna glanshliðina sóknarlega. Komst í besta færi íslenska liðsins en náði ekki að hitta á rammann. Hákon Arnar Haraldsson, framherji 8 (Maður leiksins) Frábær í kvöld! Sýndi það afhverju lið í efstu deild í Frakklandi vildi fá hann. Rosaleg gæði í honum ásamt baráttu til að hjálpa til við varnarleikinn. Gæðin sem hann sýndi oft í sendingum sínum voru af þeim toga að manni hlakkar til að fylgjast með honum í framtíðinni. Orri Steinn Óskarsson, framherji 7 Var á löngum köflum einangraður frammi en átti glefsur sem sönnuðu það fyrir manni afhverju hann er valinn í fullorðins landsliðið og fær að byrja. Hélt varnarmönnum gestanna við efnið. Varamenn: Alfreð Finnbogason kom inn á fyrir Willum á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Mikael á 76. mínútu Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Bosnía og Hersegóvína | Sjö hundruð dagar síðan Ísland vann mótsleik á Laugardalsvelli Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótartíma. 11. september 2023 20:40 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Í beinni: Ísland - Bosnía og Hersegóvína | Sjö hundruð dagar síðan Ísland vann mótsleik á Laugardalsvelli Ísland vann 1-0 sigur gegn Bosníu. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs Finnbogasonar í uppbótartíma. 11. september 2023 20:40
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti