Alfreð: Maður fagnar eins og asni Árni Jóhannsson skrifar 11. september 2023 21:24 Alfreð brosir eftir að hafa tryggt sigurinn. vísir/hulda margrét Alfreð Finnbogason reyndist hetja Íslendinga í kvöld þegar Bosnía og Herzegovína var lagt af velli með einu marki. Alfreð kom inn á þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum og um leið byrjaði sóknarþungi íslenska liðsins að aukast. Alfreð skoraði mark sem var dæmt af skömmu eftir að hann kom inn á en á annarri mínútu uppbótartíma brást honum ekki bogalistin og tryggði Íslandi sigurinn. Alfreð var til viðtals eftir leik í umfjöllun Stöðvar 2 Sport skömmu eftir leik og byrjaði hann á því að þakka Kára Árnasyni fyrir að hafa kennt sér marktækni sína. Svo var snúið sér að leiknum sjálfum. Það virtist vera að planið í dag hafi verið að múra fyrir markið og svo að sækja stigin í lokin. Alfreð var sammála því. „Það er jákvætt að við reynum að vinna leikina. Það hefði verið freistandi að ná bara í eitt stig og svo reyna að byggja eitthvað á því. Við erum bara í þannig stöðu í riðlinum að allt þarf að ganga upp ef við eigum að eiga einhvern sénst. Tala nú ekki um núna þegar við fáum þrjá heimaleiki í röð. Við erum gríðarlega svekktir eftir leikinn gegn Lúxemborg því við ætluðum að koma okkur inn í riðilinn þar en við getum bara reynt að svar í smá skrefum. Þetta var hrikalega gott og stórt skref í dag.“ Klippa: Hetjan í viðtali Það var talað um það fyrir leik að það besta sem gæti komið fyrir íþróttamenn væri að komast út á grasið og kvitta fyrir fyrri leikinn. „Ekki spurning. Við ætluðum náttúrlega að gera allt annað en við sýndum. Fótboltinn er ekki það einfaldur að það virki alltaf þannig og við vorum dálítið sjokkeraðir eftir það hvernig við byrjuðum þann leik. Grunngildin voru samt til staðar í dag og svo á endanum er þetta 50/50 hver vinnur leikinn. Við vorum með hellings kraft í lok leiksins til að vinna leikinn og vorum að fá helling af færum. Það hefði verið mjög svekkjandi að klára ekki þennan leik.“ Markið sem Alfreð skoraði var skoðað af VAR sjánni eins og lög gera ráð fyrir en það var mögueliki á að brot hafi verið framið í aðdraganda marksins. Alfreð var beðinn um að fara með áhorfendur í gegnum hugarfar markaskorarans sem þarf að bíða eftir úrskurðinum. „Þetta er vel þreytt. Maður fagnar eins og asni. Það er það fallegasta við fótboltann, það eru svona augnablik þegar maður er að fagna svona marki, tala nú ekki um þegar það er í uppbótartíma, maður er samt einhvernveginn alltaf með varnaglann á. Ég var ekki hundrað prósent viss hvort ég væri rangstæður eða ekki. Þetta er það leiðinlega við nútímafótboltann en þegar hann benti á punktinn þá var tilfinningin alveg geggjuð. Ég var ekki með alla línuna í fyrri markinu og hann var fljótur að dæma fyrra markið af en þegar maður þarf að bíða lengi þá boðar það ekki gott. Það var fallegt að sjá hann benda á punktinn.“ Varðandi skipulag gestanna þá var Alfreð spurður að því hvort það hafi verið rætt fyrir leik að bregðast við því hvernig vængbakverðirnir bosnísku komu hátt á völlinn. „Við leiðréttum þetta í hálfleik. Það gerði það að verkum að Mikael [Neville Anderson] þurfti að sinna meiri varnarvinnu, hann var nánast eins og bakvörður. Það erfiðara við það að fara svona neðarlega á völlinn er það að þegar þú vinnur boltann þá var oft bara Orri fyrir framan línuna og það vantaði menn, eins og Hákon, nær honum. Þetta getur orðið hættulegt þegar við erum komnir í fimm manna línu eins og gerðist hjá okkur því í svona leik gegn teknískt góðu liði viljum við ekki vera ofarlega því þeir eru góðir að þræða boltann í gegnum okkur á Dzeko sem er ennþá frábær fótbolta maður.“ Hákonr Arnar Haraldsson var maður leiksins í kvöld og var Alfreð spurður út í hann og hvort hann væri framtíð landsliðsins. „Ekki spurning. Nú þegar er hann orðinn lykilmaður en á sama tíma skulum við ekki setja allt á hans herðar. Hann er svolítið óslípaður demantur þó hann sé kominn á mjög hátt level nú þegar en það sem ég segi alltaf við hann þá vill ég hafa hann nálægt mér. Hann vill vera alls staðar og gera allt en það er bara þessi ungæðisháttur og hann nýtist best á síðasta þriðjungi vallarins þar sem hann getur þrætt boltann á okkur.“ Alfreð var einnig spurður út í Orra Stein Óskarsson sem var að byrja sinn fyrsta landsleik og stóð sig vel. „Þetta er bara gríðarlega efnilegur senter. Hann er mikill markaskorari og hefur sýnt það hjá topp klúbb núna. Hann þarf að kljást við það að vera í hörku samkeppni við góða leikmenn og hann mun græða á því til lengri tíma. Við vonum bara að hann spili sem mest og hjá liði eins og FCK sem spilar á þriggja daga fresti þá er það alveg möguleiki. Það er mikilvægt og jákvætt fyrir íslenska landsliðið að vera með samkeppni. Það eru margar stöður sem eru ekki með nógu marga leikmenn á nógu háu leveli og við viljum hafa sem flesta. Við þurfum að breikka hópinn því við erum ekki með eins breiðan hóp og fyrir nokkrum árum.“ Bosníumenn ógnuðu íslenska liðinu líka ásamt færunum sem Ísland fékk. Var Alfreð viss um að mark myndi koma í leikinn? „Já þetta var farið að opnast og það var oft maður á mann. Þeir eru í þannig stöðu að þeir þurftu þrjú stig og eru að berjast um að komast áfram og eru í ágætri stöðu. Þetta hefði getað dottið báðum megin og það hefði verið ótrúlega svekkjandi.“ Hverju breytir þessi sigur fyrir íslenska landsliðið? „Það er ótrúlega mikilvægt. Það er mikilvægt að sigra fótboltaleik og það kemur ekkert í veg fyrir sigra og við getum talað um hlutina og að það vanti hina og þessa. Til þess að byggja eitthvað þá þurfum við sigra og tal nú ekki um nýjan landsliðsþjálfara sem var að bíða eftir fyrsta sigrinum sínum. Því lengur sem maður bíður eftir fyrsta sigrinum því erfiðara verður þetta. Mér finnst við vera með ágætist grunn sem við getum byggt á og svo fáum við fleiri leikmenn til baka til að gera enn þá meiri samkeppni. Tveir heimaleikir í október og við getum komið okkur í stöðu þar sem við förum í leik í Slóvakíu sem skiptir einhverju máli.“ EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir íslenska landsliðsins: Mikið betra en fyrir helgi Ísland tók á móti Bosníu og Herzegovínu í sjöttu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Leiknum lauk með sigri Íslands 1-0 en það var Alfreð Finnbogason sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Sigurinn var kærkominn og að endingu verðskuldaður. 11. september 2023 20:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Alfreð var til viðtals eftir leik í umfjöllun Stöðvar 2 Sport skömmu eftir leik og byrjaði hann á því að þakka Kára Árnasyni fyrir að hafa kennt sér marktækni sína. Svo var snúið sér að leiknum sjálfum. Það virtist vera að planið í dag hafi verið að múra fyrir markið og svo að sækja stigin í lokin. Alfreð var sammála því. „Það er jákvætt að við reynum að vinna leikina. Það hefði verið freistandi að ná bara í eitt stig og svo reyna að byggja eitthvað á því. Við erum bara í þannig stöðu í riðlinum að allt þarf að ganga upp ef við eigum að eiga einhvern sénst. Tala nú ekki um núna þegar við fáum þrjá heimaleiki í röð. Við erum gríðarlega svekktir eftir leikinn gegn Lúxemborg því við ætluðum að koma okkur inn í riðilinn þar en við getum bara reynt að svar í smá skrefum. Þetta var hrikalega gott og stórt skref í dag.“ Klippa: Hetjan í viðtali Það var talað um það fyrir leik að það besta sem gæti komið fyrir íþróttamenn væri að komast út á grasið og kvitta fyrir fyrri leikinn. „Ekki spurning. Við ætluðum náttúrlega að gera allt annað en við sýndum. Fótboltinn er ekki það einfaldur að það virki alltaf þannig og við vorum dálítið sjokkeraðir eftir það hvernig við byrjuðum þann leik. Grunngildin voru samt til staðar í dag og svo á endanum er þetta 50/50 hver vinnur leikinn. Við vorum með hellings kraft í lok leiksins til að vinna leikinn og vorum að fá helling af færum. Það hefði verið mjög svekkjandi að klára ekki þennan leik.“ Markið sem Alfreð skoraði var skoðað af VAR sjánni eins og lög gera ráð fyrir en það var mögueliki á að brot hafi verið framið í aðdraganda marksins. Alfreð var beðinn um að fara með áhorfendur í gegnum hugarfar markaskorarans sem þarf að bíða eftir úrskurðinum. „Þetta er vel þreytt. Maður fagnar eins og asni. Það er það fallegasta við fótboltann, það eru svona augnablik þegar maður er að fagna svona marki, tala nú ekki um þegar það er í uppbótartíma, maður er samt einhvernveginn alltaf með varnaglann á. Ég var ekki hundrað prósent viss hvort ég væri rangstæður eða ekki. Þetta er það leiðinlega við nútímafótboltann en þegar hann benti á punktinn þá var tilfinningin alveg geggjuð. Ég var ekki með alla línuna í fyrri markinu og hann var fljótur að dæma fyrra markið af en þegar maður þarf að bíða lengi þá boðar það ekki gott. Það var fallegt að sjá hann benda á punktinn.“ Varðandi skipulag gestanna þá var Alfreð spurður að því hvort það hafi verið rætt fyrir leik að bregðast við því hvernig vængbakverðirnir bosnísku komu hátt á völlinn. „Við leiðréttum þetta í hálfleik. Það gerði það að verkum að Mikael [Neville Anderson] þurfti að sinna meiri varnarvinnu, hann var nánast eins og bakvörður. Það erfiðara við það að fara svona neðarlega á völlinn er það að þegar þú vinnur boltann þá var oft bara Orri fyrir framan línuna og það vantaði menn, eins og Hákon, nær honum. Þetta getur orðið hættulegt þegar við erum komnir í fimm manna línu eins og gerðist hjá okkur því í svona leik gegn teknískt góðu liði viljum við ekki vera ofarlega því þeir eru góðir að þræða boltann í gegnum okkur á Dzeko sem er ennþá frábær fótbolta maður.“ Hákonr Arnar Haraldsson var maður leiksins í kvöld og var Alfreð spurður út í hann og hvort hann væri framtíð landsliðsins. „Ekki spurning. Nú þegar er hann orðinn lykilmaður en á sama tíma skulum við ekki setja allt á hans herðar. Hann er svolítið óslípaður demantur þó hann sé kominn á mjög hátt level nú þegar en það sem ég segi alltaf við hann þá vill ég hafa hann nálægt mér. Hann vill vera alls staðar og gera allt en það er bara þessi ungæðisháttur og hann nýtist best á síðasta þriðjungi vallarins þar sem hann getur þrætt boltann á okkur.“ Alfreð var einnig spurður út í Orra Stein Óskarsson sem var að byrja sinn fyrsta landsleik og stóð sig vel. „Þetta er bara gríðarlega efnilegur senter. Hann er mikill markaskorari og hefur sýnt það hjá topp klúbb núna. Hann þarf að kljást við það að vera í hörku samkeppni við góða leikmenn og hann mun græða á því til lengri tíma. Við vonum bara að hann spili sem mest og hjá liði eins og FCK sem spilar á þriggja daga fresti þá er það alveg möguleiki. Það er mikilvægt og jákvætt fyrir íslenska landsliðið að vera með samkeppni. Það eru margar stöður sem eru ekki með nógu marga leikmenn á nógu háu leveli og við viljum hafa sem flesta. Við þurfum að breikka hópinn því við erum ekki með eins breiðan hóp og fyrir nokkrum árum.“ Bosníumenn ógnuðu íslenska liðinu líka ásamt færunum sem Ísland fékk. Var Alfreð viss um að mark myndi koma í leikinn? „Já þetta var farið að opnast og það var oft maður á mann. Þeir eru í þannig stöðu að þeir þurftu þrjú stig og eru að berjast um að komast áfram og eru í ágætri stöðu. Þetta hefði getað dottið báðum megin og það hefði verið ótrúlega svekkjandi.“ Hverju breytir þessi sigur fyrir íslenska landsliðið? „Það er ótrúlega mikilvægt. Það er mikilvægt að sigra fótboltaleik og það kemur ekkert í veg fyrir sigra og við getum talað um hlutina og að það vanti hina og þessa. Til þess að byggja eitthvað þá þurfum við sigra og tal nú ekki um nýjan landsliðsþjálfara sem var að bíða eftir fyrsta sigrinum sínum. Því lengur sem maður bíður eftir fyrsta sigrinum því erfiðara verður þetta. Mér finnst við vera með ágætist grunn sem við getum byggt á og svo fáum við fleiri leikmenn til baka til að gera enn þá meiri samkeppni. Tveir heimaleikir í október og við getum komið okkur í stöðu þar sem við förum í leik í Slóvakíu sem skiptir einhverju máli.“
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir íslenska landsliðsins: Mikið betra en fyrir helgi Ísland tók á móti Bosníu og Herzegovínu í sjöttu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Leiknum lauk með sigri Íslands 1-0 en það var Alfreð Finnbogason sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Sigurinn var kærkominn og að endingu verðskuldaður. 11. september 2023 20:45 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Einkunnir íslenska landsliðsins: Mikið betra en fyrir helgi Ísland tók á móti Bosníu og Herzegovínu í sjöttu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Leiknum lauk með sigri Íslands 1-0 en það var Alfreð Finnbogason sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Sigurinn var kærkominn og að endingu verðskuldaður. 11. september 2023 20:45