Loka bolfiskvinnslu og segja upp þrjátíu á Seyðisfirði Árni Sæberg skrifar 12. september 2023 11:48 Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar. Stöð 2/Arnar Síldarvinnslan hefur tilkynnt að stefnt sé að því að loka bolfisksvinnslu fyrirtækisins á Seyðisfirði þann 30. nóvember næstkomandi. Þrjátíu af 33 starfsmönnum vinnslunnar verður sagt upp störfum. Þetta segir í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. Þar segir að samráðsferli við starfsfólk og forystufólk í sveitarfélaginu hefjist í framhaldinu með það að markmiði að milda áhrifin á nærsamfélagið og finna leiðir til að auðvelda fólki að vinna sem best úr erfiðum aðstæðum sem upp kunni að koma í kjölfarið. Áfram verði rekin fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Breytt rekstrarumhverfi Rekstrarumhverfi bolfiskvinnslunnar hafi breyst hratt á undanförnum árum. Fjölmargir kostnaðarliðir hafi hækkað umtalsvert, öll fjármögnun orðin dýrari og þorskheimildir dregist saman. Þar að auki sé bolfiskvinnslan á Seyðisfirði komin til ára sinna og ljóst að ráðast þarf í miklar framkvæmdir og fjárfestingu til að hún verði samkeppnishæf við fullkomnustu bolfiskhúsin í dag, þar sem tækniþróun hafi verið ör. „Sá kostnaður hlypi á hundruðum milljóna króna og ljóst að jafn lítil starfseining stæði ekki undir slíku.“ Síldarvinnslan hafi nýlega fjárfest í öflugum fiskvinnsluhúsum í Grindavík til að mæta kröfum um aukna sjálfvirkni, betri nýtingu afurða og auka sveigjanleika í framleiðslu. Til að standa undir slíkum kröfum hafi þróunin undanfarin ár verið í átt að stærri framleiðslueiningum með fjölbreyttari framleiðslu. Ekki léttvæg áform Í bolfiskvinnslunni á Seyðisfirði starfa 33 starfsmenn og ákvörðun Síldarvinnslunnar mun hafa áhrif á þrjátíu þeirra. „Ljóst er að þessi áform eru ekki léttvæg með hagsmuni starfsmanna og nærsamfélagsins í huga. Munu stjórnendur Síldarvinnslunnar því setjast niður með hagaðilum, fulltrúum launafólks og sveitarstjórnarfólki á svæðinu til að leita leiða til að milda áhrifin. Hluta starfsfólks mun standa til boða vinna á öðrum starfstöðvum félagsins, en félagið rekur fiskimjölsverksmiðju á Seyðisfirði, uppsjávarvinnslu og fiskimjölsverksmiðju í Neskaupstað auk bolfiskvinnslu í Grindavík,“ segir í tilkynningu. Engum skipverja á togaranum Gullveri verði sagt upp vegna þessara breytinga, en ljóst sé að löndunarhöfnum mun fjölga. Vilja styrkja bæinn Þá segir að stjórnendur Síldarvinnslunnar muni einnig óska eftir samtali við heimamenn með það fyrir augum að finna mótvægisaðgerðir sem styrkt gætu Seyðisfjörð til lengri tíma, þrátt fyrir brotthvarf bolfiskvinnslunnar. Verði þar á meðal annars horft til tækifæra og fjárfestinga í atvinnuuppbyggingu á svæðinu, svo sem í ferðaþjónustu, fiskeldi eða öðrum hugmyndum sem heimafólk hefur um framtíðaruppbyggingu. Markmiðið með þeirri vinnu sé að fjárfesta í sjálfbærum verkefnum sem skili sér til langs tíma á svæðinu og skapa heilsársstörf. Sjávarútvegur Múlaþing Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur kaupin á Vísi auka verðmæti Síldarvinnslunnar um nærri sjö milljarða Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir í Grindavík gæti staðið undir verðmiða upp á um 37,5 milljarða króna en heildarkaupverðið á félaginu til Síldarvinnslunnar, sem var tilkynnt um í sumar, nemur 31 milljarði króna. Væntur ávinningur Síldarvinnslunnar af kaupunum er því um 6,5 milljarðar, eða um 17 prósent af kaupverðinu. 15. september 2022 07:01 Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast. 21. júlí 2022 12:24 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Síldarvinnslunni. Þar segir að samráðsferli við starfsfólk og forystufólk í sveitarfélaginu hefjist í framhaldinu með það að markmiði að milda áhrifin á nærsamfélagið og finna leiðir til að auðvelda fólki að vinna sem best úr erfiðum aðstæðum sem upp kunni að koma í kjölfarið. Áfram verði rekin fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði. Breytt rekstrarumhverfi Rekstrarumhverfi bolfiskvinnslunnar hafi breyst hratt á undanförnum árum. Fjölmargir kostnaðarliðir hafi hækkað umtalsvert, öll fjármögnun orðin dýrari og þorskheimildir dregist saman. Þar að auki sé bolfiskvinnslan á Seyðisfirði komin til ára sinna og ljóst að ráðast þarf í miklar framkvæmdir og fjárfestingu til að hún verði samkeppnishæf við fullkomnustu bolfiskhúsin í dag, þar sem tækniþróun hafi verið ör. „Sá kostnaður hlypi á hundruðum milljóna króna og ljóst að jafn lítil starfseining stæði ekki undir slíku.“ Síldarvinnslan hafi nýlega fjárfest í öflugum fiskvinnsluhúsum í Grindavík til að mæta kröfum um aukna sjálfvirkni, betri nýtingu afurða og auka sveigjanleika í framleiðslu. Til að standa undir slíkum kröfum hafi þróunin undanfarin ár verið í átt að stærri framleiðslueiningum með fjölbreyttari framleiðslu. Ekki léttvæg áform Í bolfiskvinnslunni á Seyðisfirði starfa 33 starfsmenn og ákvörðun Síldarvinnslunnar mun hafa áhrif á þrjátíu þeirra. „Ljóst er að þessi áform eru ekki léttvæg með hagsmuni starfsmanna og nærsamfélagsins í huga. Munu stjórnendur Síldarvinnslunnar því setjast niður með hagaðilum, fulltrúum launafólks og sveitarstjórnarfólki á svæðinu til að leita leiða til að milda áhrifin. Hluta starfsfólks mun standa til boða vinna á öðrum starfstöðvum félagsins, en félagið rekur fiskimjölsverksmiðju á Seyðisfirði, uppsjávarvinnslu og fiskimjölsverksmiðju í Neskaupstað auk bolfiskvinnslu í Grindavík,“ segir í tilkynningu. Engum skipverja á togaranum Gullveri verði sagt upp vegna þessara breytinga, en ljóst sé að löndunarhöfnum mun fjölga. Vilja styrkja bæinn Þá segir að stjórnendur Síldarvinnslunnar muni einnig óska eftir samtali við heimamenn með það fyrir augum að finna mótvægisaðgerðir sem styrkt gætu Seyðisfjörð til lengri tíma, þrátt fyrir brotthvarf bolfiskvinnslunnar. Verði þar á meðal annars horft til tækifæra og fjárfestinga í atvinnuuppbyggingu á svæðinu, svo sem í ferðaþjónustu, fiskeldi eða öðrum hugmyndum sem heimafólk hefur um framtíðaruppbyggingu. Markmiðið með þeirri vinnu sé að fjárfesta í sjálfbærum verkefnum sem skili sér til langs tíma á svæðinu og skapa heilsársstörf.
Sjávarútvegur Múlaþing Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telur kaupin á Vísi auka verðmæti Síldarvinnslunnar um nærri sjö milljarða Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir í Grindavík gæti staðið undir verðmiða upp á um 37,5 milljarða króna en heildarkaupverðið á félaginu til Síldarvinnslunnar, sem var tilkynnt um í sumar, nemur 31 milljarði króna. Væntur ávinningur Síldarvinnslunnar af kaupunum er því um 6,5 milljarðar, eða um 17 prósent af kaupverðinu. 15. september 2022 07:01 Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast. 21. júlí 2022 12:24 Mest lesið Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Telur kaupin á Vísi auka verðmæti Síldarvinnslunnar um nærri sjö milljarða Sjávarútvegsfyrirtækið Vísir í Grindavík gæti staðið undir verðmiða upp á um 37,5 milljarða króna en heildarkaupverðið á félaginu til Síldarvinnslunnar, sem var tilkynnt um í sumar, nemur 31 milljarði króna. Væntur ávinningur Síldarvinnslunnar af kaupunum er því um 6,5 milljarðar, eða um 17 prósent af kaupverðinu. 15. september 2022 07:01
Síldarvinnslan blæs til sóknar og samlegðar Kaup Síldarvinnslunnar á Vísi eru um margt merkileg. Ekki aðeins vegna stærðargráðunnar – heildarkaupverðið nemur 31 milljarði að teknu tilliti til vaxtaberandi skulda að upphæð 11 milljarða – heldur eins að þau eru að meirihluta (70%) fjármögnuð með hlutabréfum í Síldarvinnslunni. Eigendur Vísis munu þannig verða fimmti stærsti hluthafinn í útgerðarrisanum fyrir austan með liðlega 8,5 prósenta hlut þegar viðskiptin klárast. 21. júlí 2022 12:24
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent