Kona er þungt hugsi um spurninguna: Hver er framtíð óperu á Íslandi? Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir skrifar 13. september 2023 07:31 Nú hefur hópur óánægðra söngvara haldið uppi háværri gagnrýni í garð Íslensku Óperunnar í nokkur ár allt frá því að þekkt launadeila fór fyrir dóm þar sem Óperan vann fyrir héraðsdómi og tapaði í Landsrétti. Mál sem augljóslega var ekki borðleggjandi. Hefur þessi gagnrýni síðan einkennst af óvild í garð stjórnar og óperustjóra Íslensku Óperunnar með ansi dramatískri framvindu svo vægt sé til orða tekið. Í stuttu máli sagt stefnir í að við sem þjóð verðum mögulega án óperu í þeirri stóru mynd sem Íslensku Óperunni einni hefur verið fært að starfrækja síðustu 45 árin. Og nú steðjar að listforminu í heild tilvistarleg ógn þrátt fyrir fögur orð ráðherra og nefndar um nýja Þjóðaróperu. Og hvers vegna? Jú, því hópur vissra einsöngvara er ekki glaður með kjör sín og hefur síðan leitað linnulaust eftir hverri þeirri gagnrýni sem skella má á Ísl óperuna. Sögusagnir um einelti og ofbeldi af hálfu óperustjóra hafa flogið manna á milli, en engar þeirra sagna verið birtar opinberlega né fengið formlega meðferð. Af hverju spyr maður sig. Kannski vegna þess að tilefnin teljast ekki nægileg? Við erum nokkur tugur faglærðra söngvara sem starfað hefur við óperuna í fjölda ára. Ekkert okkar kannast við þessar sögusagnir og allir sem einn komu af fjöllum þegar Fagfélag Íslenskra Söngvara á Íslandi (Klassís) hóf aðför sína að vinnustaðnum okkar með áskorun til menningaráðherra þess efniað stjórn og óperustjóri víki tafarlaust og að stöðva verði fjárveitingar til Óperunnar. Óperustjóri vék ekki og ráðherra dró úr fjármögnun óperunnar að því magni að nú stöndum við uppi atvinnulaus innan okkar fags, þar sem Óperan hefur neyðst til að segja upp öllu sínu starfsfólki en þó með þeirri veiku von að setja upp nýtt íslenskt verk árið 2024 samkvæmt fyrri samningum. Það gerist kannski og kannski ekki, og eftir það, hvað þá? Það telst ansi hart að okkar eigin hagsmunasamtök vinni með þessu þvert gegn hagsmunum stórs hluta félagsmanna sinna, sem leitt hefur til að hluti okkar lifbrauðs er orðið að engu. En hvað liggur að baki fögrum orðum um nýja Þjóðaróperu? Í dag stöndum við frammi fyrir gífurlegum niðurskurði í málefnum menningar og listar í nýrri fjármálaáætlun ráðuneytisins. Kannski ekki skrítið þegar að okkur steðjar óðaverðbólga og kreppa sem ætlar alla að kæfa. Því má teljast víst að þegar ráðherra menningar- og viðskipta fékk beiðni þess efnis að skerða fjárframlög til Íslensku Óperunnar að ósk Klassís sjálfs, hafi henni hlotnast ósk sín á silfurplatta. En hversu oft gerist það að fagfólk biður um niðurskurð innan síns eigin sviðs á sinni eigin menningarstofnun? Eða, kannski er það heldur ekki svo einfalt. Þau báðu jú einnig um að það fé sem eyrnamerkt hefur verið Íslensku Óperunni, fari heldur til grasrótarinnar sem í eyrum margra myndi teljast til hagsmunaárekstrar. Þetta féllst ráðherra á og hefur þar með rekið fleyg á milli söngvara og stofnunarinnar þar sem sumir eiga hagsmuna að gæta í endalokum hennar, en aðrir ekki. Höfum það á hreinu að grasrótin hefur unnið frábært starf og það er fagnaðarefni að hún fái aukið fjármagn til að vaxa og blómstra. T.d. er Íslenska Óperan sjálf sprottin upp úr grasrót síns tíma. Þess ber þó að geta að ekki er hægt að líkja saman stórum óperuuppfærslum Íslensku óperunnar með hljómsveit og minni uppfærslum grasrótarinnar, aðlöguðum og jafnvel styttum. Báðar tegundirnar eiga rétt á sér en hvorug kemur í stað hinnar. Slíkt svarar ekki væntingum þeirra þúsunda áhorfenda sem sótt hafa uppfærslur óperunnar síðustu áratugina og fyllt hafa hverja sýninguna á fætur annarri, þeirra á meðal sýningar sem hlotið hafa viðurkenningar langt út fyrir landsteinana og fengið stjörnudóma á alþjóðlegum vettvangi. Ósk þjóðarinnar er skýr, að Íslenska óperan fái að halda ótrauð áfram sem flaggskip óperusenunnar hér á landi. Þessi aðför að Íslensku óperunni hlýtur að teljast stórkostleg afturför í menningarsögu okkar þjóðar. Þetta stórhættulega fjárhættuspil á skilið samtal með þjóðinni og stuðning okkar allra burtséð frá hagsmunatengslum. Málið er einfaldlega stærra en persónulegar deilur eða ávinningar einstakra aðila. Konu blöskrar og henni er brugðið og skorar á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína um leið og hún kallar eftir stuðningi þjóðarinnar til að standa vörð um þann 45 ára menningarlega arf okkar allra sem hvorki stjórn né stjórnendur eiga að geta tekið frá okkur. Auðvitað, úr því sem komið er, ætti Ísl. Óperan og arfleifð hennar að nýtast sem grunnur að nýrri Þjóðaróperu, og tryggja samfellda þjónustu við almenning og að óskert fjármagn berist til hennar þar til hin nýja verður tilbúin til starfa. Með einlægni, Silla Knudsen, söngvari í Kór Íslensku Óperunnar síðan árið 2005. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska óperan Menning Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Nú hefur hópur óánægðra söngvara haldið uppi háværri gagnrýni í garð Íslensku Óperunnar í nokkur ár allt frá því að þekkt launadeila fór fyrir dóm þar sem Óperan vann fyrir héraðsdómi og tapaði í Landsrétti. Mál sem augljóslega var ekki borðleggjandi. Hefur þessi gagnrýni síðan einkennst af óvild í garð stjórnar og óperustjóra Íslensku Óperunnar með ansi dramatískri framvindu svo vægt sé til orða tekið. Í stuttu máli sagt stefnir í að við sem þjóð verðum mögulega án óperu í þeirri stóru mynd sem Íslensku Óperunni einni hefur verið fært að starfrækja síðustu 45 árin. Og nú steðjar að listforminu í heild tilvistarleg ógn þrátt fyrir fögur orð ráðherra og nefndar um nýja Þjóðaróperu. Og hvers vegna? Jú, því hópur vissra einsöngvara er ekki glaður með kjör sín og hefur síðan leitað linnulaust eftir hverri þeirri gagnrýni sem skella má á Ísl óperuna. Sögusagnir um einelti og ofbeldi af hálfu óperustjóra hafa flogið manna á milli, en engar þeirra sagna verið birtar opinberlega né fengið formlega meðferð. Af hverju spyr maður sig. Kannski vegna þess að tilefnin teljast ekki nægileg? Við erum nokkur tugur faglærðra söngvara sem starfað hefur við óperuna í fjölda ára. Ekkert okkar kannast við þessar sögusagnir og allir sem einn komu af fjöllum þegar Fagfélag Íslenskra Söngvara á Íslandi (Klassís) hóf aðför sína að vinnustaðnum okkar með áskorun til menningaráðherra þess efniað stjórn og óperustjóri víki tafarlaust og að stöðva verði fjárveitingar til Óperunnar. Óperustjóri vék ekki og ráðherra dró úr fjármögnun óperunnar að því magni að nú stöndum við uppi atvinnulaus innan okkar fags, þar sem Óperan hefur neyðst til að segja upp öllu sínu starfsfólki en þó með þeirri veiku von að setja upp nýtt íslenskt verk árið 2024 samkvæmt fyrri samningum. Það gerist kannski og kannski ekki, og eftir það, hvað þá? Það telst ansi hart að okkar eigin hagsmunasamtök vinni með þessu þvert gegn hagsmunum stórs hluta félagsmanna sinna, sem leitt hefur til að hluti okkar lifbrauðs er orðið að engu. En hvað liggur að baki fögrum orðum um nýja Þjóðaróperu? Í dag stöndum við frammi fyrir gífurlegum niðurskurði í málefnum menningar og listar í nýrri fjármálaáætlun ráðuneytisins. Kannski ekki skrítið þegar að okkur steðjar óðaverðbólga og kreppa sem ætlar alla að kæfa. Því má teljast víst að þegar ráðherra menningar- og viðskipta fékk beiðni þess efnis að skerða fjárframlög til Íslensku Óperunnar að ósk Klassís sjálfs, hafi henni hlotnast ósk sín á silfurplatta. En hversu oft gerist það að fagfólk biður um niðurskurð innan síns eigin sviðs á sinni eigin menningarstofnun? Eða, kannski er það heldur ekki svo einfalt. Þau báðu jú einnig um að það fé sem eyrnamerkt hefur verið Íslensku Óperunni, fari heldur til grasrótarinnar sem í eyrum margra myndi teljast til hagsmunaárekstrar. Þetta féllst ráðherra á og hefur þar með rekið fleyg á milli söngvara og stofnunarinnar þar sem sumir eiga hagsmuna að gæta í endalokum hennar, en aðrir ekki. Höfum það á hreinu að grasrótin hefur unnið frábært starf og það er fagnaðarefni að hún fái aukið fjármagn til að vaxa og blómstra. T.d. er Íslenska Óperan sjálf sprottin upp úr grasrót síns tíma. Þess ber þó að geta að ekki er hægt að líkja saman stórum óperuuppfærslum Íslensku óperunnar með hljómsveit og minni uppfærslum grasrótarinnar, aðlöguðum og jafnvel styttum. Báðar tegundirnar eiga rétt á sér en hvorug kemur í stað hinnar. Slíkt svarar ekki væntingum þeirra þúsunda áhorfenda sem sótt hafa uppfærslur óperunnar síðustu áratugina og fyllt hafa hverja sýninguna á fætur annarri, þeirra á meðal sýningar sem hlotið hafa viðurkenningar langt út fyrir landsteinana og fengið stjörnudóma á alþjóðlegum vettvangi. Ósk þjóðarinnar er skýr, að Íslenska óperan fái að halda ótrauð áfram sem flaggskip óperusenunnar hér á landi. Þessi aðför að Íslensku óperunni hlýtur að teljast stórkostleg afturför í menningarsögu okkar þjóðar. Þetta stórhættulega fjárhættuspil á skilið samtal með þjóðinni og stuðning okkar allra burtséð frá hagsmunatengslum. Málið er einfaldlega stærra en persónulegar deilur eða ávinningar einstakra aðila. Konu blöskrar og henni er brugðið og skorar á ráðherra að endurskoða ákvörðun sína um leið og hún kallar eftir stuðningi þjóðarinnar til að standa vörð um þann 45 ára menningarlega arf okkar allra sem hvorki stjórn né stjórnendur eiga að geta tekið frá okkur. Auðvitað, úr því sem komið er, ætti Ísl. Óperan og arfleifð hennar að nýtast sem grunnur að nýrri Þjóðaróperu, og tryggja samfellda þjónustu við almenning og að óskert fjármagn berist til hennar þar til hin nýja verður tilbúin til starfa. Með einlægni, Silla Knudsen, söngvari í Kór Íslensku Óperunnar síðan árið 2005.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar