Ekki verið að „rifa seglin nærri nógu mikið“ til að ná niður verðbólgunni
![Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, sem Bjarni Benediktsson kynnti í gær, verður um eins prósenta halli á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári. Stefnt er að jákvæðum heildarjöfnuði „áður en langt um líður“.](https://www.visir.is/i/AC2FDC490DA9AD8015882E406B89E6917B85104237A83BB61B9260F74B0C1FBB_713x0.jpg)
Þrátt fyrir að verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði hafi lækkað lítillega í gær eftir framlagningu frumvarps til fjárlaga þá hefði aðhaldið sem þar birtist þurft að vera meira til að ná böndum á þenslu og þrálátri verðbólgu, að sögn skuldabréfafjárfesta. Mikil hækkun á ávöxtunarkröfu ríkisbréfa síðustu vikur er meðal annars sögð mega rekja til vantrúar markaðsaðila í garð ríkisfjármálanna, einkum eftir harða gagnrýni fjármálaráðherra á Seðlabankann fyrir að beina ábyrgðinni á verðstöðugleika á aðra en bankann sjálfan.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/3D814D8C7BCC85963C436E8383C782E8FF2631C50FBE280896F76364896DD916_308x200.jpg)
„Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna.
![](https://www.visir.is/i/C19FAC6428B34F0887B2ACAB1ECCC6DF77A5315C25E83A075DD4531E26FDC7AA_308x200.jpg)
Skilur ekkert í yfirlýsingum um aðhald í ríkisfjármálum
Formaður Miðflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um aðhald í ríkisfjármálum þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt. Þingmaður Viðreisnar segir lítið nýtt í frumvarpinu.