„Myndin er frábær meðferð gegn flughræðslu“ Íris Hauksdóttir skrifar 13. september 2023 20:01 Kvikmyndin Northern Comfort er frumsýnd í kvöld. Grímar Jónsson Kvikmyndin Northern Comfort er frumsýnd í kvöld en leikstjóri myndarinnar Hafsteinn Gunnar Sigurðsson segir hugmyndina að myndinni hafa kviknað fyrir mörgum árum. Myndin var að miklum hluta tekin upp í Bretlandi sem og hér á landi. „Nákominn aðilli innan fjölskyldunnar þjáist af flughræðslu og þannig spratt hugmyndin,“ segir Hafsteinn spurður um tildrög kvikmyndarinnar. „Mér fannst þetta klárlega vera efniviður í bíómynd sem gæti bæði verið fyndin og um leið afhjúpandi um mannlega tilveru, ótta og hræðslu. Meira þrúandi að vera fastur á Íslandi Myndin er á ensku og flestir aðalleikarar af erlendu bergi brotnir. Hafsteinn segir það hafa reynst erfitt að fá íslenska styrktaraðilla til að koma að verkefninu. „Þetta var dýr mynd og við tókum þá ákvörðun að hafa hana á ensku. Myndin er bæði fyndin og afhjúpandi fyrir mannlega hegðun. Grímar Jónsson Sagan er upphaflega skrifuð um hóp á Íslandi en við snerum söguþræðinum þannig að aðstæður yrðu meira þrúandi að vera fastur á Íslandi.“ Spurður hvort Covid 19 hafi komið við sögu segir Hafsteinn faraldinn vissulega hafa komið við í myndinni. „Sagan fjallar um kvíða á hlutum sem ekki er hægt að hafa stjórn á. Heilinn okkar er illa hannaður til að takast á við slíkar áskoranir.“ En hvað með þá sem þjást af flughræðslu, ættu þeir að forðast áhorf á myndinni? „Ég vil meina að myndin hafi frekar þerapísk áhrif en triggerandi. Hún ætti í raun að vera frábær meðferð.“ Fullkominn í hlutverkið Þeir Hafsteinn og Sverrir Guðnason, sem fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni, hafa verið vinir frá unga aldri. Það kom því aldrei neitt annað til greina en að fá Sverri með í myndina. Þrátt fyrir að hafa lítið verið viðloðandi íslenskt leiklistarsvið hefur Sverrir verið iðinn við kolann í Svíþjóð þar sem hann er búsettur. „Hann er gjörsamlega frábær leikari og æskuvinur minn síðan við vorum pollar í Melaskóla,“ segir Hafsteinn. „Mig langaði alltaf að við gætum unnið saman og þarna kom tækifærið. Þegar maður finnur fullkomna leikara í hlutverkin er engin leið nema að stökkva á þau tækifæri og þetta var eitt af þeim. Sem betur fer fékk ég gríðarlega sterkan hóp af íslenskum og erlendum leikurum með mér í þetta verkefni.“ Týpískur Instagram kærasti „Ég leik áhrifavaldinn Alfonsó,“ segir Sverrir í samtali og heldur áfram. „Hann er þessi týpíski Instagram kærasti, mjög mikið í að þjóna kærustunni sinni í að fanga hina fullkomnu mynd.“ Hafsteinn segir aðstandendur myndarinnar samanstanda af gríðarlega sterkum hópi leikara. Grímar Jónsson Sjálfur hefur Sverrir lítið starfað hér á landi en hann er búsettur í Svíþjóð og hefur verið frá tólf ára aldri. Honum finnst meira að segja erfitt að tala íslensku við blaðakonu. „Ég bjó bara átta ár af ævi minni hér á landi svo ég hef mest megnis starfað utan landsteinnana. Við Hafsteinn erum gamlir vinir úr Melaskóla og því gaman að gera þetta með honum annars hef ég lítið verið að vinna á Íslandi.“ Drunk og Ronja næst á dagskrá Spurður hvað sé á framundan nefnir Sverrir leikverkið Drunk sem sett verður upp í aðalleikhúsinu í Gautaborg nú í haust þar sem Sverrir fer með hlutverk Marteins, aðalpersónu verksins. „Svo leik ég líka Borka í barnaleikritinu Ronja Ræningjadóttir en áður en sú sýning fer af stað er ég í tökum í Litháen á bíómynd byggða á Jens Lapidus en hann skrifaði bókina Snakes og er núna að vinna að sjónvarpsseríunni Paradise city.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Sjá meira
„Nákominn aðilli innan fjölskyldunnar þjáist af flughræðslu og þannig spratt hugmyndin,“ segir Hafsteinn spurður um tildrög kvikmyndarinnar. „Mér fannst þetta klárlega vera efniviður í bíómynd sem gæti bæði verið fyndin og um leið afhjúpandi um mannlega tilveru, ótta og hræðslu. Meira þrúandi að vera fastur á Íslandi Myndin er á ensku og flestir aðalleikarar af erlendu bergi brotnir. Hafsteinn segir það hafa reynst erfitt að fá íslenska styrktaraðilla til að koma að verkefninu. „Þetta var dýr mynd og við tókum þá ákvörðun að hafa hana á ensku. Myndin er bæði fyndin og afhjúpandi fyrir mannlega hegðun. Grímar Jónsson Sagan er upphaflega skrifuð um hóp á Íslandi en við snerum söguþræðinum þannig að aðstæður yrðu meira þrúandi að vera fastur á Íslandi.“ Spurður hvort Covid 19 hafi komið við sögu segir Hafsteinn faraldinn vissulega hafa komið við í myndinni. „Sagan fjallar um kvíða á hlutum sem ekki er hægt að hafa stjórn á. Heilinn okkar er illa hannaður til að takast á við slíkar áskoranir.“ En hvað með þá sem þjást af flughræðslu, ættu þeir að forðast áhorf á myndinni? „Ég vil meina að myndin hafi frekar þerapísk áhrif en triggerandi. Hún ætti í raun að vera frábær meðferð.“ Fullkominn í hlutverkið Þeir Hafsteinn og Sverrir Guðnason, sem fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni, hafa verið vinir frá unga aldri. Það kom því aldrei neitt annað til greina en að fá Sverri með í myndina. Þrátt fyrir að hafa lítið verið viðloðandi íslenskt leiklistarsvið hefur Sverrir verið iðinn við kolann í Svíþjóð þar sem hann er búsettur. „Hann er gjörsamlega frábær leikari og æskuvinur minn síðan við vorum pollar í Melaskóla,“ segir Hafsteinn. „Mig langaði alltaf að við gætum unnið saman og þarna kom tækifærið. Þegar maður finnur fullkomna leikara í hlutverkin er engin leið nema að stökkva á þau tækifæri og þetta var eitt af þeim. Sem betur fer fékk ég gríðarlega sterkan hóp af íslenskum og erlendum leikurum með mér í þetta verkefni.“ Týpískur Instagram kærasti „Ég leik áhrifavaldinn Alfonsó,“ segir Sverrir í samtali og heldur áfram. „Hann er þessi týpíski Instagram kærasti, mjög mikið í að þjóna kærustunni sinni í að fanga hina fullkomnu mynd.“ Hafsteinn segir aðstandendur myndarinnar samanstanda af gríðarlega sterkum hópi leikara. Grímar Jónsson Sjálfur hefur Sverrir lítið starfað hér á landi en hann er búsettur í Svíþjóð og hefur verið frá tólf ára aldri. Honum finnst meira að segja erfitt að tala íslensku við blaðakonu. „Ég bjó bara átta ár af ævi minni hér á landi svo ég hef mest megnis starfað utan landsteinnana. Við Hafsteinn erum gamlir vinir úr Melaskóla og því gaman að gera þetta með honum annars hef ég lítið verið að vinna á Íslandi.“ Drunk og Ronja næst á dagskrá Spurður hvað sé á framundan nefnir Sverrir leikverkið Drunk sem sett verður upp í aðalleikhúsinu í Gautaborg nú í haust þar sem Sverrir fer með hlutverk Marteins, aðalpersónu verksins. „Svo leik ég líka Borka í barnaleikritinu Ronja Ræningjadóttir en áður en sú sýning fer af stað er ég í tökum í Litháen á bíómynd byggða á Jens Lapidus en hann skrifaði bókina Snakes og er núna að vinna að sjónvarpsseríunni Paradise city.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Lífið Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Lífið samstarf Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Lífið Bitin Bachelor stjarna Lífið Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list Lífið Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn Lífið Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Lífið Fleiri fréttir Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Prinsessan í sínu fyrsta hlutverki með Höllu Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Klara og félagar í uppreisn gegn „femínistaþreytunni“ Fær nánast alltaf fullnægingu með rúnki en sjaldnar í kynlífi Gossip girl stjarna orðinn faðir „Verulegar fjárhæðir“ fyrir snemmbúinn helgan stein Sjá meira