„Myndin er frábær meðferð gegn flughræðslu“ Íris Hauksdóttir skrifar 13. september 2023 20:01 Kvikmyndin Northern Comfort er frumsýnd í kvöld. Grímar Jónsson Kvikmyndin Northern Comfort er frumsýnd í kvöld en leikstjóri myndarinnar Hafsteinn Gunnar Sigurðsson segir hugmyndina að myndinni hafa kviknað fyrir mörgum árum. Myndin var að miklum hluta tekin upp í Bretlandi sem og hér á landi. „Nákominn aðilli innan fjölskyldunnar þjáist af flughræðslu og þannig spratt hugmyndin,“ segir Hafsteinn spurður um tildrög kvikmyndarinnar. „Mér fannst þetta klárlega vera efniviður í bíómynd sem gæti bæði verið fyndin og um leið afhjúpandi um mannlega tilveru, ótta og hræðslu. Meira þrúandi að vera fastur á Íslandi Myndin er á ensku og flestir aðalleikarar af erlendu bergi brotnir. Hafsteinn segir það hafa reynst erfitt að fá íslenska styrktaraðilla til að koma að verkefninu. „Þetta var dýr mynd og við tókum þá ákvörðun að hafa hana á ensku. Myndin er bæði fyndin og afhjúpandi fyrir mannlega hegðun. Grímar Jónsson Sagan er upphaflega skrifuð um hóp á Íslandi en við snerum söguþræðinum þannig að aðstæður yrðu meira þrúandi að vera fastur á Íslandi.“ Spurður hvort Covid 19 hafi komið við sögu segir Hafsteinn faraldinn vissulega hafa komið við í myndinni. „Sagan fjallar um kvíða á hlutum sem ekki er hægt að hafa stjórn á. Heilinn okkar er illa hannaður til að takast á við slíkar áskoranir.“ En hvað með þá sem þjást af flughræðslu, ættu þeir að forðast áhorf á myndinni? „Ég vil meina að myndin hafi frekar þerapísk áhrif en triggerandi. Hún ætti í raun að vera frábær meðferð.“ Fullkominn í hlutverkið Þeir Hafsteinn og Sverrir Guðnason, sem fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni, hafa verið vinir frá unga aldri. Það kom því aldrei neitt annað til greina en að fá Sverri með í myndina. Þrátt fyrir að hafa lítið verið viðloðandi íslenskt leiklistarsvið hefur Sverrir verið iðinn við kolann í Svíþjóð þar sem hann er búsettur. „Hann er gjörsamlega frábær leikari og æskuvinur minn síðan við vorum pollar í Melaskóla,“ segir Hafsteinn. „Mig langaði alltaf að við gætum unnið saman og þarna kom tækifærið. Þegar maður finnur fullkomna leikara í hlutverkin er engin leið nema að stökkva á þau tækifæri og þetta var eitt af þeim. Sem betur fer fékk ég gríðarlega sterkan hóp af íslenskum og erlendum leikurum með mér í þetta verkefni.“ Týpískur Instagram kærasti „Ég leik áhrifavaldinn Alfonsó,“ segir Sverrir í samtali og heldur áfram. „Hann er þessi týpíski Instagram kærasti, mjög mikið í að þjóna kærustunni sinni í að fanga hina fullkomnu mynd.“ Hafsteinn segir aðstandendur myndarinnar samanstanda af gríðarlega sterkum hópi leikara. Grímar Jónsson Sjálfur hefur Sverrir lítið starfað hér á landi en hann er búsettur í Svíþjóð og hefur verið frá tólf ára aldri. Honum finnst meira að segja erfitt að tala íslensku við blaðakonu. „Ég bjó bara átta ár af ævi minni hér á landi svo ég hef mest megnis starfað utan landsteinnana. Við Hafsteinn erum gamlir vinir úr Melaskóla og því gaman að gera þetta með honum annars hef ég lítið verið að vinna á Íslandi.“ Drunk og Ronja næst á dagskrá Spurður hvað sé á framundan nefnir Sverrir leikverkið Drunk sem sett verður upp í aðalleikhúsinu í Gautaborg nú í haust þar sem Sverrir fer með hlutverk Marteins, aðalpersónu verksins. „Svo leik ég líka Borka í barnaleikritinu Ronja Ræningjadóttir en áður en sú sýning fer af stað er ég í tökum í Litháen á bíómynd byggða á Jens Lapidus en hann skrifaði bókina Snakes og er núna að vinna að sjónvarpsseríunni Paradise city.“ Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira
„Nákominn aðilli innan fjölskyldunnar þjáist af flughræðslu og þannig spratt hugmyndin,“ segir Hafsteinn spurður um tildrög kvikmyndarinnar. „Mér fannst þetta klárlega vera efniviður í bíómynd sem gæti bæði verið fyndin og um leið afhjúpandi um mannlega tilveru, ótta og hræðslu. Meira þrúandi að vera fastur á Íslandi Myndin er á ensku og flestir aðalleikarar af erlendu bergi brotnir. Hafsteinn segir það hafa reynst erfitt að fá íslenska styrktaraðilla til að koma að verkefninu. „Þetta var dýr mynd og við tókum þá ákvörðun að hafa hana á ensku. Myndin er bæði fyndin og afhjúpandi fyrir mannlega hegðun. Grímar Jónsson Sagan er upphaflega skrifuð um hóp á Íslandi en við snerum söguþræðinum þannig að aðstæður yrðu meira þrúandi að vera fastur á Íslandi.“ Spurður hvort Covid 19 hafi komið við sögu segir Hafsteinn faraldinn vissulega hafa komið við í myndinni. „Sagan fjallar um kvíða á hlutum sem ekki er hægt að hafa stjórn á. Heilinn okkar er illa hannaður til að takast á við slíkar áskoranir.“ En hvað með þá sem þjást af flughræðslu, ættu þeir að forðast áhorf á myndinni? „Ég vil meina að myndin hafi frekar þerapísk áhrif en triggerandi. Hún ætti í raun að vera frábær meðferð.“ Fullkominn í hlutverkið Þeir Hafsteinn og Sverrir Guðnason, sem fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni, hafa verið vinir frá unga aldri. Það kom því aldrei neitt annað til greina en að fá Sverri með í myndina. Þrátt fyrir að hafa lítið verið viðloðandi íslenskt leiklistarsvið hefur Sverrir verið iðinn við kolann í Svíþjóð þar sem hann er búsettur. „Hann er gjörsamlega frábær leikari og æskuvinur minn síðan við vorum pollar í Melaskóla,“ segir Hafsteinn. „Mig langaði alltaf að við gætum unnið saman og þarna kom tækifærið. Þegar maður finnur fullkomna leikara í hlutverkin er engin leið nema að stökkva á þau tækifæri og þetta var eitt af þeim. Sem betur fer fékk ég gríðarlega sterkan hóp af íslenskum og erlendum leikurum með mér í þetta verkefni.“ Týpískur Instagram kærasti „Ég leik áhrifavaldinn Alfonsó,“ segir Sverrir í samtali og heldur áfram. „Hann er þessi týpíski Instagram kærasti, mjög mikið í að þjóna kærustunni sinni í að fanga hina fullkomnu mynd.“ Hafsteinn segir aðstandendur myndarinnar samanstanda af gríðarlega sterkum hópi leikara. Grímar Jónsson Sjálfur hefur Sverrir lítið starfað hér á landi en hann er búsettur í Svíþjóð og hefur verið frá tólf ára aldri. Honum finnst meira að segja erfitt að tala íslensku við blaðakonu. „Ég bjó bara átta ár af ævi minni hér á landi svo ég hef mest megnis starfað utan landsteinnana. Við Hafsteinn erum gamlir vinir úr Melaskóla og því gaman að gera þetta með honum annars hef ég lítið verið að vinna á Íslandi.“ Drunk og Ronja næst á dagskrá Spurður hvað sé á framundan nefnir Sverrir leikverkið Drunk sem sett verður upp í aðalleikhúsinu í Gautaborg nú í haust þar sem Sverrir fer með hlutverk Marteins, aðalpersónu verksins. „Svo leik ég líka Borka í barnaleikritinu Ronja Ræningjadóttir en áður en sú sýning fer af stað er ég í tökum í Litháen á bíómynd byggða á Jens Lapidus en hann skrifaði bókina Snakes og er núna að vinna að sjónvarpsseríunni Paradise city.“
Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira