Lífið

Braut blað í sögu MTV verð­launa­há­tíðarinnar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Taylor Swift virtist dolfallinn þegar hún sá hljómsvetina NSync koma inn á sviðið í nótt.
Taylor Swift virtist dolfallinn þegar hún sá hljómsvetina NSync koma inn á sviðið í nótt. Getty

Bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift vann til níu verðlauna á MTV Video Music verðlaunahátíðinni sem haldin var í New Jersey í Bandaríkjunum í nótt. 

Hin 33 ára tónlistarkona braut blað í sögu hátíðarinnar þegar hún hreppti verðlaun fyrir tónlistarmyndband ársins í fjórða sinn,  en enginn tónlistarmaður hefur unnið verðlaunin jafn oft. Þetta kemur fram á vef BBC.

Swift vann einnig til verðlauna fyrir lag ársins, flytjandi ársins og fyrir popp tónlist ársins með lagið Anti- Hero. Samtals var hún tilnefnd í ellefu flokkum á hátíðinni.

Mikil fagnaðarlæti brutust út í salnum þegar hljómveitin N'Sync gekk óvænt inn á sviðið til að veita verðlaun í flokknum popptónlist ársins.

„Fyrir tuttugu árum vorum við bara krakkar þegar við unnum verðlaunin fyrir besta popptónlistarmyndbandið með lagið Bye Bye bye. Þetta var fyrsta VMA hátíðin okkar og var okur algjörlega ómetanlegt,“ rifjar JC Chasez upp.

„Hvað er að fara að gerast, ég verð að vita það,“ segir Swift þegar hún tekur við verðlaunagripnum og lítur á fimmenningana með aðdáunaraugum.

Sveitin hætti störfum árið 2007 sem samanstóð af þeim Just­in Timberla­ke, JC Chasez, Lance Bass, Joey Fat­one og Chris Kirkp­at­rick. 


Tengdar fréttir

Taylor Swift skellti skolla­eyrum við boði Meg­han Mark­le

Taylor Swift þáði ekki boð Meg­han Mark­le, her­toga­ynjunnar af Sus­sex, um að mæta sem gestur í hlað­varps­þátt hennar Arche­types. Her­toga­ynjan sendi henni skrif­lega beiðni um að mæta sem gestur, að því er breska götu­blaðið The Sun full­yrðir.

Taylor Swift gengin út á met­tíma

Bandaríska söngkonan Taylor Swift er komin með nýjan kærasta. Hinn heppni er breski tónlistarmaðurinn Matty Healy. Minna en mánuður er síðan söngkonan og enski leikarinn Joe Alwyn hættu saman, að minnsta kosti opinberlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×