Innlent

Sá þriðji hékk á skafti raf­hlaupa­hjólsins

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Krakkarnir komu sér þrír fyrir á einu Hopp hjóli. Einungis má einn vera á slíku hjóli samkvæmt skilmálum Hopp.
Krakkarnir komu sér þrír fyrir á einu Hopp hjóli. Einungis má einn vera á slíku hjóli samkvæmt skilmálum Hopp.

Krakkar á raf­hlaupa­hjóli frá Hopp á horni Hofs­valla­götu og Hring­brautar í vestur­bæ Reykja­víkur vöktu mikla at­hygli í gærkvöldi. Krakkarnir voru þrír á einu hjóli, tveir stóðu og hékk sá þriðji á skafti hjólsins. Fram­kvæmda­stjóri Hopp hvetur for­eldra til að ræða við börn sín um notkun hjólanna.

Mynd­bandi af krökkunum á hjólinu var deilt á í­búa­hópi Vestur­bæjar á Facebook í gær­kvöldi. Sagðist í­búinn sem deildi mynd­bandinu ekki hafa trúað eigin augum. Krakkarnir hafi verið þrír á hjólinu en auk þess ekið hjólinu á fjöl­farinni um­ferðar­götu. Ekkert barnanna er með hjálm.

„Við sáum þetta strax,“ segir Sæunn Ósk Unn­steins­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Hopp um mynd­bandið. Hún segir þarna um að ræða klárt brot á skil­málum Hopp um notkun hjólanna og ljóst að þetta sé hættu­legt bæði fyrir krakkana og aðra.

„Ég vona að þetta fái um­ræðu og ýti undir að for­eldrar og for­ráða­menn tali við börnin sín, kenni þeim og fræði þau um hvað má og hvað má ekki í um­ferðinni. Alveg eins og við kennum börnunum okkar að hjóla og um­ferðar­reglur al­mennt eða erum með þau í æfinga­akstri þá þarf að fara yfir öryggis­at­riði, kenna þeim al­mennt til­lit og hvar hætturnar liggja.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×