Ozempic ófáanlegt en væntanlegt Lovísa Arnardóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 14. september 2023 09:54 Eftirspurn eftir Ozempic hefur aukist verulega víða um heim eftir að erlendar stjörnur og áhrifavaldur hömpuðu því sem undralyfi sem gerði þeim kleift að léttast hratt. Vísir/EPA Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. Lyfið verður ekki fáanlegt fyrr en við lok næstu viku, en samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun verður það að öllum líkindum fáanlegt þann 22. september. Lyfjastofnun varaði við skortinum í byrjun júlí og kom fram í tilkynningu þeirra að aukin eftirspurn hafi valdið því að litlar birgðir væru á landinu, og víðar. Þá kom fram að möguleiki væri á að skorturinn myndi vera viðvarandi út árið en það hefur nú breyst. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. Lyfið er til í þremur styrkleikaflokkum og inniheldur virka efnið semaglútíð. Lyfið er samþykkt til notkunar hjá fullorðnum með ófullnægjandi stjórn á sykursýki af tegund 2 sem viðbót við mataræði og hreyfingu. Skorturinn sem nú er nær til allra styrkleika lyfsins. Samkvæmt svari Lyfjastofnunar til fréttastofu er ekki til samheitalyf en sama virka efni er til á öðru lyfjaformi, í töflum. Það lyf heitir Rybelsus. Þá kemur fram í svari þeirra að önnur blóðsykurslækkandi lyf séu til sem hægt sé að nota en að mat á breytingu einstaklingsmiðaðrar meðferðar verði að fara fram hjá lækni. Þegar varað var við lyfjaskortinum voru settar saman leiðbeiningar og ráð til að bregðast við lyfjaskortinum af Landspítalanum og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir lækna, apótek og notendur sem hægt er að skoða hér. Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. 21. ágúst 2023 08:11 Vissi ekki af áhyggjum Lyfjastofnunar af megrunarlyfi Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir. 13. júlí 2023 06:46 Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. 10. júlí 2023 11:35 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Lyfið verður ekki fáanlegt fyrr en við lok næstu viku, en samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun verður það að öllum líkindum fáanlegt þann 22. september. Lyfjastofnun varaði við skortinum í byrjun júlí og kom fram í tilkynningu þeirra að aukin eftirspurn hafi valdið því að litlar birgðir væru á landinu, og víðar. Þá kom fram að möguleiki væri á að skorturinn myndi vera viðvarandi út árið en það hefur nú breyst. Lyfið er afar vinsælt í megrunarskyni. Lyfið er til í þremur styrkleikaflokkum og inniheldur virka efnið semaglútíð. Lyfið er samþykkt til notkunar hjá fullorðnum með ófullnægjandi stjórn á sykursýki af tegund 2 sem viðbót við mataræði og hreyfingu. Skorturinn sem nú er nær til allra styrkleika lyfsins. Samkvæmt svari Lyfjastofnunar til fréttastofu er ekki til samheitalyf en sama virka efni er til á öðru lyfjaformi, í töflum. Það lyf heitir Rybelsus. Þá kemur fram í svari þeirra að önnur blóðsykurslækkandi lyf séu til sem hægt sé að nota en að mat á breytingu einstaklingsmiðaðrar meðferðar verði að fara fram hjá lækni. Þegar varað var við lyfjaskortinum voru settar saman leiðbeiningar og ráð til að bregðast við lyfjaskortinum af Landspítalanum og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir lækna, apótek og notendur sem hægt er að skoða hér.
Lyf Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Tengdar fréttir Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15 Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. 21. ágúst 2023 08:11 Vissi ekki af áhyggjum Lyfjastofnunar af megrunarlyfi Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir. 13. júlí 2023 06:46 Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. 10. júlí 2023 11:35 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. 5. september 2023 08:15
Rannsaka hvort þyngdarstjórnunarlyf gagnast gegn ýmsum sjúkdómum Vísindamenn hyggjast rannsaka hvort sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf sem innihalda semaglutide geta hjálpað einstaklingum sem þjást af sjúkdómum á borð við fíkn og vitglöp. 21. ágúst 2023 08:11
Vissi ekki af áhyggjum Lyfjastofnunar af megrunarlyfi Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir. 13. júlí 2023 06:46
Mikilvægt að stíga varlega til jarðar í umræðunni um megrunarlyf Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum. 10. júlí 2023 11:35