Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2023 11:23 Neðan eyðijarðarinnar Hallsteinsness, milli Djúpafjarðar og Þorskafjarðar, liggur nýi vegurinn um fagra strandlengju. Egill Aðalsteinsson Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. „Framkvæmdaleyfið áskilur að rask sé sem minnst og einnig á þeim tíma sem samningar voru gerðir voru landeigendur ekki áfjáðir í að setja áningarstað á þessari leið og því var ekki samið um það,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri Vestfjarðavegar hjá Vegagerðinni, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit.Egill Aðalsteinsson Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi var vakin athygli á því að hvergi á leiðinni væri gert ráð fyrir áningarstað svo vegfarendur gætu staldrað við og notið dásemdar svæðisins. Fram kom í viðtali við framkvæmdastjóra verktakans Borgarverks, Atla Þór Jóhannsson, að við hönnun vegarins hefði Vegagerðin ekki gert ráð fyrir áningarstað. Atli Þór tók þó fram að hægt væri að bæta áningarstað inn í verkið, ef þess yrði óskað. Veglínan liggur að mestu ofan við hinn eiginlega Teigsskóg.Egill Aðalsteinsson „Það er aftur á móti ætlunin að setja áningarstað í Grónesi. Það er þó ekki endanlega búið að ganga frá þessu,“ segir Sigurþór hjá Vegagerðinni. Hér sést hvernig áningarstaður er hannaður á eyðijörðinni Grónesi, milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar.Teikning/Vegagerðin Grónes er á milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar. Framundan er að þvera og brúa báða firðina og þegar því verki lýkur mun Vestfjarðavegur færast af Ódrjúgshálsi og yfir á Grónes. Grónes er vestan við mynni Djúpafjarðar en Hallsteinsnes austan. Teikningin sýnir fyrirhugaða þverun en ný hönnun gerir ráð fyrir tveimur brúm en ekki einni.Teikning/Vegagerðin „Þar er náma samkvæmt skipulagi og við frágang á henni verður útbúinn áningarstaður og námuvegur notaður sem aðkomuleið,“ segir verkefnisstjóri Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi: Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
„Framkvæmdaleyfið áskilur að rask sé sem minnst og einnig á þeim tíma sem samningar voru gerðir voru landeigendur ekki áfjáðir í að setja áningarstað á þessari leið og því var ekki samið um það,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri Vestfjarðavegar hjá Vegagerðinni, í svari við fyrirspurn fréttastofu. Sigurþór Guðmundsson er verkefnastjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit.Egill Aðalsteinsson Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi var vakin athygli á því að hvergi á leiðinni væri gert ráð fyrir áningarstað svo vegfarendur gætu staldrað við og notið dásemdar svæðisins. Fram kom í viðtali við framkvæmdastjóra verktakans Borgarverks, Atla Þór Jóhannsson, að við hönnun vegarins hefði Vegagerðin ekki gert ráð fyrir áningarstað. Atli Þór tók þó fram að hægt væri að bæta áningarstað inn í verkið, ef þess yrði óskað. Veglínan liggur að mestu ofan við hinn eiginlega Teigsskóg.Egill Aðalsteinsson „Það er aftur á móti ætlunin að setja áningarstað í Grónesi. Það er þó ekki endanlega búið að ganga frá þessu,“ segir Sigurþór hjá Vegagerðinni. Hér sést hvernig áningarstaður er hannaður á eyðijörðinni Grónesi, milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar.Teikning/Vegagerðin Grónes er á milli Djúpafjarðar og Gufufjarðar. Framundan er að þvera og brúa báða firðina og þegar því verki lýkur mun Vestfjarðavegur færast af Ódrjúgshálsi og yfir á Grónes. Grónes er vestan við mynni Djúpafjarðar en Hallsteinsnes austan. Teikningin sýnir fyrirhugaða þverun en ný hönnun gerir ráð fyrir tveimur brúm en ekki einni.Teikning/Vegagerðin „Þar er náma samkvæmt skipulagi og við frágang á henni verður útbúinn áningarstaður og námuvegur notaður sem aðkomuleið,“ segir verkefnisstjóri Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í gærkvöldi:
Teigsskógur Vegagerð Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Tengdar fréttir Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41 Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22
Segir veginn um Teigsskóg verða hluta af landslaginu Vegagerð um Teigsskóg stendur núna sem hæst og er aðeins hálft ár í að hinn umdeildi vegur verði opnaður fyrir umferð. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er gröfumaður hjá verktakanum, segir að þetta verði mjög falleg leið og spáir því að vegurinn verði orðinn hluti af landslaginu eftir nokkur ár. 28. febrúar 2023 21:41
Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman. 24. júlí 2021 08:29
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent