Umfjöllun: Haukar - Stjarnan 27-19 | Fyrsti sigur Hauka kominn í hús Andri Már Eggertsson skrifar 14. september 2023 21:05 vísir/hulda margrét Haukar unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn. Það var jafnt í hálfleik en heimamenn voru sterkari í síðari hálfleik og unnu átta marka sigur 27-19. Fyrri hálfleikur var stál í stál þegar tvö sigurlaus lið mættust á Ásvöllum. Heimamenn tóku frumkvæðið og komust tveimur mörkum yfir 4-2 þar sem Geir Guðmundsson og Guðmundur Bragi Ástþórsson sáu um mörkin. Stjarnan var ekki lengi að jafna og þetta var mesta forystan í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á mörkum í mjög rólegum leik þar sem ákefðin var ekki mikil. Tandri Már Konráðsson dró vagninn fyrir gestina og skoraði 4 af tíu mörkum Stjörnunnar. Haukar fengu vítakast rétt áður en flautað var til hálfleiks. Guðmundur Bragi tók vítið og líkt í síðustu umferð gegn HK þar sem hann klúðraði víti þegar leikurinn var búinn klikkaði Guðmundur. Adam Thorstensen varði vítið sem var keimlíkt vítinu gegn HK. Maður veltir fyrir sér hvort það hafi verið rökrétt að setja hann á vítapunktinn eftir áfallið í síðustu umferð. Staðan í hálfleik var 10-10 Haukar byrjuðu síðari hálfleik af krafti og keyrðu yfir Stjörnuna. Heimamenn skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 14-10. Heimamenn fóru síðan að týnast af velli með tveggja mínútna brottvísun. Tveimur fleiri skoraði Stjarnan sitt fyrsta mark í síðari hálfleik en þá voru sex mínútur liðnar. Eftir að hafa loksins komist á blað í síðari hálfleik hrökk Stjarnan í gang. Adam Thorstensen fór að verja sem skilaði auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Gestirnir voru ekki lengi að vinna upp fjögurra marka forskot Hauka og jöfnuðu 15-15. Stjarnan fór síðan aftur að gefa eftir og Haukar gegnu á lagið. Heimamenn skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 20-16 yfir. Patrekur Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, tók sitt síðasta leikhlé þegar níu mínútur voru eftir til að reyna að grípa í taumana. Í stöðunni 21-17 var leikurinn í lausu lofti og eftir að hvorugu liðinu hafi tekist að skora í fimm mínútur þá tók Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, leikhlé. Eftir leikhlé Ásgeirs skoruðu Haukar tvö mörk og kláruðu leikinn. Heimamenn unnu á endanum átta marka sigur 27-19. Af hverju unnu Haukar? Haukar tóku frumkvæðið í síðari hálfleik og skoruðu fyrstu fjögur mörkin. Eftir að Stjarnan jafnaði svöruðu Haukar með öðrum fjögurra marka kafla sem var of stór biti fyrir Stjörnuna. Heimamenn spiluðu frábæra vörn og héldu Stjörnunni undir tuttugu mörkum. Hverjir stóðu upp úr? Aron Rafn Eðvarðsson var frábær í marki Hauka. Aron Rafn varði 15 skot og endaði með 44 prósent markvörslu. Aron Rafn varði þó nokkur dauðafæri sem gerði útslagið. Guðmundur Bragi var markahæstur hjá Haukum með sjö mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunnar var ekki góður. Gestirnir skoruðu aðeins nítján mörk sem er afar sjaldan nóg til að vinna handboltaleik. Hergeir Grímsson var með afar slæma nýtingu en hann skoraði tvö mörk úr tíu skotum. Hvað gerist næst? Haukar fara til Vestmannaeyja næsta föstudag og mæta ÍBV klukkan 19:30. Laugardaginn eftir viku mætast Stjarnan og Grótta klukkan 18:00. Olís-deild karla Haukar Stjarnan
Haukar unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar liðið fékk Stjörnuna í heimsókn. Það var jafnt í hálfleik en heimamenn voru sterkari í síðari hálfleik og unnu átta marka sigur 27-19. Fyrri hálfleikur var stál í stál þegar tvö sigurlaus lið mættust á Ásvöllum. Heimamenn tóku frumkvæðið og komust tveimur mörkum yfir 4-2 þar sem Geir Guðmundsson og Guðmundur Bragi Ástþórsson sáu um mörkin. Stjarnan var ekki lengi að jafna og þetta var mesta forystan í fyrri hálfleik. Liðin skiptust á mörkum í mjög rólegum leik þar sem ákefðin var ekki mikil. Tandri Már Konráðsson dró vagninn fyrir gestina og skoraði 4 af tíu mörkum Stjörnunnar. Haukar fengu vítakast rétt áður en flautað var til hálfleiks. Guðmundur Bragi tók vítið og líkt í síðustu umferð gegn HK þar sem hann klúðraði víti þegar leikurinn var búinn klikkaði Guðmundur. Adam Thorstensen varði vítið sem var keimlíkt vítinu gegn HK. Maður veltir fyrir sér hvort það hafi verið rökrétt að setja hann á vítapunktinn eftir áfallið í síðustu umferð. Staðan í hálfleik var 10-10 Haukar byrjuðu síðari hálfleik af krafti og keyrðu yfir Stjörnuna. Heimamenn skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 14-10. Heimamenn fóru síðan að týnast af velli með tveggja mínútna brottvísun. Tveimur fleiri skoraði Stjarnan sitt fyrsta mark í síðari hálfleik en þá voru sex mínútur liðnar. Eftir að hafa loksins komist á blað í síðari hálfleik hrökk Stjarnan í gang. Adam Thorstensen fór að verja sem skilaði auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Gestirnir voru ekki lengi að vinna upp fjögurra marka forskot Hauka og jöfnuðu 15-15. Stjarnan fór síðan aftur að gefa eftir og Haukar gegnu á lagið. Heimamenn skoruðu fjögur mörk í röð og komust í 20-16 yfir. Patrekur Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, tók sitt síðasta leikhlé þegar níu mínútur voru eftir til að reyna að grípa í taumana. Í stöðunni 21-17 var leikurinn í lausu lofti og eftir að hvorugu liðinu hafi tekist að skora í fimm mínútur þá tók Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, leikhlé. Eftir leikhlé Ásgeirs skoruðu Haukar tvö mörk og kláruðu leikinn. Heimamenn unnu á endanum átta marka sigur 27-19. Af hverju unnu Haukar? Haukar tóku frumkvæðið í síðari hálfleik og skoruðu fyrstu fjögur mörkin. Eftir að Stjarnan jafnaði svöruðu Haukar með öðrum fjögurra marka kafla sem var of stór biti fyrir Stjörnuna. Heimamenn spiluðu frábæra vörn og héldu Stjörnunni undir tuttugu mörkum. Hverjir stóðu upp úr? Aron Rafn Eðvarðsson var frábær í marki Hauka. Aron Rafn varði 15 skot og endaði með 44 prósent markvörslu. Aron Rafn varði þó nokkur dauðafæri sem gerði útslagið. Guðmundur Bragi var markahæstur hjá Haukum með sjö mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunnar var ekki góður. Gestirnir skoruðu aðeins nítján mörk sem er afar sjaldan nóg til að vinna handboltaleik. Hergeir Grímsson var með afar slæma nýtingu en hann skoraði tvö mörk úr tíu skotum. Hvað gerist næst? Haukar fara til Vestmannaeyja næsta föstudag og mæta ÍBV klukkan 19:30. Laugardaginn eftir viku mætast Stjarnan og Grótta klukkan 18:00.