„Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. september 2023 10:31 Brynjar Níelsson ræddi rafskútur í Íslandi í dag í gær. Fyrrverandi þingmaðurinn Brynjar Níelsson er búinn að afplána óformlegt rafskútubann sem hann sætti eftir að hann féll af slíkri skútu og slasaði sig fyrir tveimur árum. Hann notar deilihlaupahjól mikið en fer varlegar en hann gerði áður - og er alltaf allsgáður. Innreið rafhlaupahjólanna á höfuðborgarsvæðinu var tekin sérstaklega fyrir í Íslandi í dag í gær. Við ræddum við aðstoðaryfirlögregluþjón hjá umferðardeild sem segir lögreglu vanta úrræði til að takast almennilega á við málaflokkinn - og svo hittum við Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmann, sem er búinn að jafna sig eftir mikla byltu á rafskútu fyrir tveimur árum. Brynjar hafði setið að sumbli í Valhöll kvöldið örlagaríka og ákvað að taka rafhlaupahjól heim, stutta vegalengd. Heimferðin gekk ekki betur en svo að Brynjar féll af skútunni á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklabrautar, rotaðist og rankaði við sér þar sem sjúkraflutningamenn stumruðu yfir honum. Brynjar rifjar upp viðbrögð vina og vandamanna við byltunni. „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti. Einfalt mál. Sem ég var auðvitað. Það var ekki mikil hrifning á mínu heimili með þetta eins og gefur að skilja. Og ég var lengi í rafskútubanni. En hef fengið leyfið aftur en verð að vera allsgáður,“ segir Brynjar, sem notar rafhlaupahjól mikið og er alls ekki fylgjandi banni á skútunum sem tók gildi í París nú um mánaðamótin. „Og það eru auðvitað bara skilaboð til fólks. Þér finnst þú geta allt, þú trúir því að þetta hafi engin áhrif, þú trúir því að þú farir ekki hratt og svo framvegis. En þetta er auðvitað þannig séð slysagildra.“ Brot úr viðtalinu við Brynjar í Íslandi í dag má sjá hér fyrir neðan. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+. Klippa: Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir „Nú er ég bara dottinn í það“ „Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. 18. júní 2023 22:41 Brynjar greindist með æxli í lungum: „Þetta er búið að vera hremmingahaust“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, greindist nýverið með æxli í lungum og fór í aðgerð fyrr í dag. Aðgerðin heppnaðist vel og læknum tókst að fjarlægja æxlið. 23. desember 2021 18:18 Brynjar kominn í rafskútubann eftir byltuna Brynjar Níelsson alþingismaður segir að á hans heimili sé búið að setja blátt bann við frekari rafskútunotkun, eftir að hann rotaðist við notkun á slíku tæki á dögunum. Hann varar við rafskútunotkun að kvöldi til, nú þegar farið er að dimma. 23. september 2021 10:32 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Innreið rafhlaupahjólanna á höfuðborgarsvæðinu var tekin sérstaklega fyrir í Íslandi í dag í gær. Við ræddum við aðstoðaryfirlögregluþjón hjá umferðardeild sem segir lögreglu vanta úrræði til að takast almennilega á við málaflokkinn - og svo hittum við Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmann, sem er búinn að jafna sig eftir mikla byltu á rafskútu fyrir tveimur árum. Brynjar hafði setið að sumbli í Valhöll kvöldið örlagaríka og ákvað að taka rafhlaupahjól heim, stutta vegalengd. Heimferðin gekk ekki betur en svo að Brynjar féll af skútunni á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklabrautar, rotaðist og rankaði við sér þar sem sjúkraflutningamenn stumruðu yfir honum. Brynjar rifjar upp viðbrögð vina og vandamanna við byltunni. „Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti. Einfalt mál. Sem ég var auðvitað. Það var ekki mikil hrifning á mínu heimili með þetta eins og gefur að skilja. Og ég var lengi í rafskútubanni. En hef fengið leyfið aftur en verð að vera allsgáður,“ segir Brynjar, sem notar rafhlaupahjól mikið og er alls ekki fylgjandi banni á skútunum sem tók gildi í París nú um mánaðamótin. „Og það eru auðvitað bara skilaboð til fólks. Þér finnst þú geta allt, þú trúir því að þetta hafi engin áhrif, þú trúir því að þú farir ekki hratt og svo framvegis. En þetta er auðvitað þannig séð slysagildra.“ Brot úr viðtalinu við Brynjar í Íslandi í dag má sjá hér fyrir neðan. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+. Klippa: Viðbrögðin voru bara þau að ég væri fáviti
Rafhlaupahjól Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir „Nú er ég bara dottinn í það“ „Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. 18. júní 2023 22:41 Brynjar greindist með æxli í lungum: „Þetta er búið að vera hremmingahaust“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, greindist nýverið með æxli í lungum og fór í aðgerð fyrr í dag. Aðgerðin heppnaðist vel og læknum tókst að fjarlægja æxlið. 23. desember 2021 18:18 Brynjar kominn í rafskútubann eftir byltuna Brynjar Níelsson alþingismaður segir að á hans heimili sé búið að setja blátt bann við frekari rafskútunotkun, eftir að hann rotaðist við notkun á slíku tæki á dögunum. Hann varar við rafskútunotkun að kvöldi til, nú þegar farið er að dimma. 23. september 2021 10:32 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Nú er ég bara dottinn í það“ „Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. 18. júní 2023 22:41
Brynjar greindist með æxli í lungum: „Þetta er búið að vera hremmingahaust“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, greindist nýverið með æxli í lungum og fór í aðgerð fyrr í dag. Aðgerðin heppnaðist vel og læknum tókst að fjarlægja æxlið. 23. desember 2021 18:18
Brynjar kominn í rafskútubann eftir byltuna Brynjar Níelsson alþingismaður segir að á hans heimili sé búið að setja blátt bann við frekari rafskútunotkun, eftir að hann rotaðist við notkun á slíku tæki á dögunum. Hann varar við rafskútunotkun að kvöldi til, nú þegar farið er að dimma. 23. september 2021 10:32