Latur í Þorlákshöfn mun bjóða bæjarbúa og gesti velkomna Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2023 12:59 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segist vona að Latur fái brátt andstætt hlutverk þegar hann muni standa við umferðargötuna og verði ökumönnum hvatning til að vera latir við bensíngjöfina í stað þess að hvetja sjómenn til að vera ekki latir við áratogið. Vísir/Egill Bæjaryfirvöld í Ölfus hafa samþykkt að sögulegur steinn í Þorlákshöfn, sem kallaður er Latur og var lengi einn af siglingarmerkjum í bænum, verði fundinn nýr staður við innkomuna í bæinn og steininum þannig gert hærra undir höfði. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus, segist mjög ánægður með fundinn hafi verið nýr staður fyrir steininn og gerir ráð fyrir að hann verði fluttur á næstu mánuðum. Steininum verður komið fyrir við „skeifuna“ fyrir norðan Hnjúkamóa 8-10 og segir bæjarstjórinn að steinninn muni þar bjóða bæjarbúa og gesti velkomna. Í bókun skipulags- og umhverfisnefndar Ölfus segir að kominn sé tími til að hefja Lat til vegs og virðingar á ný með því að færa steininn á meira áberandi stað sem hæfir sögulegu gildi hans. Var lagt til að steininum verði fundinn staður við aðkomuna að bænum ásamt upplýsingaskilti um steininn. Steinninn vegur um sextíu tonn og var stækkun hafnarinnar árið 2004 færður þannig að hann varð fjarri alfaraleið. Lat er nú að finna sunnan Egilsbrautar, utan alfaraleiðar.Elliði Vignisson „Róa Lat fyrir Geitafell“ Elliði segir að eitt af því sem sé svo skemmtilegt við framkvæmdina sé að örnefnið Latur sé nokkuð þekkt. Þannig veit hann til þess að bæði í Þorlákshöfn, í Vestmannaeyjum, í Ögmundarhrauni og á Vestfjörðum sé þetta sama örnefni að finna. „Og það sem meira er þá á það sér sömu eða svipaða skírskotun. Oftast stendur það í sjó fram og vísar þá til þess að í þungum straumi gátu ræðarar á gömlu árabátunum virkað latir þegar illa gekk að komast fyrir þessi örnefni. Einnig hefur verið vísað til þess að staðurinn sjálfur væri „latur“ að hverfa sjónum. Hér í Þorlákshöfn var talað um að „róa Lat fyrir Geitafell“. Þá voru áraslögin talin í hvert eitt sinn, frá því að Geitafell fór að hverfa bak við Lat þar til það sást allt hinum megin. Þannig var Latur í raun hraðamælir árabátanna,“ segir Elliði. Skolaði honum tíu metra frá landi Bæjarstjórinn segir að í Þorlákshöfn hafi þetta löngum verið eitt af þekktari örnefnum en lengst af hafi hann staðið austur af urðum og verið notaður sem viðmið um sjófærð og veður. Þannig hafi þurft níu til tólf áratog til að róa fyrir Lat í góðu veðri en þegar verra var í sjó hafi áratogin auðveldlega verið níutíu til hundrað. „Þótt Latur sé mikið grettistak, um sextíu tonn, þá hefur hafaldan stundum skolað honum til sem steinvölu. Áður en elstu menn muna hefur einhver voðalda skolað þessu bjargi á land. Árið 1977 tók svo sterk alda hann í faðm sér og skolaði honum um tíu metra á innar á land þar sem hann lá svo marflatur. Hann var svo fluttur til árið 2004, og honum fundinn staður sunnan Egilsbrautar,“ segir Elliði. Latur vegur um sextíu tonn.Elliði Mun bjóða bæjarbúa og gesti velkomna um ókomna tíð Elliði segir að með vaxandi byggð þyki bæjarbúum ástæða til að minna á að Þorlákshöfn eigi sér ríka sögu, þótt bærinn sé eitt yngsta þéttbýli á Íslandi – rétt liðlega sjötíu ára. „Tengslin við hafið, sjósóknina og óblíð náttúruöfl eru sterk og fólkið hér stolt af sinni sögu. Þess vegna höfum við fundið Lat nýjan stað í andyri Þorlákshafnar í skeifunni við Ölfusbrautina. Þar mun hann bjóða bæjarbúa og gesti velkomna um ókomna tíð, líkt og hann fagnaði sjófarendum í fyrndinni. Kannski að hann fái andstætt hlutverk nú þegar hann stendur við umferðargötuna og verði ökumönnum hvatning til að vera latir við bensíngjöfina í stað þess að hvetja sjómenn til að vera ekki latir við áratogið.“ Ölfus Styttur og útilistaverk Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus, segist mjög ánægður með fundinn hafi verið nýr staður fyrir steininn og gerir ráð fyrir að hann verði fluttur á næstu mánuðum. Steininum verður komið fyrir við „skeifuna“ fyrir norðan Hnjúkamóa 8-10 og segir bæjarstjórinn að steinninn muni þar bjóða bæjarbúa og gesti velkomna. Í bókun skipulags- og umhverfisnefndar Ölfus segir að kominn sé tími til að hefja Lat til vegs og virðingar á ný með því að færa steininn á meira áberandi stað sem hæfir sögulegu gildi hans. Var lagt til að steininum verði fundinn staður við aðkomuna að bænum ásamt upplýsingaskilti um steininn. Steinninn vegur um sextíu tonn og var stækkun hafnarinnar árið 2004 færður þannig að hann varð fjarri alfaraleið. Lat er nú að finna sunnan Egilsbrautar, utan alfaraleiðar.Elliði Vignisson „Róa Lat fyrir Geitafell“ Elliði segir að eitt af því sem sé svo skemmtilegt við framkvæmdina sé að örnefnið Latur sé nokkuð þekkt. Þannig veit hann til þess að bæði í Þorlákshöfn, í Vestmannaeyjum, í Ögmundarhrauni og á Vestfjörðum sé þetta sama örnefni að finna. „Og það sem meira er þá á það sér sömu eða svipaða skírskotun. Oftast stendur það í sjó fram og vísar þá til þess að í þungum straumi gátu ræðarar á gömlu árabátunum virkað latir þegar illa gekk að komast fyrir þessi örnefni. Einnig hefur verið vísað til þess að staðurinn sjálfur væri „latur“ að hverfa sjónum. Hér í Þorlákshöfn var talað um að „róa Lat fyrir Geitafell“. Þá voru áraslögin talin í hvert eitt sinn, frá því að Geitafell fór að hverfa bak við Lat þar til það sást allt hinum megin. Þannig var Latur í raun hraðamælir árabátanna,“ segir Elliði. Skolaði honum tíu metra frá landi Bæjarstjórinn segir að í Þorlákshöfn hafi þetta löngum verið eitt af þekktari örnefnum en lengst af hafi hann staðið austur af urðum og verið notaður sem viðmið um sjófærð og veður. Þannig hafi þurft níu til tólf áratog til að róa fyrir Lat í góðu veðri en þegar verra var í sjó hafi áratogin auðveldlega verið níutíu til hundrað. „Þótt Latur sé mikið grettistak, um sextíu tonn, þá hefur hafaldan stundum skolað honum til sem steinvölu. Áður en elstu menn muna hefur einhver voðalda skolað þessu bjargi á land. Árið 1977 tók svo sterk alda hann í faðm sér og skolaði honum um tíu metra á innar á land þar sem hann lá svo marflatur. Hann var svo fluttur til árið 2004, og honum fundinn staður sunnan Egilsbrautar,“ segir Elliði. Latur vegur um sextíu tonn.Elliði Mun bjóða bæjarbúa og gesti velkomna um ókomna tíð Elliði segir að með vaxandi byggð þyki bæjarbúum ástæða til að minna á að Þorlákshöfn eigi sér ríka sögu, þótt bærinn sé eitt yngsta þéttbýli á Íslandi – rétt liðlega sjötíu ára. „Tengslin við hafið, sjósóknina og óblíð náttúruöfl eru sterk og fólkið hér stolt af sinni sögu. Þess vegna höfum við fundið Lat nýjan stað í andyri Þorlákshafnar í skeifunni við Ölfusbrautina. Þar mun hann bjóða bæjarbúa og gesti velkomna um ókomna tíð, líkt og hann fagnaði sjófarendum í fyrndinni. Kannski að hann fái andstætt hlutverk nú þegar hann stendur við umferðargötuna og verði ökumönnum hvatning til að vera latir við bensíngjöfina í stað þess að hvetja sjómenn til að vera ekki latir við áratogið.“
Ölfus Styttur og útilistaverk Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira