Erlent

Úkraínu­menn sækja fram í grennd við Bak­hmut

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Úkraínskur hermaður sést hér setja upp fána í þorpinu of Andriivka í fyrradag, sem er einnig í grennd við Bakhmut.
Úkraínskur hermaður sést hér setja upp fána í þorpinu of Andriivka í fyrradag, sem er einnig í grennd við Bakhmut. AP Photo/Alex Babenko

Úkraínumenn eru sagðir hafa náð yfirráðum yfir bænum Klishchiivka sem er í grennd við borgina Bakhmut þar sem harðir bardagar hafa geisað um mánaða skeið.

Volodómír Selenskí Úkraínuforseti greindi frá þessu í ávarpi til þjóðar sinnar í nótt þar sem hann þakkaði hermönnum sínum fyrir góðan árangur á svæðinu síðustu daga.

Aðstoðarvarnarmálaráðherra landsins birti einnig myndband þar sem úkraínskir hermenn draga fána sína að húni í þorpinu. Rússar hafa haft Klishchiivka á sínu valdi allt frá því í janúar sem kom þeim í góða stöðu til að ná Bakhmut sem á endanum tókst í maí síðastliðnum.

Þá segir aðstoðarvarnarmálaráðherrann, Hanna Maliar, að Úkraínumönnum hafi tekist að hrinda árásum Rússa á fjölda svæða í gær og í nótt.

Rússar sögðu síðan í morgun að í gær hefði þeim tekist að skjóta niður úkraínska dróna á nokkrum svæðum á Krímskaga, í úthverfum Moskvu og í tveimur landamærahéruðum Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×