Braut á bestu vinkonu sinni meðan hún svaf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2023 10:58 Dómurinn féll þann 11. september í Héraðsdómi Reykjaness, tuttugu mánuðum eftir að brotið var kært til lögreglu. Vísir/Vilhelm Ungur karlmaður hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið á bestu vinkonu sinni í lok desember árið 2021. Karlmaðurinn „puttaði“ konuna og sleikti á henni kynfærin á meðan hún lá sofandi í sófanum og varð einskis vör vegna ölvunar og svefndrunga. Karlinn og konan voru bestu vinir í partýi í heimahúsi með tveimur til viðbótar. Þrjú þeirra sofnuðu á tungusófa þegar langt var liðið á nóttina. Vinkona þeirra varð vitni að því að karlmaðurinn var að putta brotaþola í málinu og spurði hann hvort hann vissi hvað hann væri að gera. Vísaði hún honum í framhaldinu úr húsi. Brotaþoli vaknaði og vissi ekkert hvað gengið hefði á. Í framhaldi krafði hún manninn um skýringar og voru þau meðal annars í miklum SMS-samskiptum. „Þetta er fokking messed up hvað ég gerði við fokking bestu vinkonu mína þess vegna er ég að leita mér hjálpar,“ sagði í einum skilaboðunum. Hann hafi vísað til þess að hafa puttað hana og „næstum riðið“ henni. Hún hafi bent honum á að það kallist nauðgun og fengið svarið: „og þetta var án leyfis auðvitað sé ég eftir þessu öllu“. Hann hafi sagt að hann hafi verið að þessu í 20-30 mínútur. Meðal gagna lögreglu eru 185 SMS skilaboð á milli þeirra næstu daga. Þar neitar hann að hafa nauðgað vinkonu sinni. Hún hafi gefið honum undir fótinn þar sem þau lágu á sófanum og hann svo hætt öllu saman þegar hún hafi sofnað. Héraðsdómur taldi framburð konunnar trúverðugan á meðan framburður karlmannsins tók breytingum. Þá studdi vitnisburður vinkonunnar sem var á svæðinu frásögn konunnar. Héraðsdómur tók tillit til þess að karlmaðurinn á ekki afbrotasögu. Hins vegar leit dómurinn einnig til alvarleika brotsins og taldi ekki tilefni til að skilorðsbinda hann. Hann hefði brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar og því trausti sem hún bar til hans á grundvelli vináttu þeirra. Var hann dæmdur í átján mánaða fangelsi og til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Karlinn og konan voru bestu vinir í partýi í heimahúsi með tveimur til viðbótar. Þrjú þeirra sofnuðu á tungusófa þegar langt var liðið á nóttina. Vinkona þeirra varð vitni að því að karlmaðurinn var að putta brotaþola í málinu og spurði hann hvort hann vissi hvað hann væri að gera. Vísaði hún honum í framhaldinu úr húsi. Brotaþoli vaknaði og vissi ekkert hvað gengið hefði á. Í framhaldi krafði hún manninn um skýringar og voru þau meðal annars í miklum SMS-samskiptum. „Þetta er fokking messed up hvað ég gerði við fokking bestu vinkonu mína þess vegna er ég að leita mér hjálpar,“ sagði í einum skilaboðunum. Hann hafi vísað til þess að hafa puttað hana og „næstum riðið“ henni. Hún hafi bent honum á að það kallist nauðgun og fengið svarið: „og þetta var án leyfis auðvitað sé ég eftir þessu öllu“. Hann hafi sagt að hann hafi verið að þessu í 20-30 mínútur. Meðal gagna lögreglu eru 185 SMS skilaboð á milli þeirra næstu daga. Þar neitar hann að hafa nauðgað vinkonu sinni. Hún hafi gefið honum undir fótinn þar sem þau lágu á sófanum og hann svo hætt öllu saman þegar hún hafi sofnað. Héraðsdómur taldi framburð konunnar trúverðugan á meðan framburður karlmannsins tók breytingum. Þá studdi vitnisburður vinkonunnar sem var á svæðinu frásögn konunnar. Héraðsdómur tók tillit til þess að karlmaðurinn á ekki afbrotasögu. Hins vegar leit dómurinn einnig til alvarleika brotsins og taldi ekki tilefni til að skilorðsbinda hann. Hann hefði brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar og því trausti sem hún bar til hans á grundvelli vináttu þeirra. Var hann dæmdur í átján mánaða fangelsi og til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira