Enn að átta sig á fyrirkomulagi Þjóðadeildarinnar en segir markmiðið að halda sér í A-deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2023 10:00 Sveindís Jane Jónsdóttir iðar í skinninu að byrja að spila í Þjóðadeildinni. vísir/arnar Sveindís Jane Jónsdóttir bíður spennt eftir fyrstu leikjum Íslands í nýrri Þjóðadeild í fótbolta. Sveindís og stöllur hennar í íslenska landsliðinu mæta Wales á Laugardalsvelli á föstudaginn og Þýskalandi í Bochum á þriðjudaginn. Auk þeirra er Danmörk í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þar vilja Íslendingar vera. „Leikirnir leggjast mjög vel í okkur. Það er spennandi að byrja þessa Þjóðadeild loksins og það er spennandi að fá svona alvöru leiki,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Hún er enn að átta sig á fyrirkomulagi þessarar nýju keppni. „Ég er ekki búin að kynna mér þetta nógu vel en ég veit að við viljum halda okkur í A-deildinni og vinna alla leiki.“ Efsta liðið í riðlinum kemst í úrslitakeppni A-deildar Þjóðadeildarinnar, liðið í 2. sæti heldur sér í A-deildinni, liðið í 3. sætinu fer í umspil um að bjarga sér frá falli úr A-deild og liðið í fjórða og neðsta sæti riðilsins fellur í B-deild. Gaman að bera sig saman við þau bestu Með tilkomu Þjóðadeildarinnar fjölgar leikjum gegn sterkum þjóðum, eða liðum af svipuðum styrkleika og Ísland. „Þetta er akkúrat þannig að fá að spila alvöru leiki á móti svona góðum þjóðum og gaman að bera sig saman við lið eins og Þýskaland,“ sagði Sveindís. Sveindís hefur leikið 32 landsleiki og skorað átta mörk.vísir/arnar En hvað væri ásættanleg niðurstaða úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Auðvitað förum við í alla leiki til að vinna. Heimaleikurinn gegn Wales er mjög mikilvægur. Okkur vantar allan þann stuðning sem við getum fengið. Vonandi náum við að fylla völlinn. Það verður mjög góð stemmning úti í Þýskalandi og búið að selja marga miða. Auðvitað förum við í þann leik til að vinna og sýna hvað við getum,“ svaraði Sveindís. Fleiri ásar uppi í erminni Ísland lék tvo vináttulandsleiki í sumar, gegn Finnlandi og Austurríki. Íslendingar töpuðu fyrir Finnum á heimavelli, 1-2, en unnu Austurríkiskonur á útivelli með einu marki gegn engu. „Við höfum verið að prufa nýtt leikskipulag og bæta nokkrum öðrum vopnum í okkar leik. Við ætlum að nýta okkur það sem við höfum gert í æfingaleikjunum og taka með okkur í Þjóðadeildina. Vonandi skilar það sér og við eigum góðan leik, sérstaklega hérna heima gegn Wales. Það er mikilvægt að byrja vel,“ sagði Sveindís. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira
Sveindís og stöllur hennar í íslenska landsliðinu mæta Wales á Laugardalsvelli á föstudaginn og Þýskalandi í Bochum á þriðjudaginn. Auk þeirra er Danmörk í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Þar vilja Íslendingar vera. „Leikirnir leggjast mjög vel í okkur. Það er spennandi að byrja þessa Þjóðadeild loksins og það er spennandi að fá svona alvöru leiki,“ sagði Sveindís í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. Hún er enn að átta sig á fyrirkomulagi þessarar nýju keppni. „Ég er ekki búin að kynna mér þetta nógu vel en ég veit að við viljum halda okkur í A-deildinni og vinna alla leiki.“ Efsta liðið í riðlinum kemst í úrslitakeppni A-deildar Þjóðadeildarinnar, liðið í 2. sæti heldur sér í A-deildinni, liðið í 3. sætinu fer í umspil um að bjarga sér frá falli úr A-deild og liðið í fjórða og neðsta sæti riðilsins fellur í B-deild. Gaman að bera sig saman við þau bestu Með tilkomu Þjóðadeildarinnar fjölgar leikjum gegn sterkum þjóðum, eða liðum af svipuðum styrkleika og Ísland. „Þetta er akkúrat þannig að fá að spila alvöru leiki á móti svona góðum þjóðum og gaman að bera sig saman við lið eins og Þýskaland,“ sagði Sveindís. Sveindís hefur leikið 32 landsleiki og skorað átta mörk.vísir/arnar En hvað væri ásættanleg niðurstaða úr leikjunum tveimur sem framundan eru? „Auðvitað förum við í alla leiki til að vinna. Heimaleikurinn gegn Wales er mjög mikilvægur. Okkur vantar allan þann stuðning sem við getum fengið. Vonandi náum við að fylla völlinn. Það verður mjög góð stemmning úti í Þýskalandi og búið að selja marga miða. Auðvitað förum við í þann leik til að vinna og sýna hvað við getum,“ svaraði Sveindís. Fleiri ásar uppi í erminni Ísland lék tvo vináttulandsleiki í sumar, gegn Finnlandi og Austurríki. Íslendingar töpuðu fyrir Finnum á heimavelli, 1-2, en unnu Austurríkiskonur á útivelli með einu marki gegn engu. „Við höfum verið að prufa nýtt leikskipulag og bæta nokkrum öðrum vopnum í okkar leik. Við ætlum að nýta okkur það sem við höfum gert í æfingaleikjunum og taka með okkur í Þjóðadeildina. Vonandi skilar það sér og við eigum góðan leik, sérstaklega hérna heima gegn Wales. Það er mikilvægt að byrja vel,“ sagði Sveindís.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira